Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2025 08:47 Hægt er að spila stærðarinnar orrustur í BF6 þar sem óreiðan getur verið mikil. EA Þó ég hafi átt mjög mismunandi daga í Battlefield 6 er ég ánægður með leikinn og vongóður um að ég muni spila hann mikið. Starfsmenn EA hafa fangað vel það sem fékk mann til að elska þessa leiki í „gamla daga“. Svo hjálpar til að ég hef ekki einu sinni verið drepinn af Nicki Minaj eða einhverjum skoppandi Múmínálfi. Battlefield 6 er auðvitað fjölspilunarleikur þar sem spilarar geta tekið þátt í stærðarinnar orrustum eða barist í smærri hópum og á smærri kortum, eftir því hvernig stemningu þeir eru í. Óreiðan getur verið gífurlega mikil í stórum viðureignum, eins og Conquest og Breakthrough, sem er nákvæmlega það sem pantað var. Sprengjunum rignir niður og húsin skemmast mjög. Þá er skriðdrekum ekið yfir mann og handsprengjum kastað í hausinn á manni. Það er alltaf mikið fjör í Battlefield 6. Nema þegar liðin eru mjög ójöfn. Sem hefur gerst nokkrum sinnum hjá mér á undanförnum dögum. Þá verða viðureignirnar fljótt þreytandi. Ég og Sóli vinur minn höfum lent í því en ég vona að það séu ekki við sem höfum verið að draga liðin okkar niður. Það er líka hægt að spila leikinn einn með sjálfum sér, í einspilunarhluta hans, sem tekur nokkrar klukkustundir að spila. Sá hluti leiksins er tiltölulega beisik og eiginlega bara þjálfun þar sem óvinirnir eru eiginlega bara þarna til að vera sallaðir niður á sjónrænan hátt. Þessum hluta leiksins er einnig ætlað að varpa ljósi á söguheiminn en annars held ég að það sé lítill tilgangur í að tala um hann. Talandi um söguheiminn, þá gerist leikurinn árið 2027. Fjölmörg ríki Evrópu hafa yfirgefið NATO og tómarúmið hefur verið fyllt af PAX Armada. Það er risastór málaliðahópur og eru leiðtogar hans staðráðnir í að setja mark sitt á heiminn. Góðu karlarnir í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar (aðallega í Bandaríkjunum) vilja það ekki. „Back to basics“ Það er orðið nokkuð langt síðan ég sökkti mér síðast almennilega í Battlefield leik. Síðasti Battlefield leikur sem ég spilaði var 2042, sem er eðlilegt miðað við að það er sá leikur sem kom síðast út. Hann olli mér og mörgum öðrum töluverðum vonbrigðum. Ég gerði nokkrar tilraunir til að spila leikinn frá því hann kom út í lok árs 2021 en hann fangaði mig aldrei. Sjá einnig: Ókláraður og á köflum óspilandi Annars hef ég eflaust varið hundruðum ef ekki þúsundum klukkustunda í að spila fyrri leikina. Það er að segja Battlefield V, Battlefield One og Battlefield IV. Bad Company leikina líka en Hardline spilaði ég ekki mikið, ekki frekar en flestir aðrir. Þetta voru næstum því allt sturlaðir leikir ég mun sjaldan gleyma augnablikinu þegar ég áttaði mig á því að þessir leikir væru öðruvísi. Þá var ég að spila fyrri Bad Company leikinn og hafði leitað mér skjóls í húsi. Þaðan skaut ég út um glugga og felldi marga drullusokka, þar til skriðdreka var ekið bókstaflega í gegnum húsið og í leiðinni yfir mig. Þetta hafði maður ekki séð áður. Þessi nýi leikur, Battlefield 6, er að miklu leyti „back to basics“ hjá EA, sem er mjög jákvætt. Mest allt umhverfi BF6 getur skemmst en þó virðast skemmdirnar minni en í fyrri leikjum.EA Ég er samt ekki frá því að skemmdirnar sem hægt er að valda í BF6 séu að of miklu leyti yfirborðskenndar. Mér finnst eins og það vanti gígana sem mynduðust í jörðina í BFV og BF1 og sömuleiðis standa húsin mun betur en þau gerðu. Maður skýtur kannski úr skriðdreka á útvegg lítils húss og það eina sem gerist er að lítill hluti veggsins hrynur. Manni finnst eins og húsið allt ætti að fokka sér til húsahimna. Tek samt fram að þetta er enn bara tilfinning hjá mér. Ég er ekki enn kominn með C4 til að prófa þetta almennilega. Áhugavert vopnakerfi EA býður að þessu sinni upp á nokkra spilunarmöguleika í Battlefield 