Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2025 08:02 Jimmy Kimmel var gestur í þætti Stephen Colbert í gærkvöldi. Getty Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel var staddur á klósettinu þegar hann fékk skilaboð um að þáttur hans yrði tekinn af skjánum í kjölfar ummæla um viðbrögð hægri manna við morðinu á Charlie Kirk. Kimmel taldi þá að sjónvarpsferlinum væri lokið. Kimmel var gestur starfsbróður síns, Stephen Colbert, í gærkvöldi þar sem þeir ræddu meðal annars þessa sólarhringa eftir að stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar ABC ákváðu að taka þáttinn af dagskrá og þar til að samkomulag náðist um að hefja framleiðsluna á ný. Kimmel sagði frá símtalinu örlagaríka og sagði það hafa komið um klukkan þrjú eftir hádegi – einum og hálfum tíma áður en tökur á næsta þætti áttu að hefjast. „Ég fæ símtal frá ABC. Þeir segja að þeir vilji ræða við mig. Þetta var óvenjulegt,“ sagði Kimmel að því er segir í frétt People. Hann sagði að eini staðurinn til að ræða í síma í einrúmi hafi verið á klósettinu. „Þannig að ég fer inn á klósettið og ræði þar við stjórnendur ABC. Þeir sögðu: „Við viljum „lækka hitann“. Við höfum áhyggjur af því hvað þú munir segja í kvöld og við höfum ákveðið að besta lausnin sé að taka þáttinn af dagskrá,“ sagði Kimmel. Áhorfendur í sal Colbert byrjuðu þá að púa þegar Kimmel lýsti atburðum og lýstu þannig vanþóknun á ákvörðun ABC. „Þetta sagði ég líka! Ég byrjaði að púa!“ sagði Kimmel í léttum tón. Kimmel sagði enn fremur að á því augnabliki hélt hann að ferlinum væri lokið. „Ég hugsaði, þetta er búið, þessu er lokið. Ég verð aldrei aftur með þáttinn í loftinu. Ég hugsaði virkilega þannig.“ Þáttur Kimmel, Jimmy Kimmel Live! var tekinn úr loftinu eftir umdeild ummæli hans um morðið á Charlie Kirk þann 15. september. Þátturinn hóf aftur göngu sína á ný 23. september. Mikil umræða hófst í kjölfarið um stöðu málfrelsis í Bandaríkjunum og óeðlileg afskipti yfirvalda. Í fyrsta þættinum eftir að hann var aftur á dagskrá, ræddi Kimmel ummæli sín um Charlie Kirk sem urðu til þess að þátturinn var tekinn af dagskrá. „Þið skiljið að það var aldrei ætlun mín að grínast með morðið á ungum manni. Mér finnst ekkert fyndið við það,“ sagði Kimmel þá. Þættirnir eru framleiddir af og sýndir á ABC-sjónvarpsstöðinni bandarísku sem er í eigu Disney. Hollywood Bandaríkin Morðið á Charlie Kirk Bíó og sjónvarp Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Eru geimverur meðal okkar? Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Sjá meira
Kimmel var gestur starfsbróður síns, Stephen Colbert, í gærkvöldi þar sem þeir ræddu meðal annars þessa sólarhringa eftir að stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar ABC ákváðu að taka þáttinn af dagskrá og þar til að samkomulag náðist um að hefja framleiðsluna á ný. Kimmel sagði frá símtalinu örlagaríka og sagði það hafa komið um klukkan þrjú eftir hádegi – einum og hálfum tíma áður en tökur á næsta þætti áttu að hefjast. „Ég fæ símtal frá ABC. Þeir segja að þeir vilji ræða við mig. Þetta var óvenjulegt,“ sagði Kimmel að því er segir í frétt People. Hann sagði að eini staðurinn til að ræða í síma í einrúmi hafi verið á klósettinu. „Þannig að ég fer inn á klósettið og ræði þar við stjórnendur ABC. Þeir sögðu: „Við viljum „lækka hitann“. Við höfum áhyggjur af því hvað þú munir segja í kvöld og við höfum ákveðið að besta lausnin sé að taka þáttinn af dagskrá,“ sagði Kimmel. Áhorfendur í sal Colbert byrjuðu þá að púa þegar Kimmel lýsti atburðum og lýstu þannig vanþóknun á ákvörðun ABC. „Þetta sagði ég líka! Ég byrjaði að púa!“ sagði Kimmel í léttum tón. Kimmel sagði enn fremur að á því augnabliki hélt hann að ferlinum væri lokið. „Ég hugsaði, þetta er búið, þessu er lokið. Ég verð aldrei aftur með þáttinn í loftinu. Ég hugsaði virkilega þannig.“ Þáttur Kimmel, Jimmy Kimmel Live! var tekinn úr loftinu eftir umdeild ummæli hans um morðið á Charlie Kirk þann 15. september. Þátturinn hóf aftur göngu sína á ný 23. september. Mikil umræða hófst í kjölfarið um stöðu málfrelsis í Bandaríkjunum og óeðlileg afskipti yfirvalda. Í fyrsta þættinum eftir að hann var aftur á dagskrá, ræddi Kimmel ummæli sín um Charlie Kirk sem urðu til þess að þátturinn var tekinn af dagskrá. „Þið skiljið að það var aldrei ætlun mín að grínast með morðið á ungum manni. Mér finnst ekkert fyndið við það,“ sagði Kimmel þá. Þættirnir eru framleiddir af og sýndir á ABC-sjónvarpsstöðinni bandarísku sem er í eigu Disney.
Hollywood Bandaríkin Morðið á Charlie Kirk Bíó og sjónvarp Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Eru geimverur meðal okkar? Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Sjá meira