Cillian mærir Kiljan Eiður Þór Árnason skrifar 17. október 2025 18:02 Cillian Murphy fékk BAFTA verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Robert Oppenheimer. Vianney Le Caer/Invision/AP Írski stórleikarinn Cillian Murphy fær ekki nóg af Sjálfstæðu fólki eftir Nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxness og lýsir skáldsögunni sem meistaraverki. Óskarsverðlaunahafinn sem er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í bandarískum stórmyndum á borð við Oppenheimer og The Dark Knight ræddi bókina við bresku samfélagsmiðlastjörnuna Jack Edwards sem stýrir bókmenntamiðaða hlaðvarpinu Inklings Book Club. Þar sat Murphy ásamt rithöfundinum og handritshöfundinum Max Porter en saman kynna þeir nú kvikmyndina Steve sem byggð er á skáldsögu hins síðarnefnda. Murphy fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni sem framleidd var fyrir Netflix og fjallar um stjórnanda skóla fyrir drengi sem glíma við félags- og hegðunarvanda. Þykir verkið sláandi Porter þekkir greinilega vel til Nóbelsskáldsins og hvatti Óskarsverðlaunahafann til að kynna sér verk hans. „Hann mælti með magnaðri bók nýlega sem ég er hálfnaður með og þetta er meistaraverk,“ sagði Murphy um Sjálfstætt fólk. „Ég las helminginn af henni um borð í flugvélinni á leiðinni yfir Atlantshafið og þetta er sláandi verk.“ Porter bætti við að hann vissi að Murphy þurfti yfirgripsmikið verk sem hann gæti sökkt sér í. „Ekki eitthvað yfirborðskennt eða brellulegt, þú þurftir almennilegt stórt meistaraverk.“ Þremenningarnir ræða skáldverkið í myndskeiði sem birt var á Instagram-síðu Edwards en hann er þekktur fyrir bókmenntaumfjöllun sína á miðlinum TikTok sem nær vel til ungs fólks. Í færslu með myndskeiðinu skrifar Edwards að hann þurfi nú sjálfur að lesa Sjálfstætt fólk. View this post on Instagram A post shared by Jack Edwards (@jackbenedwards) Bókmenntir Halldór Laxness Hollywood Tengdar fréttir Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? „Það er náttúrulega skandall, að mínu mati, að fólk geti almennt útskrifast með stúdentspróf án þess að lesa bók eftir Halldór Laxness.“ 9. október 2025 16:44 „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Menntamálaráðherra segist munu taka til skoðunar hvort framhaldsskólanemar séu í minna mæli en áður látnir lesa skáldsögur eftir Halldór Laxness og Íslendingasögur. Það sé hið sorglegasta mál ef satt reynist, en hann muni ekki gefast upp á að koma menntamálum í gott horf. 10. október 2025 12:20 Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Rithöfundur og barnabarn Halldórs Laxness syrgir það að bækur hans séu á útleið úr menntaskólum. Hún veltir því fyrir sér hvort bókalestur megi ekki vera krefjandi, sérstaklega í ljósi þess að íslenskan sé á undanhaldi. 9. október 2025 21:32 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Óskarsverðlaunahafinn sem er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í bandarískum stórmyndum á borð við Oppenheimer og The Dark Knight ræddi bókina við bresku samfélagsmiðlastjörnuna Jack Edwards sem stýrir bókmenntamiðaða hlaðvarpinu Inklings Book Club. Þar sat Murphy ásamt rithöfundinum og handritshöfundinum Max Porter en saman kynna þeir nú kvikmyndina Steve sem byggð er á skáldsögu hins síðarnefnda. Murphy fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni sem framleidd var fyrir Netflix og fjallar um stjórnanda skóla fyrir drengi sem glíma við félags- og hegðunarvanda. Þykir verkið sláandi Porter þekkir greinilega vel til Nóbelsskáldsins og hvatti Óskarsverðlaunahafann til að kynna sér verk hans. „Hann mælti með magnaðri bók nýlega sem ég er hálfnaður með og þetta er meistaraverk,“ sagði Murphy um Sjálfstætt fólk. „Ég las helminginn af henni um borð í flugvélinni á leiðinni yfir Atlantshafið og þetta er sláandi verk.“ Porter bætti við að hann vissi að Murphy þurfti yfirgripsmikið verk sem hann gæti sökkt sér í. „Ekki eitthvað yfirborðskennt eða brellulegt, þú þurftir almennilegt stórt meistaraverk.“ Þremenningarnir ræða skáldverkið í myndskeiði sem birt var á Instagram-síðu Edwards en hann er þekktur fyrir bókmenntaumfjöllun sína á miðlinum TikTok sem nær vel til ungs fólks. Í færslu með myndskeiðinu skrifar Edwards að hann þurfi nú sjálfur að lesa Sjálfstætt fólk. View this post on Instagram A post shared by Jack Edwards (@jackbenedwards)
Bókmenntir Halldór Laxness Hollywood Tengdar fréttir Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? „Það er náttúrulega skandall, að mínu mati, að fólk geti almennt útskrifast með stúdentspróf án þess að lesa bók eftir Halldór Laxness.“ 9. október 2025 16:44 „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Menntamálaráðherra segist munu taka til skoðunar hvort framhaldsskólanemar séu í minna mæli en áður látnir lesa skáldsögur eftir Halldór Laxness og Íslendingasögur. Það sé hið sorglegasta mál ef satt reynist, en hann muni ekki gefast upp á að koma menntamálum í gott horf. 10. október 2025 12:20 Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Rithöfundur og barnabarn Halldórs Laxness syrgir það að bækur hans séu á útleið úr menntaskólum. Hún veltir því fyrir sér hvort bókalestur megi ekki vera krefjandi, sérstaklega í ljósi þess að íslenskan sé á undanhaldi. 9. október 2025 21:32 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? „Það er náttúrulega skandall, að mínu mati, að fólk geti almennt útskrifast með stúdentspróf án þess að lesa bók eftir Halldór Laxness.“ 9. október 2025 16:44
„Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Menntamálaráðherra segist munu taka til skoðunar hvort framhaldsskólanemar séu í minna mæli en áður látnir lesa skáldsögur eftir Halldór Laxness og Íslendingasögur. Það sé hið sorglegasta mál ef satt reynist, en hann muni ekki gefast upp á að koma menntamálum í gott horf. 10. október 2025 12:20
Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Rithöfundur og barnabarn Halldórs Laxness syrgir það að bækur hans séu á útleið úr menntaskólum. Hún veltir því fyrir sér hvort bókalestur megi ekki vera krefjandi, sérstaklega í ljósi þess að íslenskan sé á undanhaldi. 9. október 2025 21:32