6. Þeir sem bjóða upp á stórar orrustur eru Rush, Conquest, Breakthrough og Portal. Þar berjast allt að 64 spilarar um yfirráð á stórum kortum á tveimur jafnfljótum, skriðdrekum eða flugvélum og þyrlum, svo eitthvað sé nefnt. Svo eru nokkrir leikir sem bjóða upp á smærri orrustur fótgönguliða. Það eru Escalation, Deathmatch, Domination og King of the Hill. Frekari upplýsingar um þessa hluta BF6 má finna hér. Þá komum við að góðu skrefi afturábak sem tekið var hjá EA. Það eru „classar“ svo maður leyfi sér að sletta aðeins. Þeir eru fjórir: Assault (skjóta kalla í návígi), Engineer (skjóta skriðdreka og flugvélar), Support (hjálpa félögum) og Recon (Skjóta drullusokka á færi). Spilarar geta gert breytingar á þessum klössum og látið þá henta því hvernig þeir vilja spila. Hægt er að velja vopn og gera breytingar á þeim en vopnakerfið þykir mér nokkuð áhugavert en hægt er að tala um það sem nokkurskonar samblöndu gamla Battlefield-kerfisins og COD-kerfisins. Eins og gengur og gerist í leikjum sem þessum fær maður nýja hluti til að setja á byssur, því meira sem maður notar þær. Það er þó ekki hægt að fylla byssurnar af bestu íhlutunum, þar sem hver íhlutur kostar tiltekinn fjölda stiga og maður hefur takmörkuð stig til að nota við byssur. Þetta felur í sér að leikurinn verður ekki þannig að allir verða með nákvæmlega eins byssur, heldur verða spilarar með þær byssur sem þeim finnst henta þeim. Það er að segja, ef þetta skilar sér þannig og það verður áhugavert að fylgjast með því. Ofan á þetta hafa forsvarsmenn EA heitið því að bjóða í framtíðinni upp á einskonar „Battle Royale“, þar sem einn spilarar eða nokkrir í teymi berjast gegn öðrum um það að standa einir eftir, eins og Warzone og PUBG. Hljóðið stendur upp úr BF6 lúkkar mjög vel eins og þessir leikir hafa eiginlega alltaf gert. Allt umhverfi lítur vel út og það lítur sérstaklega vel út þegar þetta flotta umhverfi fer í rúst. Mér finnst hljóðið þó standa upp úr. Þegar kúlurnar fara að fljúga yfir og í hausinn á manni herpist maður allur saman. Þyrlurnar fljúga yfir og skriðdrekarnir keyra hjá og allt skilar sér þetta mjög vel í eyrun á manni. Maður heyrir ekkert sérstaklega vel í óvinum hlaupa um en það þykir mér ekki óeðlilegt miðað við lætin sem eru að eiga sér stað þarna. Kort leiksins hefur mér einnig þótt hin fínustu, að mestu leyti. Þau eru temmilega full af sjitti til að fela sig á bakvið, annað en 2042, og bjóða oftar en ekki upp á fínar leiðir til að reyna að komast í hliðina á óvinum sínum ef beina áhlaupið er að klikka, sem það virðist oftar en ekki gera. Það er þó enn pirrandi þegar sumir spilarar taka sér skriðdreka og halda sér svo bara baka til og hjálpa ekki liðinu almennilega. Þetta á einnig við fjölda gaura sem velja sér Recon og hjálpa ekki við að reyna að ná sigrinum. Þessu hef ég reyndar pirrað mig á í bókstaflega öllum þessum leikjum. Ég hef verið að spila BF6 á PS5 Pro og hef ekki orðið var við einhverja galla til að tala um, enn sem komið er. Það hefur mér þótt merkilega jákvætt og þá sérstaklega miðað við stöðuna á BF2042 þegar hann kom fyrst út. Þó maður sé um borð í þyrlu er maður alls ekki öruggur.EA Samantekt-ish Það er ekki verið að taka neina sénsa með Battlefield 6, sem er svo sem ágætt. Þetta er í grunninn bara Battlefield upp á sitt besta og ég er mjög ánægður með það. Það er eitthvað svo hressandi við þennan leik og að upplifa gamla andann, hasarinn og óreiðuna. Fjórar stjörnur, allan daginn! Ég verð líka að viðurkenna að ég hef þjáðst af töluverðri COD-þreytu að undanförnu og BF6 er að hjálpa mér mjög með það. Battlefield er miklu jarðbundnari leikur og ég vona svo innilega að hann muni haldast þannig. Það er að segja, að EA fari ekki að gera spilurum kleift að spila sem einhverjar ofurhetjur eða logandi beinagrindur og að hreyfingar spilara verði ekki leiðinlega hraðar og