Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2025 07:30 Hvað var Hugo Ekitike eiginlega að hugsa? Getty Franski framherjinn Hugo Ekitike hefur farið frábærlega af stað með Liverpool en verður í banni gegn Crystal Palace á laugardaginn eftir vægast sagt heimskulega hegðun að mati Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool. Ekitike hefur þegar skorað þrjú mörk og átt eina stoðsendingu í ensku úrvalsdeildinni, og skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn Southampton í deildabikarnum í gærkvöld. Þegar hann fagnaði sigurmarkinu í gær fór hann hins vegar úr treyjunni sinni og hélt á henni fyrir framan stuðningsmenn. Ekki aðeins þýddi þetta gult spjald heldur hafði Ekitike þegar fengið áminningu í leiknum og var því rekinn af velli, eins og sjá má hér að neðan. Manni færri héldu Liverpool-menn út í lokin en Slot var bersýnilega ekki skemmt yfir hegðun Frakkans. „Þetta er ekki bara [heimska] út af því að þetta var hans seinna [gula spjald] – þetta hefði verið heimska þó að hann hefði ekki verið búinn að fá gult,“ sagði Slot hreinskilinn eftir leik. Hefði sjálfur alltaf bent á Chiesa „Kannski er ég gamaldags en ég skoraði talsvert af mörkum – ekki á þessu stigi en samt – og ef maður fór framhjá þremur varnarmönnum og smellti boltanum í hornið þá gat maður kannski látið eins og allt snerist um mann sjálfan. En ef ég skoraði svona mark [eins og Ekitike í gær] þá hefði ég hlaupið til Chiesa og sagt: Þetta snýst um þig Federico – frábær stoðsending, frábært hlaup og ég þurfti ekki að gera mikið. En kannski er ég bara gamaldags. Þetta var heimskulegt á allan hátt. Það góða er að liðsfélagar hans hjálpuðu honum að koma sigrinum í höfn en núna verður hann í banni á laugardaginn og það er alls ekki hentugt,“ sagði Slot. "It was stupid, in every sense" 😬Arne Slot was not pleased with Hugo Ekitke after he received a second yellow card for taking his shirt off while celebrating 🟥 pic.twitter.com/mBsyHapKmN— Sky Sports Football (@SkyFootball) September 23, 2025 Bað alla afsökunar eftir leik Stjórinn hefur mikið rætt um hve varlega hann ætli sér að fara með Alexander Isak eftir komu hans frá Newcastle, til að fyrirbyggja meiðsli. Isak skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í gær og virðist nú líklegur til þurfa að byrja leikinn á laugardaginn. Ekitike sendi frá sér afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlum eftir leikinn: „Ég var svo spenntur yfir að hjálpa liðinu mínu að landa öðrum sigri hérna á heimavelli, í fyrsta leiknum mínum í deildabikarnum. Tilfinningarnar báru mig ofurliði. Ég vil biðja alla rauðu fjölskylduna afsökunar. Ég vil þakka stuðningsmönnum fyrir allan stuðninginn við okkur og liðsfélögunum fyrir sigurinn!“ Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Ekitike hefur þegar skorað þrjú mörk og átt eina stoðsendingu í ensku úrvalsdeildinni, og skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn Southampton í deildabikarnum í gærkvöld. Þegar hann fagnaði sigurmarkinu í gær fór hann hins vegar úr treyjunni sinni og hélt á henni fyrir framan stuðningsmenn. Ekki aðeins þýddi þetta gult spjald heldur hafði Ekitike þegar fengið áminningu í leiknum og var því rekinn af velli, eins og sjá má hér að neðan. Manni færri héldu Liverpool-menn út í lokin en Slot var bersýnilega ekki skemmt yfir hegðun Frakkans. „Þetta er ekki bara [heimska] út af því að þetta var hans seinna [gula spjald] – þetta hefði verið heimska þó að hann hefði ekki verið búinn að fá gult,“ sagði Slot hreinskilinn eftir leik. Hefði sjálfur alltaf bent á Chiesa „Kannski er ég gamaldags en ég skoraði talsvert af mörkum – ekki á þessu stigi en samt – og ef maður fór framhjá þremur varnarmönnum og smellti boltanum í hornið þá gat maður kannski látið eins og allt snerist um mann sjálfan. En ef ég skoraði svona mark [eins og Ekitike í gær] þá hefði ég hlaupið til Chiesa og sagt: Þetta snýst um þig Federico – frábær stoðsending, frábært hlaup og ég þurfti ekki að gera mikið. En kannski er ég bara gamaldags. Þetta var heimskulegt á allan hátt. Það góða er að liðsfélagar hans hjálpuðu honum að koma sigrinum í höfn en núna verður hann í banni á laugardaginn og það er alls ekki hentugt,“ sagði Slot. "It was stupid, in every sense" 😬Arne Slot was not pleased with Hugo Ekitke after he received a second yellow card for taking his shirt off while celebrating 🟥 pic.twitter.com/mBsyHapKmN— Sky Sports Football (@SkyFootball) September 23, 2025 Bað alla afsökunar eftir leik Stjórinn hefur mikið rætt um hve varlega hann ætli sér að fara með Alexander Isak eftir komu hans frá Newcastle, til að fyrirbyggja meiðsli. Isak skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í gær og virðist nú líklegur til þurfa að byrja leikinn á laugardaginn. Ekitike sendi frá sér afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlum eftir leikinn: „Ég var svo spenntur yfir að hjálpa liðinu mínu að landa öðrum sigri hérna á heimavelli, í fyrsta leiknum mínum í deildabikarnum. Tilfinningarnar báru mig ofurliði. Ég vil biðja alla rauðu fjölskylduna afsökunar. Ég vil þakka stuðningsmönnum fyrir allan stuðninginn við okkur og liðsfélögunum fyrir sigurinn!“
Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira