Enski boltinn

„Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ruben Amorim er undir mikilli pressu.
Ruben Amorim er undir mikilli pressu. getty/Vince Mignott

Martin Keown, fyrrverandi leikmaður Arsenal, botnar ekkert í því af hverju Ruben Amorim er enn við stjórnvölinn hjá Manchester United.

Í gær laut United í lægra haldi fyrir Brentford, 3-1. Þetta var þriðja tap liðsins í fyrstu sex leikjum þess í ensku úrvalsdeildinni.

Graham Potter var rekinn sem knattspyrnustjóri West Ham United í gær og Keown skilur ekki af hverju Amorim hefur ekki hlotið sömu örlög.

„Það virtist augljóst að Potter myndi missa starfið sitt en af hverju er ekki það sama fyrir Amorim?“ sagði Keown.

„Þú horfir á þetta og hann er aðeins með einu prósenti betra sigurhlutfall en Potter. Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“

Amorim hefur stýrt United í 33 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Aðeins níu hafa unnist, sjö endað með jafntefli og sautján tapast.

Næsti leikur United er gegn nýliðum Sunderland á Old Trafford á laugardaginn eftir viku.


Tengdar fréttir

Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“

Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að hans menn hafi ekki haft nógu góða stjórn á leiknum gegn Brentford. Hann segir að tapið svíði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×