„Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Partýbúðin 22. október 2025 11:31 Risastór dreki tekur vel á móti gestum Partýbúðarinnar. Nú styttist í Hrekkjavökuna, eina stærstu skemmtun ársins. Í Partýbúðinni finnur þú allt fyrir Hrekkjavökupartýið! Það er óhætt að segja að hrekkjavakan sé orðin ein stærsta og skemmtilegasta hátíð ársins og vafalaust finna fáir jafn mikið fyrir því og starfsfólk Partýbúðarinnar í Skeifunni. Þar er stemningin komin á fullt og allt undirlagt draugum, skrímslum og búningum af öllum stærðum og gerðum. „Við byrjuðum að undirbúa hrekkjavökuna fyrir mörgum mánuðum síðan, enda er þetta annasamasti tími ársins hjá okkur,“ segir Halla Ýr Albertsdóttir, rekstrarstjóri Partýbúðarinnar. „Það er alveg mögnuð stemning í búðinni þessa dagana – bæði hjá viðskiptavinum og starfsfólki.“ Hrekkjavakan stækkar ár frá ári Halla segir að hrekkjavakan hafi stækkað mjög mikið síðustu ár og að Íslendingar leggi sífellt meira upp úr skreytingum og stemningu. „Það er orðið mjög algengt að fólk skreyti heimili sín hátt og lágt, sérstaklega garðana og útirýmin,“ segir hún. „Við sjáum líka að fleiri fullorðnir halda hrekkjavökupartý, bæði vinahópar og fyrirtæki, þar sem allir mæta í búningum. Leikskólar, grunnskólar og félagsmiðstöðvar halda líka hrekkjavökuböll, þannig að hrekkjavakan er rækilega búin að stimpla sinn í partýdagskrá landsmanna.“ Einnig hefur aukist að afmælisbörn októbermánaðar haldi hrekkjavökuafmæli, þar sem búningar og skraut spila stórt hlutverk. „Það er ótrúlega skemmtilegt að sjá hvað fólk hefur gaman af þessu og má í raun segja að hrekkjavakan sé ekki lengur bara einn dagur heldur nær hún yfir mun lengra tímabil,“ segir Halla. Partýbúðin er á tveimur hæðum og er neðri hæðin stútfull af fjölbreyttum vörum. Dreki, draugar og djöflar Það þarf ekki annað en að stíga út úr bílnum á bílastæðinu til að átta sig á því að hér er ekki um venjulega verslun að ræða. „Strax fyrir utan tekur risastór dreki á móti gestum,“ segir Halla. „Það setur strax tóninn fyrir upplifunina sem bíður innan dyra.“ Nóg af blóði fyrir alla! Inni í búðinni taka svo á móti viðskiptavinum fjöldi fígúra, skrímsla og alls kyns hryllilegra hluta sem fylla rýmið. „Það er eiginlega ómögulegt að labba í gegnum búðina án þess að stoppa og skoða. Enda er þetta engin venjuleg verslun á þessum árstíma heldur upplifun af bestu gerð.“ Yfir 2000 búningar og blóð fyrir alla Á neðri hæðinni er svo sannkallað búningaríki Íslands. „Þar má finna yfir tvö þúsund ólíka búninga, fyrir börn, fullorðna og jafnvel hunda,“ segir Halla og hlær. „Við leggjum metnað í að hafa eitthvað fyrir alla. Hvort sem fólk vill vera hrollvekjandi, fyndið eða bara glæsilegt á hrekkjavökuna, þá finnur það búninginn hjá okkur.“ Partýbúðin er einnig vel birg af alls kyns aukahlutum eins og hárkollum, skrauti, förðunarvörum og gerviblóði. „Við segjum stundum í gríni að við eigum meira blóð en blóðbankinn og það er eiginlega rétt!