Handbolti

Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistara­deildinni

Sindri Sverrisson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson í leiknum við Pick Szeged í Barcelona í kvöld.
Viktor Gísli Hallgrímsson í leiknum við Pick Szeged í Barcelona í kvöld. GEtty/Javier Borrego

Tvö Íslendingalið fögnuðu sigri í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld en lið Pick Szeged var án Janusar Daða Smárasonar vegna meiðsla og varð að sætta sig við tap.

Pick Szeged tapaði 31-28 gegn Barcelona á Spáni og eru Börsungar þá í 3. sæti B-riðils með sex stig úr fjórum leikjum, tveimur stigum fyrir ofan Pick Szeged.

Viktor Gísli Hallgrímsson og danski landsliðsmarkvörðurinn Emil Nielsen skiptu leiknum nokkuð á milli sín í marki Barcelona og varði Viktor 3 af 16 skotum en Nielsen 7 af 22.

Í Ungverjalandi lét Bjarki Már Elísson lítið fyrir sér fara í sigri Veszprém gegn Kielce, 35-33, og var ekki á meðal markaskorara.

Kielce náði að minnka muninn í eitt mark þegar skammt var eftir en lokamarkið var heimamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×