pirrandi. Eflaust verður reynt að selja okkur eitthvað seinna meir en vonandi helst þessi jarðtenging. Leikjadómar Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Fleiri fréttir Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Battlefield 6 er auðvitað fjölspilunarleikur þar sem spilarar geta tekið þátt í stærðarinnar orrustum eða barist í smærri hópum og á smærri kortum, eftir því hvernig stemningu þeir eru í. Óreiðan getur verið gífurlega mikil í stórum viðureignum, eins og Conquest og Breakthrough, sem er nákvæmlega það sem pantað var. Sprengjunum rignir niður og húsin skemmast mjög. Þá er skriðdrekum ekið yfir mann og handsprengjum kastað í hausinn á manni. Það er alltaf mikið fjör í Battlefield 6. Nema þegar liðin eru mjög ójöfn. Sem hefur gerst nokkrum sinnum hjá mér á undanförnum dögum. Þá verða viðureignirnar fljótt þreytandi. Ég og Sóli vinur minn höfum lent í því en ég vona að það séu ekki við sem höfum verið að draga liðin okkar niður. Það er líka hægt að spila leikinn einn með sjálfum sér, í einspilunarhluta hans, sem tekur nokkrar klukkustundir að spila. Sá hluti leiksins er tiltölulega beisik og eiginlega bara þjálfun þar sem óvinirnir eru eiginlega bara þarna til að vera sallaðir niður á sjónrænan hátt. Þessum hluta leiksins er einnig ætlað að varpa ljósi á söguheiminn en annars held ég að það sé lítill tilgangur í að tala um hann. Talandi um söguheiminn, þá gerist leikurinn árið 2027. Fjölmörg ríki Evrópu hafa yfirgefið NATO og tómarúmið hefur verið fyllt af PAX Armada. Það er risastór málaliðahópur og eru leiðtogar hans staðráðnir í að setja mark sitt á heiminn. Góðu karlarnir í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar (aðallega í Bandaríkjunum) vilja það ekki. „Back to basics“ Það er orðið nokkuð langt síðan ég sökkti mér síðast almennilega í Battlefield leik. Síðasti Battlefield leikur sem ég spilaði var 2042, sem er eðlilegt miðað við að það er sá leikur sem kom síðast út. Hann olli mér og mörgum öðrum töluverðum vonbrigðum. Ég gerði nokkrar tilraunir til að spila leikinn frá því hann kom út í lok árs 2021 en hann fangaði mig aldrei. Sjá einnig: Ókláraður og á köflum óspilandi Annars hef ég eflaust varið hundruðum ef ekki þúsundum klukkustunda í að spila fyrri leikina. Það er að segja Battlefield V, Battlefield One og Battlefield IV. Bad Company leikina líka en Hardline spilaði ég ekki mikið, ekki frekar en flestir aðrir. Þetta voru næstum því allt sturlaðir leikir ég mun sjaldan gleyma augnablikinu þegar ég áttaði mig á því að þessir leikir væru öðruvísi. Þá var ég að spila fyrri Bad Company leikinn og hafði leitað mér skjóls í húsi. Þaðan skaut ég út um glugga og felldi marga drullusokka, þar til skriðdreka var ekið bókstaflega í gegnum húsið og í leiðinni yfir mig. Þetta hafði maður ekki séð áður. Þessi nýi leikur, Battlefield 6, er að miklu leyti „back to basics“ hjá EA, sem er mjög jákvætt. Mest allt umhverfi BF6 getur skemmst en þó virðast skemmdirnar minni en í fyrri leikjum.EA Ég er samt ekki frá því að skemmdirnar sem hægt er að valda í BF6 séu að of miklu leyti yfirborðskenndar. Mér finnst eins og það vanti gígana sem mynduðust í jörðina í BFV og BF1 og sömuleiðis standa húsin mun betur en þau gerðu. Maður skýtur kannski úr skriðdreka á útvegg lítils húss og það eina sem gerist er að lítill hluti veggsins hrynur. Manni finnst eins og húsið allt ætti að fokka sér til húsahimna. Tek samt fram að þetta er enn bara tilfinning hjá mér. Ég er ekki enn kominn með C4 til að prófa þetta almennilega. Áhugavert vopnakerfi EA býður að þessu sinni upp á nokkra spilunarmöguleika í Battlefield 6. Þeir sem bjóða upp á stórar orrustur eru Rush, Conquest, Breakthrough og Portal. Þar berjast allt að 64 spilarar um yfirráð á stórum kortum á tveimur jafnfljótum, skriðdrekum eða flugvélum og þyrlum, svo eitthvað sé nefnt. Svo eru