“ segir Halla kímin. Þurrís æsir upp stemninguna Þeir sem vilja taka stemninguna alla leið geta keypt þurrís í Partýbúðinni. „Þegar hann er settur í vatn myndast mikil gufa sem skapar ógnvekjandi og eftirminnilega stemningu í partýinu,“ útskýrir Halla. Síðustu dagana fyrir hrekkjavöku klæðist allt starfsfólkið búningum og þjónustan er í toppstandi þrátt fyrir álagið. „Við afgreiðum pantanir samdægurs í netversluninni og það er alltaf nóg af bílastæðum hér í Skeifunni fyrir þá sem vilja koma og skoða úrvalið á staðnum,“ segir hún. Gleymum ekki afmælisbörnunum Þrátt fyrir að hrekkjavakan sé í brennidepli um þessar mundir gleymir Partýbúðin ekki hefðbundnum afmælisbörnum. „Við erum líka með mjög mikið úrval af afmælisskrauti, trúlega það mesta á landinu,“ segir Halla. „Og hjá okkur þarf aldrei að panta helíumblöðrur. Það er bara nóg að mæta til okkar og við afgreiðum þær á staðnum á meðan þú bíður.“ Partýbúðin hefur verið leiðandi í partývörum og búningum í áratugi og heldur áfram að auka úrvalið ár frá ári. „Við viljum að fólk hafi gaman og finni stemninguna, hvort sem það er að undirbúa hrekkjavöku, afmæli eða aðra hátíð,“ segir Halla að lokum. Skoðaðu úrvalið á vef Partýbúðarinnar og á Instagram. Boðið verður upp á sérstaka kvöldopnun kringum hrekkjavökuna: 23. - 24. október (fimmtudagur og föstudagur): Opið til kl. 21. 25. - 26. október (laugardagur og sunnudagur): Opið kl. 11 - 18. 27. - 31. október (mánudag til föstudags): Opið til kl. 21. 1. - 2. nóvember (laugardagur og sunnudagur): Opið kl. 11-18. Hrekkjavökugleði næsta laugardag: Laugardaginn 25. október verður sérstök hrekkjavökugleði í Partýbúðinni: * Afslættir af völdu hrekkjavökuskrauti * Lukkuhjól. * Happdrætti. * Sýnikennsla á sárum. * Haribo bangsinn og vinir hans gefa börnum nammi kl. 14 - 15. * Happy hour fyrir fullorðna fólkið kl. 16 – 18. * Útvarpsstöðin K100 verður með beina útsendingu kl. 14-15. Hrekkjavaka Grín og gaman Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Sjá meira
„Við byrjuðum að undirbúa hrekkjavökuna fyrir mörgum mánuðum síðan, enda er þetta annasamasti tími ársins hjá okkur,“ segir Halla Ýr Albertsdóttir, rekstrarstjóri Partýbúðarinnar. „Það er alveg mögnuð stemning í búðinni þessa dagana – bæði hjá viðskiptavinum og starfsfólki.“ Hrekkjavakan stækkar ár frá ári Halla segir að hrekkjavakan hafi stækkað mjög mikið síðustu ár og að Íslendingar leggi sífellt meira upp úr skreytingum og stemningu. „Það er orðið mjög algengt að fólk skreyti heimili sín hátt og lágt, sérstaklega garðana og útirýmin,“ segir hún. „Við sjáum líka að fleiri fullorðnir halda hrekkjavökupartý, bæði vinahópar og fyrirtæki, þar sem allir mæta í búningum. Leikskólar, grunnskólar og félagsmiðstöðvar halda líka hrekkjavökuböll, þannig að hrekkjavakan er rækilega búin að stimpla sinn í partýdagskrá landsmanna.“ Einnig hefur aukist að afmælisbörn októbermánaðar haldi hrekkjavökuafmæli, þar sem búningar og skraut spila stórt hlutverk. „Það er ótrúlega skemmtilegt að sjá hvað fólk hefur gaman af þessu og má í raun segja að hrekkjavakan sé ekki lengur bara einn dagur heldur nær hún yfir mun lengra tímabil,“ segir Halla. Partýbúðin er á tveimur hæðum og er neðri hæðin stútfull af fjölbreyttum vörum. Dreki, draugar og djöflar Það þarf ekki annað en að stíga út úr bílnum á bílastæðinu til að átta sig á því að hér er ekki um venjulega verslun að ræða. „Strax fyrir utan tekur risastór dreki á móti gestum,“ segir Halla. „Það setur strax tóninn fyrir upplifunina sem bíður innan dyra.“ Nóg af blóði fyrir alla! Inni í búðinni taka svo á móti viðskiptavinum fjöldi fígúra, skrímsla og alls kyns hryllilegra hluta sem fylla rýmið. „Það er eiginlega ómögulegt að labba í gegnum búðina án þess að stoppa og skoða. Enda er þetta engin venjuleg verslun á þessum árstíma heldur upplifun af bestu gerð.