Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2025 23:15 Marin Zdravkov Levidzhov var algjörlega heillaður af Manchester United. Getty/Phil Cole Stuðningsmenn Manchester United eru af öllum stærðum og gerðum en það verður erfitt að finna heittrúaðri stuðningsmann en Marin Zdravkov Levidzhov. Levidzhov komst í fréttirnar á sínum tíma fyrir baráttu sína fyrir að breyta um nafn. Levidzhov sóttist þó ekki að breyta nafni sínu í nafn einnar af stjörnum uppáhaldsliðsins. Hann vildi hreinlega breyta nafni sínu í nafn félagsins. Guardian segir frá því að Levidzhov hafi látist í vikunni 62 ára að aldri. Levidzhov ólst upp í Búlgaríu á tímum kommúnismans, dýrkaði fótbolta og dreymdi um að breyta nafni sínu í Manchester United. Hefði Marin reynt það fyrir fall stjórnarinnar hefði hann næstum örugglega endað í fangelsi. Tíu árum eftir fall kommúnismans, árið 1999, færðist draumur Marins nær raunveruleikanum. Þegar hann horfði á úrslitaleikinn í Barcelona, þar sem UNited vann dramatískan endurkomusigur með tveimur mörkum í uppbótatíma, lofaði hann sjálfum sér: Ef United tækist að snúa leiknum við myndi hann gera hvað sem er til að breyta nafni sínu. Marin fór til lögfræðings daginn eftir og þar með hófst löng og ströng barátta. Hann varð að umtalsefni í bænum, síðan að alþjóðlegri stjörnu, en fimmtán ár af vonbrigðum í réttarsalnum biðu hans. Ósk Marins var upphaflega hafnað af höfundarréttarástæðum. Síðan úrskurðaði dómari að hann gæti breytt fyrra nafni sínu í Manchester en ekki notað United sem opinbert eftirnafn. „Ég vil ekki heita eftir borg í Englandi. Ég vil bera nafn uppáhalds fótboltafélagsins míns,“ sagði Marin fyrir rétti. Baráttan hélt áfram. Árið 2011 gerði heimildarmyndateymi draum Marins um að heimsækja Old Trafford að veruleika og þar hitti hann meira að segja Dimitar Berbatov, búlgarska framherjann sem lék með United á þeim tíma. Marin húðflúraði merki United á ennið á sér til að mótmæla úrskurðum dómstóla og á síðustu árum sínum varð erfiðara og erfiðara fyrir hann að halda áfram lagabaráttu sinni. Atvinnutækifæri voru af skornum skammti og hann missti móður sína úr Covid-19. En einhvern veginn fann hann leið. Hann var fæddur kaþólskur en lét skíra sig í rétttrúnaðarkirkju undir nafninu Manchester United Zdravkov Levidzhov. „Að minnsta kosti mun Guð þekkja mig undir mínu rétta nafni,“ sagði hann. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Enski boltinn Mest lesið Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjá meira
Levidzhov komst í fréttirnar á sínum tíma fyrir baráttu sína fyrir að breyta um nafn. Levidzhov sóttist þó ekki að breyta nafni sínu í nafn einnar af stjörnum uppáhaldsliðsins. Hann vildi hreinlega breyta nafni sínu í nafn félagsins. Guardian segir frá því að Levidzhov hafi látist í vikunni 62 ára að aldri. Levidzhov ólst upp í Búlgaríu á tímum kommúnismans, dýrkaði fótbolta og dreymdi um að breyta nafni sínu í Manchester United. Hefði Marin reynt það fyrir fall stjórnarinnar hefði hann næstum örugglega endað í fangelsi. Tíu árum eftir fall kommúnismans, árið 1999, færðist draumur Marins nær raunveruleikanum. Þegar hann horfði á úrslitaleikinn í Barcelona, þar sem UNited vann dramatískan endurkomusigur með tveimur mörkum í uppbótatíma, lofaði hann sjálfum sér: Ef United tækist að snúa leiknum við myndi hann gera hvað sem er til að breyta nafni sínu. Marin fór til lögfræðings daginn eftir og þar með hófst löng og ströng barátta. Hann varð að umtalsefni í bænum, síðan að alþjóðlegri stjörnu, en fimmtán ár af vonbrigðum í réttarsalnum biðu hans. Ósk Marins var upphaflega hafnað af höfundarréttarástæðum. Síðan úrskurðaði dómari að hann gæti breytt fyrra nafni sínu í Manchester en ekki notað United sem opinbert eftirnafn. „Ég vil ekki heita eftir borg í Englandi. Ég vil bera nafn uppáhalds fótboltafélagsins míns,“ sagði Marin fyrir rétti. Baráttan hélt áfram. Árið 2011 gerði heimildarmyndateymi draum Marins um að heimsækja Old Trafford að veruleika og þar hitti hann meira að segja Dimitar Berbatov, búlgarska framherjann sem lék með United á þeim tíma. Marin húðflúraði merki United á ennið á sér til að mótmæla úrskurðum dómstóla og á síðustu árum sínum varð erfiðara og erfiðara fyrir hann að halda áfram lagabaráttu sinni. Atvinnutækifæri voru af skornum skammti og hann missti móður sína úr Covid-19. En einhvern veginn fann hann leið. Hann var fæddur kaþólskur en lét skíra sig í rétttrúnaðarkirkju undir nafninu Manchester United Zdravkov Levidzhov. „Að minnsta kosti mun Guð þekkja mig undir mínu rétta nafni,“ sagði hann. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Enski boltinn Mest lesið Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjá meira