nokkrir leikir sem bjóða upp á smærri orrustur fótgönguliða. Það eru Escalation, Deathmatch, Domination og King of the Hill. Frekari upplýsingar um þessa hluta BF6 má finna hér. Þá komum við að góðu skrefi afturábak sem tekið var hjá EA. Það eru „classar“ svo maður leyfi sér að sletta aðeins. Þeir eru fjórir: Assault (skjóta kalla í návígi), Engineer (skjóta skriðdreka og flugvélar), Support (hjálpa félögum) og Recon (Skjóta drullusokka á færi). Spilarar geta gert breytingar á þessum klössum og látið þá henta því hvernig þeir vilja spila. Hægt er að velja vopn og gera breytingar á þeim en vopnakerfið þykir mér nokkuð áhugavert en hægt er að tala um það sem nokkurskonar samblöndu gamla Battlefield-kerfisins og COD-kerfisins. Eins og gengur og gerist í leikjum sem þessum fær maður nýja hluti til að setja á byssur, því meira sem maður notar þær. Það er þó ekki hægt að fylla byssurnar af bestu íhlutunum, þar sem hver íhlutur kostar tiltekinn fjölda stiga og maður hefur takmörkuð stig til að nota við byssur. Þetta felur í sér að leikurinn verður ekki þannig að allir verða með nákvæmlega eins byssur, heldur verða spilarar með þær byssur sem þeim finnst henta þeim. Það er að segja, ef þetta skilar sér þannig og það verður áhugavert að fylgjast með því. Ofan á þetta hafa forsvarsmenn EA heitið því að bjóða í framtíðinni upp á einskonar „Battle Royale“, þar sem einn spilarar eða nokkrir í teymi berjast gegn öðrum um það að standa einir eftir, eins og Warzone og PUBG. Hljóðið stendur upp úr BF6 lúkkar mjög vel eins og þessir leikir hafa eiginlega alltaf gert. Allt umhverfi lítur vel út og það lítur sérstaklega vel út þegar þetta flotta umhverfi fer í rúst. Mér finnst hljóðið þó standa upp úr. Þegar kúlurnar fara að fljúga yfir og í hausinn á manni herpist maður allur saman. Þyrlurnar fljúga yfir og skriðdrekarnir keyra hjá og allt skilar sér þetta mjög vel í eyrun á manni. Maður heyrir ekkert sérstaklega vel í óvinum hlaupa um en það þykir mér ekki óeðlilegt miðað við lætin sem eru að eiga sér stað þarna. Kort leiksins hefur mér einnig þótt hin fínustu, að mestu leyti. Þau eru temmilega full af sjitti til að fela sig á bakvið, annað en 2042, og bjóða oftar en ekki upp á fínar leiðir til að reyna að komast í hliðina á óvinum sínum ef beina áhlaupið er að klikka, sem það virðist oftar en ekki gera. Það er þó enn pirrandi þegar sumir spilarar taka sér skriðdreka og halda sér svo bara baka til og hjálpa ekki liðinu almennilega. Þetta á einnig við fjölda gaura sem velja sér Recon og hjálpa ekki við að reyna að ná sigrinum. Þessu hef ég reyndar pirrað mig á í bókstaflega öllum þessum leikjum. Ég hef verið að spila BF6 á PS5 Pro og hef ekki orðið var við einhverja galla til að tala um, enn sem komið er. Það hefur mér þótt merkilega jákvætt og þá sérstaklega miðað við stöðuna á BF2042 þegar hann kom fyrst út. Þó maður sé um borð í þyrlu er maður alls ekki öruggur.EA Samantekt-ish Það er ekki verið að taka neina sénsa með Battlefield 6, sem er svo sem ágætt. Þetta er í grunninn bara Battlefield upp á sitt besta og ég er mjög ánægður með það. Það er eitthvað svo hressandi við þennan leik og að upplifa gamla andann, hasarinn og óreiðuna. Fjórar stjörnur, allan daginn! Ég verð líka að viðurkenna að ég hef þjáðst af töluverðri COD-þreytu að undanförnu og BF6 er að hjálpa mér mjög með það. Battlefield er miklu jarðbundnari leikur og ég vona svo innilega að hann muni haldast þannig. Það er að segja, að EA fari ekki að gera spilurum kleift að spila sem einhverjar ofurhetjur eða logandi beinagrindur og að hreyfingar spilara verði ekki leiðinlega hraðar og pirrandi. Eflaust verður reynt að selja okkur eitthvað seinna meir en vonandi helst þessi jarðtenging.
Leikjadómar Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Fleiri fréttir Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira