„Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. september 2025 22:03 Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var niðurlútur í leikslok. Vísir/Diego Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var eðlilega svekktur í leikslok eftir 2-0 tap liðsins gegn Fram í kvöld. Tapið þýðir að titilvonir Vals eru svo gott sem úr sögunni og liðið er nú án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum. Þar af hefur liðið tapað þremur og gert eitt jafntefli. „Þetta var þungt tap og í rauninni það eina sem hægt er að gera er að óska Fram til hamingju með sigurinn.“ Hann viðurkennir að Fram hafi átt sigurinn skilinn. „Já, ég held það. Heilt yfir í baráttunni sem við erum í þá þarftu að hafa þetta svona extra. Extra hungur, extra vilja, extra baráttu. Það er ekki hægt að segja að við höfum ekki verið að reyna, en ekki með þessu hugarfari sem þú þarft að hafa í þessari baráttu sem þarf í úrslitakeppninni og til að sækja titilinn, því miður.“ „Ég hafði trú á því að við myndum taka næsta skref eftir leikinn á móti Breiðablik. Við héldum þar áfram þrátt fyrir að lenda undir og litum meira út eins og liðið sem við vorum í sumar, en það var því miður ekki til staðar í dag.“ Eins og fram hefur komið var þetta fjórði leikurinn í röð án sigurs hjá Val og þá hefur liðið einnig tapað fjórum af síðustu sex leikjum sínum. Valsmenn eru án margra stórra pósta sem léku með liðinu í sumar, hvort sem það er vegna meiðsla, eða vegna þess að þeir hafa einfaldlega haldið á önnur mið. Túfa segir það vera of stórann bita fyrir liðið að kyngja. „Já, þetta er alltaf mikið áfall. Alveg sama fyrir hvaða hóp. Að missa svona mikilvæga og stóra leikmenn undanfarnar vikur. Þetta hefur áhrif að missa svona gæðaleikmenn út, leikmenn sem voru kannski okkar bestu leikmenn í sumar. En ég hefði samt viljað sjá meiri baráttu hjá mönnum, sem hafði einkennt liðið í sumar. Það vantar þetta extra. Þennan extra meter, þetta extra hlaup inn í teiginn til að mæta fyrirgjöfum, þetta extra hungur sem þarf til að vinna leikinn.“ „Ég hef alltaf haft trú á því sem við erum að gera og síðasti leikur gaf mér enn meiri von um að þetta væri að smella saman aftur, en þetta náðist ekki í dag. Þetta skrifast fyrst og fremst á mig. Ég stend alltaf fyrir framan liðið þegar töpin koma og það verður alltaf þannig. Ég er bara þannig gerður. Við verðum að skoða af hverju okkur vantar þetta extra. Ef þú kemur með það og tapar samt þá verðurðu bara að rétta upp hönd og taka því og verður kannski ekki jafn svekktur og ég er núna.“ Þá viðurkennir Túfa einnig að draumurinn um Íslandsmeistaratitilinn sé svo gott sem farinn. „Það er erfitt fyrir mig núna að hugsa um titilinn. Það er ennþá eitthvað af leikjum eftir, en til að vera með í einhverri baráttu, hvort sem það er um titilinn eða þriðja sæti, þá þurfum við að sýna betri frammistöðu,“ sagði Túda að lokum. Besta deild karla Valur Fram Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira
Tapið þýðir að titilvonir Vals eru svo gott sem úr sögunni og liðið er nú án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum. Þar af hefur liðið tapað þremur og gert eitt jafntefli. „Þetta var þungt tap og í rauninni það eina sem hægt er að gera er að óska Fram til hamingju með sigurinn.“ Hann viðurkennir að Fram hafi átt sigurinn skilinn. „Já, ég held það. Heilt yfir í baráttunni sem við erum í þá þarftu að hafa þetta svona extra. Extra hungur, extra vilja, extra baráttu. Það er ekki hægt að segja að við höfum ekki verið að reyna, en ekki með þessu hugarfari sem þú þarft að hafa í þessari baráttu sem þarf í úrslitakeppninni og til að sækja titilinn, því miður.“ „Ég hafði trú á því að við myndum taka næsta skref eftir leikinn á móti Breiðablik. Við héldum þar áfram þrátt fyrir að lenda undir og litum meira út eins og liðið sem við vorum í sumar, en það var því miður ekki til staðar í dag.“ Eins og fram hefur komið var þetta fjórði leikurinn í röð án sigurs hjá Val og þá hefur liðið einnig tapað fjórum af síðustu sex leikjum sínum. Valsmenn eru án margra stórra pósta sem léku með liðinu í sumar, hvort sem það er vegna meiðsla, eða vegna þess að þeir hafa einfaldlega haldið á önnur mið. Túfa segir það vera of stórann bita fyrir liðið að kyngja. „Já, þetta er alltaf mikið áfall. Alveg sama fyrir hvaða hóp. Að missa svona mikilvæga og stóra leikmenn undanfarnar vikur. Þetta hefur áhrif að missa svona gæðaleikmenn út, leikmenn sem voru kannski okkar bestu leikmenn í sumar. En ég hefði samt viljað sjá meiri baráttu hjá mönnum, sem hafði einkennt liðið í sumar. Það vantar þetta extra. Þennan extra meter, þetta extra hlaup inn í teiginn til að mæta fyrirgjöfum, þetta extra hungur sem þarf til að vinna leikinn.“ „Ég hef alltaf haft trú á því sem við erum að gera og síðasti leikur gaf mér enn meiri von um að þetta væri að smella saman aftur, en þetta náðist ekki í dag. Þetta skrifast fyrst og fremst á mig. Ég stend alltaf fyrir framan liðið þegar töpin koma og það verður alltaf þannig. Ég er bara þannig gerður. Við verðum að skoða af hverju okkur vantar þetta extra. Ef þú kemur með það og tapar samt þá verðurðu bara að rétta upp hönd og taka því og verður kannski ekki jafn svekktur og ég er núna.“ Þá viðurkennir Túfa einnig að draumurinn um Íslandsmeistaratitilinn sé svo gott sem farinn. „Það er erfitt fyrir mig núna að hugsa um titilinn. Það er ennþá eitthvað af leikjum eftir, en til að vera með í einhverri baráttu, hvort sem það er um titilinn eða þriðja sæti, þá þurfum við að sýna betri frammistöðu,“ sagði Túda að lokum.
Besta deild karla Valur Fram Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira