„Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. október 2025 14:28 Ósk Gunnars og Aron Þór Leifsson trúlofuðu sig í annað sinn í maraþoninu í Chicago. Aðsend „Tilfinningin var ólýsanleg,“ segir markaðs- og viðburðastýran Ósk Gunnarsdóttir sem átti vægast sagt viðburðaríka helgi í Chicago þar sem hún tók þátt í maraþoni sem endaði með trúlofun. Ósk Gunnarsdóttir og hennar heittelskaði Aron Þór Leifsson eru nú þegar gift og gengu í hjónaband í samkomutakmörkunum í Covid. Aron Þór vildi biðja ástinnar sinnar aftur með stæl og trúlofunarhringurinn var sömuleiðis orðinn of stór á hana þannig þetta var tilvalin stund fyrir endur-trúlofun. „Ég er búin að vera að böggast á því að ég þyrfti nýjan hring því gamli er alltof stór,“ segir Ósk kímin. Koss í Chicago.Aðsend Hjónin elska að hlaupa og voru bæði að hlaupa sinn besta tíma í maraþoninu í Chicago. „Ég kom í mark í hamingjukasti vitandi að ég var að slá persónulegt met og ég vissi að hann væri líka að slá sitt met. Hann beið eftir mér í markinu og mætir mér um leið og ég kem, leyfir mér að taka sigurinn smá inn og sækja medalíuna en svo bara fer hann á skeljarnar og ég fékk áfall. Þegar ég hélt að hamingjan gæti ekki verið meiri þá gerir hann þetta. Ég hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu,“ segir Ósk, svífandi um á bleiku skýi. Hjónin slóu bæði sitt persónulega met.Aðsend Hún segir ferðina auðvitað algjörlega ógleymanlega. „Við erum bara bæði nýlega byrjuð að hreyfa okkur svona mikið svo að svona ferðir eru klárlega það sem koma skal. Við höfum farið erlendis áður að hlaupa maraþon og Aron keppti í hálfum járnkarli í sumar. Djammferðir eru úr sögunni, núna ferðumst við til borga með eitthvað svona markmið í huga. Þetta er klárlega eftirminnilegasta hlaupið hingað til, meiri sigur og hamingja fyrir mig heldur en að hlaupa 240 km í bakgarðinum,“ segir Ósk brosandi út að eyrum að lokum. Hún birti þessa stórkostlegu stund á TikTok aðgangi sínum og myndbandið hefur algjörlega slegið í gegn, yfir 70 þúsund manns hafa horft á það og þúsundir líkað við færsluna. @oskipants Chicago Marathon PR and proposal❤️ Travelled from Iceland with the ring, then ran with the ring😭 #chicagomaraton2025 #proposal #foryou #fyrirþig #fyrirþigsíða ♬ original sound - Ósk Gunnarsdóttir Ástin og lífið Trúlofun Tímamót Hlaup Bandaríkin Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Ósk Gunnarsdóttir og hennar heittelskaði Aron Þór Leifsson eru nú þegar gift og gengu í hjónaband í samkomutakmörkunum í Covid. Aron Þór vildi biðja ástinnar sinnar aftur með stæl og trúlofunarhringurinn var sömuleiðis orðinn of stór á hana þannig þetta var tilvalin stund fyrir endur-trúlofun. „Ég er búin að vera að böggast á því að ég þyrfti nýjan hring því gamli er alltof stór,“ segir Ósk kímin. Koss í Chicago.Aðsend Hjónin elska að hlaupa og voru bæði að hlaupa sinn besta tíma í maraþoninu í Chicago. „Ég kom í mark í hamingjukasti vitandi að ég var að slá persónulegt met og ég vissi að hann væri líka að slá sitt met. Hann beið eftir mér í markinu og mætir mér um leið og ég kem, leyfir mér að taka sigurinn smá inn og sækja medalíuna en svo bara fer hann á skeljarnar og ég fékk áfall. Þegar ég hélt að hamingjan gæti ekki verið meiri þá gerir hann þetta. Ég hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu,“ segir Ósk, svífandi um á bleiku skýi. Hjónin slóu bæði sitt persónulega met.Aðsend Hún segir ferðina auðvitað algjörlega ógleymanlega. „Við erum bara bæði nýlega byrjuð að hreyfa okkur svona mikið svo að svona ferðir eru klárlega það sem koma skal. Við höfum farið erlendis áður að hlaupa maraþon og Aron keppti í hálfum járnkarli í sumar. Djammferðir eru úr sögunni, núna ferðumst við til borga með eitthvað svona markmið í huga. Þetta er klárlega eftirminnilegasta hlaupið hingað til, meiri sigur og hamingja fyrir mig heldur en að hlaupa 240 km í bakgarðinum,“ segir Ósk brosandi út að eyrum að lokum. Hún birti þessa stórkostlegu stund á TikTok aðgangi sínum og myndbandið hefur algjörlega slegið í gegn, yfir 70 þúsund manns hafa horft á það og þúsundir líkað við færsluna. @oskipants Chicago Marathon PR and proposal❤️ Travelled from Iceland with the ring, then ran with the ring😭 #chicagomaraton2025 #proposal #foryou #fyrirþig #fyrirþigsíða ♬ original sound - Ósk Gunnarsdóttir
Ástin og lífið Trúlofun Tímamót Hlaup Bandaríkin Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira