Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2025 08:29 Jon Rahm kemur til með að taka fyrsta teighöggið fyrir Evrópu í Ryder-bikarnum í ár. Getty/Michael Reaves Luke Donald, fyrirliði liðs Evrópu í Ryder-bikarnum í golfi, sagðist ætla að ná sterkri byrjun gegn Bandaríkjunum í New York í dag, eftir að tilkynnt var hverjir mætast í fyrstu leikjunum. Ryder-bikarinn vinsæli hefst í dag í beinni útsendingu á Sýn Sport 4 klukkan 11. Fyrst verða fjórir leikir í fjórmenningi, þar sem tveir kylfingar skiptast á að slá sama bolta. Síðdegis verður svo fjórbolti, þar sem hver kylfingur er með sinn bolta en betra skorið telur á hverri holu. Viðureignirnar í fjórmenningi í dag: Rahm/Hatton – DeChambeau/Thomas Åberg/Fitzpatrick – Scheffler/Henley McIlroy/Fleetwood – Morikawa/English MacIntyre/Hovland – Schauffele/Cantlay Pör sem vön eru að vinna saman Jon Rahm og Tyrrell Hatton byrja fyrir Evrópu eftir að hafa unnið báða leiki sína saman þegar Evrópa fagnaði sigri í Róm fyrir tveimur árum. Rory McIlroy og Tommy Fleetwood unnu þá einnig frábærlega saman og höfðu betur í báðum fjórmenningsleikjum sínum. Evrópa hefur hins vegar ekki unnið á bandarískri grundu síðan árið 2012 en Donald vonast til þess að sýna strax að biðinni gæti lokið núna. „Við viljum ná öflugri byrjun. Rahm og Hatton hafa notið mikillar velgengni saman. Þeir vita hvernig á að vinna, þeir ná mjög vel saman og við erum mjög ánægðir með að fá þá út fyrst,“ sagði Donald. Ætlar að byrja á ógnarlöngu höggi inn á flöt Keegan Bradley, fyrirliði Bandaríkjanna, valdi Bryson DeChambeu með Justin Thomas sem par í fyrsta leik. DeChambeu missti af Ryder-bikarnum fyrir tveimur árum í Róm en gæti kveikt í heimafólki á vellinum með höggþunga sínum. Fyrsta hola er rúmir 360 metrar og DeChambeu stefnir beint á flöt, þó að það hafi ekki alveg gengið á æfingum: „Það er klárlega hægt ef að það er meðvindur. Ég gæti náð fremsta hlutanum ef aðstæður eru ekki of mjúkar. Það eru 365 jardar eða svo. Það er ekkert, ekki satt? Bara venjulegt, langt teighögg,“ sagði DeChambeau. Sjaldan unnið á útivelli en þó oftar en Bandaríkin Það getur skipt lykilmáli að byrja vel. Evrópa vann alla fjórmenningana á fyrsta degi í Róm fyrir tveimur árum, á meðan að Bandaríkin komust í 3-1 þegar keppt var á Whistling Straits fyrir fjórum árum. Árið 2016 komust Bandaríkin í 4-0 og Evrópa náði sér aldrei á strik eftir það. „Ég er búinn að búa mig undir þetta í 21 mánuð,“ sagði Donald. „Við skiljum hvaða verkefni bíður okkar, við vitum hvað það er erfitt að vinna á útivelli, en við höfum gert það. Við höfum unnið fjórum sinnum síðan 1987 en Bandaríkin einu sinni. Svo þetta hefur verið gert og við munum nýta okkur þessa reynslu,“ sagði Donald. Dagskráin í Ryder-bikarnum Föstudagur: 11:10 Fjórmenningur, 4 leikir 16:25 Fjórbolti, 4 leikir Laugardagur: 11:10 Fjórmenningur, 4 leikir 16:25 Fjórbolti, 4 leikir Sunnudagur: 16:00 Tvímenningur, 12 leikir Alls eru 28 vinningar í boði og liðin þurfa því 14 og ½ vinning til að vinna mótið. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Bein útsending: Spáin fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Sjá meira
