Enski boltinn

Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
William Saliba í kapphlaupi við Erling Haaland í leik Arsenal og Manchester City um helgina. Liðin gerðu 1-1 jafntefli.
William Saliba í kapphlaupi við Erling Haaland í leik Arsenal og Manchester City um helgina. Liðin gerðu 1-1 jafntefli. epa/VINCE MIGNOTT

Flest bendir til þess að franski varnarmaðurinn William Saliba muni skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal.

Saliba hefur spilað vel fyrir Arsenal undanfarin ár og verið lykilmaður í vörn liðsins. Núgildandi samningur hans við Arsenal rennur út sumarið 2027.

Hinn 24 ára Saliba hefur verið orðaður við Real Madrid en enskir fjölmiðlar greina frá því að hann muni semja við Arsenal á ný.

Arsenal keypti Saliba frá Saint-Étienne 2019. Hann var þrívegis lánaður til Frakklands en hefur verið lykilmaður í liði Arsenal síðan 2022. Saliba hefur leikið 28 leiki fyrir franska landsliðið.

Arsenal sigraði C-deildarlið Port Vale, 0-2, á útivelli í 3. umferð enska deildabikarsins í gær. Saliba lék allan leikinn fyrir Skytturnar.

Næsti leikur Arsenal í ensku úrvalsdeildinni er gegn Newcastle United á St James' Park á sunnudaginn. Skytturnar eru í 2. sæti deildarinnar með tíu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×