Fótbolti

Gerrard neitaði Rangers

Árni Jóhannsson skrifar
Steven Gerrard er sagður hafa neitað Glasgow Rangers. Það gekk vel síðast.
Steven Gerrard er sagður hafa neitað Glasgow Rangers. Það gekk vel síðast.

Steven Gerrard, fyrrum leikmaður Liverpool og fyrrum stjóri Glasgow Rangers mun ekki taka við Glasgow liðinu í annað sinn. BBC greinir frá því að viðræður hafi siglt í strand.

Rangers, með Grétar Rafn Steinsson fremstan í broddi fylkingar, hafði verið í viðræðum við sinn fyrrum stjóra eftir að Russell Martin var sagt upp fyrr í vikunni. Það hefur gengið brösulega undir hans stjórn og stuðningsmenn voru orðnir mjög óánægðir með störf Martin.

Gerrard hefur nú látið Rangers vita að hann vill ekki taka við liðinu aftur. Hann gerði Rangers að meisturum árið 2021. Það voru víst all mörg atriði sem honum þótti að til þess að hann myndi vilja taka aftur við.

Gerrard sagði í hlaðvarpsviðtali við Rio Ferdinand að hann vildi frekar taka við liðið sem væri á leiðinni í að berjast um titla þar sem það hentaði honum betur. Það lítur út fyrir að Rangers sé ekki nálægt því og því féllu viðræðurnar niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×