Handbolti

Fimm ís­lensk mörk í langþráðum sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísak Gústafsson bjó til fimm mörk fyrir sína menn í langþráðum sigri í dag.
Ísak Gústafsson bjó til fimm mörk fyrir sína menn í langþráðum sigri í dag. vísir/Anton

Íslendingaliðið Ringsted endaði langa bið eftir sigri í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Ringsted fagnaði þá fimm marka heimasigri á SonderjyskE í sjöundu umferð deildarinnar.

Ringsted vann leikinn 36-31 eftir að staðan var 16-16 í hálfleik. Leikmenn Ringsted kláruðu leikinn af svakakrafti en þeir skoruðu fimm síðustu mörk leiksins.

Þetta var fyrsti sigur Ringsted síðan í fyrstu umferð en uppskeran var bara eitt stig í síðustu fimm leikjum.

Íslensku strákarnir í liði Ringsted skoruðu saman fimm mörk í dag.

Ísak Gústafsson skoraði þrjú mörk úr skotum og var einnig með tvær stoðsendingar.

Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði tvö mörk úr fjórum skotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×