Heimatilbúið „corny“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. október 2025 09:01 Guðrún Ásdís er fjögurra barna móðir búsett í Höfn á Hornarfirði og heldur úti Instagram-síðunni Heilshugarlífstíll. Guðrún Ásdís, sem heldur úti Instagram-síðunni Heilshugarlífstíll, deildi nýlega uppskrift að vinsælum hafrastykkjum eftir fjölda fyrirspurna frá fylgjendum sínum. Hún segir stykkin henta einstaklega vel sem nesti í skólann, í gönguferðir eða bara með kaffinu. „Þau eru mjög vinsæl hérna heima – krakkarnir elska þau og við líka. Þau eru geggjað nammi með kaffinu, en henta líka fullkomlega sem nesti eftir íþróttaæfingar eða í gönguferðir,“ segir Guðrún. Hún bætir við að stykkin séu bæði mjólkur- og hnetulaus og því fullkomin fyrir fjölskyldur með ofnæmi eða skóla sem banna hnetur. Guðrún er fjögurra barna móðir og eiginkona, búsett á Höfn í Hornafirði. Hún hefur fylgt plöntumiðuðu mataræði í mörg ár og segir markmið sitt að verða 100 ára – og geta staðið á höndum! Nú vinnur hún að því að byggja upp vettvang þar sem fólk getur sótt sér innblástur, fræðslu og samfélag um heilbrigðan og sjálfbæran lífsstíl, ásamt því að vinna að samfélagsverkefnum á þessum sviðum. Á Instagram-síðu hennar má nálgast fleiri uppskriftir. Heimatilbúin hafrastykki – okkar útgáfa af „Corny“ Hráefni: ½ bolli sólblómafræsmjör (sólblómafræsmjör þarf að útbúa frá grunni, má nota annarsskonar hnetusmjör – en með sólblómafræjum er þetta hnetulaust) ½ bolli hlynsíróp 1 tsk vanilludropar 5 stk rískökur, muldar 1½ bolli gróft haframjöl 1 bolli blönduð fræ, hnetur eða rúsínur (sleppið hnetum til að halda hnetulausu) 1 plata suðusúkkulaði Aðferð: Ristið sólblómafræ á pönnu þar til gyllt. Setjið í blandara og blandið þar til verður að smjöri. Það þarf stundum að stoppa og skrapa úr hliðunum – krefst smá þolinmæði. Hitið fræsmjörið með hlynsírópi og vanilludropum við vægan hita. Blandið þurrefnunum saman í skál og blandið við blautefnið. Hrærið vel. Þrýstið í mót ofan á smjörpappír og frystið í nokkra tíma. Bræðið suðusúkkulaði og hellið yfir. Setjið aftur í frysti í hálftíma áður en þið skerið niður í bita. View this post on Instagram A post shared by Guðrún // Heilshugar lífsstíll (@heilshugarlifsstill) Matur Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Sjá meira
„Þau eru mjög vinsæl hérna heima – krakkarnir elska þau og við líka. Þau eru geggjað nammi með kaffinu, en henta líka fullkomlega sem nesti eftir íþróttaæfingar eða í gönguferðir,“ segir Guðrún. Hún bætir við að stykkin séu bæði mjólkur- og hnetulaus og því fullkomin fyrir fjölskyldur með ofnæmi eða skóla sem banna hnetur. Guðrún er fjögurra barna móðir og eiginkona, búsett á Höfn í Hornafirði. Hún hefur fylgt plöntumiðuðu mataræði í mörg ár og segir markmið sitt að verða 100 ára – og geta staðið á höndum! Nú vinnur hún að því að byggja upp vettvang þar sem fólk getur sótt sér innblástur, fræðslu og samfélag um heilbrigðan og sjálfbæran lífsstíl, ásamt því að vinna að samfélagsverkefnum á þessum sviðum. Á Instagram-síðu hennar má nálgast fleiri uppskriftir. Heimatilbúin hafrastykki – okkar útgáfa af „Corny“ Hráefni: ½ bolli sólblómafræsmjör (sólblómafræsmjör þarf að útbúa frá grunni, má nota annarsskonar hnetusmjör – en með sólblómafræjum er þetta hnetulaust) ½ bolli hlynsíróp 1 tsk vanilludropar 5 stk rískökur, muldar 1½ bolli gróft haframjöl 1 bolli blönduð fræ, hnetur eða rúsínur (sleppið hnetum til að halda hnetulausu) 1 plata suðusúkkulaði Aðferð: Ristið sólblómafræ á pönnu þar til gyllt. Setjið í blandara og blandið þar til verður að smjöri. Það þarf stundum að stoppa og skrapa úr hliðunum – krefst smá þolinmæði. Hitið fræsmjörið með hlynsírópi og vanilludropum við vægan hita. Blandið þurrefnunum saman í skál og blandið við blautefnið. Hrærið vel. Þrýstið í mót ofan á smjörpappír og frystið í nokkra tíma. Bræðið suðusúkkulaði og hellið yfir. Setjið aftur í frysti í hálftíma áður en þið skerið niður í bita. View this post on Instagram A post shared by Guðrún // Heilshugar lífsstíll (@heilshugarlifsstill)
Matur Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Sjá meira