Ryder-bikarinn vinsæli hefst í dag í beinni útsendingu á Sýn Sport 4 klukkan 11. Fyrst verða fjórir leikir í fjórmenningi, þar sem tveir kylfingar skiptast á að slá sama bolta. Síðdegis verður svo fjórbolti, þar sem hver kylfingur er með sinn bolta en betra skorið telur á hverri holu. Viðureignirnar í fjórmenningi í dag: Rahm/Hatton – DeChambeau/Thomas Åberg/Fitzpatrick – Scheffler/Henley McIlroy/Fleetwood – Morikawa/English MacIntyre/Hovland – Schauffele/Cantlay Pör sem vön eru að vinna saman Jon Rahm og Tyrrell Hatton byrja fyrir Evrópu eftir að hafa unnið báða leiki sína saman þegar Evrópa fagnaði sigri í Róm fyrir tveimur árum. Rory McIlroy og Tommy Fleetwood unnu þá einnig frábærlega saman og höfðu betur í báðum fjórmenningsleikjum sínum. Evrópa hefur hins vegar ekki unnið á bandarískri grundu síðan árið 2012 en Donald vonast til þess að sýna strax að biðinni gæti lokið núna. „Við viljum ná öflugri byrjun. Rahm og Hatton hafa notið mikillar velgengni saman. Þeir vita hvernig á að vinna, þeir ná mjög vel saman og við erum mjög ánægðir með að fá þá út fyrst,“ sagði Donald. Ætlar að byrja á ógnarlöngu höggi inn á flöt Keegan Bradley, fyrirliði Bandaríkjanna, valdi Bryson DeChambeu með Justin Thomas sem par í fyrsta leik. DeChambeu missti af Ryder-bikarnum fyrir tveimur árum í Róm en gæti kveikt í heimafólki á vellinum með höggþunga sínum. Fyrsta hola er rúmir 360 metrar og DeChambeu stefnir beint á flöt, þó að það hafi ekki alveg gengið á æfingum: „Það er klárlega hægt ef að það er meðvindur. Ég gæti náð fremsta hlutanum ef aðstæður eru ekki of mjúkar. Það eru 365 jardar eða svo. Það er ekkert, ekki satt? Bara venjulegt, langt teighögg,“ sagði DeChambeau. Sjaldan unnið á útivelli en þó oftar en Bandaríkin Það getur skipt lykilmáli að byrja vel. Evrópa vann alla fjórmenningana á fyrsta degi í Róm fyrir tveimur árum, á meðan að Bandaríkin komust í 3-1 þegar keppt var á Whistling Straits fyrir fjórum árum. Árið 2016 komust Bandaríkin í 4-0 og Evrópa náði sér aldrei á strik eftir það. „Ég er búinn að búa mig undir þetta í 21 mánuð,“ sagði Donald. „Við skiljum hvaða verkefni bíður okkar, við vitum hvað það er erfitt að vinna á útivelli, en við höfum gert það. Við höfum unnið fjórum sinnum síðan 1987 en Bandaríkin einu sinni. Svo þetta hefur verið gert og við munum nýta okkur þessa reynslu,“ sagði Donald. Dagskráin í Ryder-bikarnum Föstudagur: 11:10 Fjórmenningur, 4 leikir 16:25 Fjórbolti, 4 leikir Laugardagur: 11:10 Fjórmenningur, 4 leikir 16:25 Fjórbolti, 4 leikir Sunnudagur: 16:00 Tvímenningur, 12 leikir Alls eru 28 vinningar í boði og liðin þurfa því 14 og ½ vinning til að vinna mótið.
Dagskráin í Ryder-bikarnum Föstudagur: 11:10 Fjórmenningur, 4 leikir 16:25 Fjórbolti, 4 leikir Laugardagur: 11:10 Fjórmenningur, 4 leikir 16:25 Fjórbolti, 4 leikir Sunnudagur: 16:00 Tvímenningur, 12 leikir Alls eru 28 vinningar í boði og liðin þurfa því 14 og ½ vinning til að vinna mótið.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Bein útsending: Spáin fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Sjá meira