Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. október 2025 20:03 Þessi glæsilega fjölskylda tók þátt í hátíðarhöldunum á Selfossi og á Eyrarbakka um helgina í þjóðbúningunum sínum en þau búa öll á Seltjarnarnesi. Yngst er Emma Þórey Sindradóttir, fimm ára, svo er það mamma hennar, sem heitir Kristbjörg Pálsdóttir og svo foreldrar hennar, sem eru þau Ásdís Björgvinsdóttir og Páll Árni Jónsson. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslenskir þjóðbúningar eru í mikilli tísku um þessar mundir enda mikil aðsókn að allskonar þjóðbúningasaumanámskeiðum. 23 ára strákur á Akureyri, sem hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig segir fátt skemmtilegra en að sitja við saumavélina og sauma búninga. Þjóðbúningar og skart“ var nafnið á þjóðbúningahátíð, sem fór fram á Selfossi og Eyrarbakka um helgina. Flestir þátttakendur mættu í sínu fallegum búningum og báru saman bækur sínar, skoðuðu sýningar og hlustuðu á fyrirlestra. Á Eyrarbakka var skemmtilega uppákoma í gær í 12 stiga hita en það var skrúðganga í þjóðbúningum með fornbíla í fararbroddi. Eftir gönguna var farið í Sjóminjasafnið á fyrirlestur um silfursjóði Byggðasafns Árnesinga. Níels Kristinn Ómarsson, sem er 23 ára og búsettur á Akureyri tók virkan þátt í helginni en hann hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig. „Þetta er svona klassíski íslenski herrabúningurinn, sem á aftur til að rekja til átjándu og sautjándu aldar og ég saumaði þennan búning með góðri aðstoð konu, sem ég þekki,“ segir Níels og bætir við. „Þetta eru svo merkilegar flíkur, sem forfeður okkur klæddust og mér finnst ég fá tengingu við fortíðina að vera í þessu.“ Níels Kristinn Ómarsson, 23 ára Akureyringur, sem saumaði þennan glæsilega búning á sig.Magnús Hlynur Hreiðarsson Arnór Róbertsson, sem er klæðskeri í Kópavogi hefur meira en nóg í að gera að sauma þjóðbúninga. „Ég er að sauma á mig eins og er en ætla svo að sauma einn á konuna mína þegar ég hef tíma fyrir það,“ segir hann. Hvað er maður lengi að sauma einn þjóðbúning? Ekki það lengi og ef þú ert ekkert að stoppa á milli þá getur þú kannski gert þetta á viku,“ segir Arnór. Arnór Róbertsson, klæðskeri, sem hefur nóg að gera.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er vinsælasti þjóðbúningurinn í dag? „Tuttugustu aldar upphluturinn er alltaf vinsælastur og bara lang mest saumað af þeim af því að við þekkjum þá búninga svo vel í gegnum alla tuttugustu öldina en eldri búningar eins og faldbúningar og skautbúningar hafa líka aukið vinsældir að sauma þá,“ segir Guðrún Hildur Rosenkjær, klæðskeri hjá Annríki. Guðrún Hildur Rosenkjær klæðskeri hjá Annríki og Almar Jensson, lyfjafræðingur, sem fjallaði um undanfarana, sem fóru vestur um haf 1870 en fyrirlesturinn fór fram á Eyrarbakka. Bæði hafa þau fengið fálkaorðuna fyrir sínu störf eins og sjá má á myndinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er alveg klárlega á uppleið enda er þjóðbúningarnir okkar arfleifð rétt eins og tungumálið okkar, þá er fatnaðurinn okkar arfleifð okkar,“ segir Eyrún Olsen Jensdóttir, sem var viðburðastjóri hátíðarinnar um helgina. Árborg Þjóðbúningar Akureyri Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Fleiri fréttir Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Sjá meira
Þjóðbúningar og skart“ var nafnið á þjóðbúningahátíð, sem fór fram á Selfossi og Eyrarbakka um helgina. Flestir þátttakendur mættu í sínu fallegum búningum og báru saman bækur sínar, skoðuðu sýningar og hlustuðu á fyrirlestra. Á Eyrarbakka var skemmtilega uppákoma í gær í 12 stiga hita en það var skrúðganga í þjóðbúningum með fornbíla í fararbroddi. Eftir gönguna var farið í Sjóminjasafnið á fyrirlestur um silfursjóði Byggðasafns Árnesinga. Níels Kristinn Ómarsson, sem er 23 ára og búsettur á Akureyri tók virkan þátt í helginni en hann hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig. „Þetta er svona klassíski íslenski herrabúningurinn, sem á aftur til að rekja til átjándu og sautjándu aldar og ég saumaði þennan búning með góðri aðstoð konu, sem ég þekki,“ segir Níels og bætir við. „Þetta eru svo merkilegar flíkur, sem forfeður okkur klæddust og mér finnst ég fá tengingu við fortíðina að vera í þessu.“ Níels Kristinn Ómarsson, 23 ára Akureyringur, sem saumaði þennan glæsilega búning á sig.Magnús Hlynur Hreiðarsson Arnór Róbertsson, sem er klæðskeri í Kópavogi hefur meira en nóg í að gera að sauma þjóðbúninga. „Ég er að sauma á mig eins og er en ætla svo að sauma einn á konuna mína þegar ég hef tíma fyrir það,“ segir hann. Hvað er maður lengi að sauma einn þjóðbúning? Ekki það lengi og ef þú ert ekkert að stoppa á milli þá getur þú kannski gert þetta á viku,“ segir Arnór. Arnór Róbertsson, klæðskeri, sem hefur nóg að gera.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er vinsælasti þjóðbúningurinn í dag? „Tuttugustu aldar upphluturinn er alltaf vinsælastur og bara lang mest saumað af þeim af því að við þekkjum þá búninga svo vel í gegnum alla tuttugustu öldina en eldri búningar eins og faldbúningar og skautbúningar hafa líka aukið vinsældir að sauma þá,“ segir Guðrún Hildur Rosenkjær, klæðskeri hjá Annríki. Guðrún Hildur Rosenkjær klæðskeri hjá Annríki og Almar Jensson, lyfjafræðingur, sem fjallaði um undanfarana, sem fóru vestur um haf 1870 en fyrirlesturinn fór fram á Eyrarbakka. Bæði hafa þau fengið fálkaorðuna fyrir sínu störf eins og sjá má á myndinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er alveg klárlega á uppleið enda er þjóðbúningarnir okkar arfleifð rétt eins og tungumálið okkar, þá er fatnaðurinn okkar arfleifð okkar,“ segir Eyrún Olsen Jensdóttir, sem var viðburðastjóri hátíðarinnar um helgina.
Árborg Þjóðbúningar Akureyri Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Fleiri fréttir Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Sjá meira