“ Yfir 2000 búningar og blóð fyrir alla Á neðri hæðinni er svo sannkallað búningaríki Íslands. „Þar má finna yfir tvö þúsund ólíka búninga, fyrir börn, fullorðna og jafnvel hunda,“ segir Halla og hlær. „Við leggjum metnað í að hafa eitthvað fyrir alla. Hvort sem fólk vill vera hrollvekjandi, fyndið eða bara glæsilegt á hrekkjavökuna, þá finnur það búninginn hjá okkur.“ Partýbúðin er einnig vel birg af alls kyns aukahlutum eins og hárkollum, skrauti, förðunarvörum og gerviblóði. „Við segjum stundum í gríni að við eigum meira blóð en blóðbankinn og það er eiginlega rétt!“ segir Halla kímin. Þurrís æsir upp stemninguna Þeir sem vilja taka stemninguna alla leið geta keypt þurrís í Partýbúðinni. „Þegar hann er settur í vatn myndast mikil gufa sem skapar ógnvekjandi og eftirminnilega stemningu í partýinu,“ útskýrir Halla. Síðustu dagana fyrir hrekkjavöku klæðist allt starfsfólkið búningum og þjónustan er í toppstandi þrátt fyrir álagið. „Við afgreiðum pantanir samdægurs í netversluninni og það er alltaf nóg af bílastæðum hér í Skeifunni fyrir þá sem vilja koma og skoða úrvalið á staðnum,“ segir hún. Gleymum ekki afmælisbörnunum Þrátt fyrir að hrekkjavakan sé í brennidepli um þessar mundir gleymir Partýbúðin ekki hefðbundnum afmælisbörnum. „Við erum líka með mjög mikið úrval af afmælisskrauti, trúlega það mesta á landinu,“ segir Halla. „Og hjá okkur þarf aldrei að panta helíumblöðrur. Það er bara nóg að mæta til okkar og við afgreiðum þær á staðnum á meðan þú bíður.“ Partýbúðin hefur verið leiðandi í partývörum og búningum í áratugi og heldur áfram að auka úrvalið ár frá ári. „Við viljum að fólk hafi gaman og finni stemninguna, hvort sem það er að undirbúa hrekkjavöku, afmæli eða aðra hátíð,“ segir Halla að lokum. Skoðaðu úrvalið á vef Partýbúðarinnar og á Instagram. Boðið verður upp á sérstaka kvöldopnun kringum hrekkjavökuna: 23. - 24. október (fimmtudagur og föstudagur): Opið til kl. 21. 25. - 26. október (laugardagur og sunnudagur): Opið kl. 11 - 18. 27. - 31. október (mánudag til föstudags): Opið til kl. 21. 1. - 2. nóvember (laugardagur og sunnudagur): Opið kl. 11-18. Hrekkjavökugleði næsta laugardag: Laugardaginn 25. október verður sérstök hrekkjavökugleði í Partýbúðinni: * Afslættir af völdu hrekkjavökuskrauti * Lukkuhjól. * Happdrætti. * Sýnikennsla á sárum. * Haribo bangsinn og vinir hans gefa börnum nammi kl. 14 - 15. * Happy hour fyrir fullorðna fólkið kl. 16 – 18. * Útvarpsstöðin K100 verður með beina útsendingu kl. 14-15.
Boðið verður upp á sérstaka kvöldopnun kringum hrekkjavökuna: 23. - 24. október (fimmtudagur og föstudagur): Opið til kl. 21. 25. - 26. október (laugardagur og sunnudagur): Opið kl. 11 - 18. 27. - 31. október (mánudag til föstudags): Opið til kl. 21. 1. - 2. nóvember (laugardagur og sunnudagur): Opið kl. 11-18. Hrekkjavökugleði næsta laugardag: Laugardaginn 25. október verður sérstök hrekkjavökugleði í Partýbúðinni: * Afslættir af völdu hrekkjavökuskrauti * Lukkuhjól. * Happdrætti. * Sýnikennsla á sárum. * Haribo bangsinn og vinir hans gefa börnum nammi kl. 14 - 15. * Happy hour fyrir fullorðna fólkið kl. 16 – 18. * Útvarpsstöðin K100 verður með beina útsendingu kl. 14-15.
Hrekkjavaka Grín og gaman Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Sjá meira