Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2025 10:40 Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Þýskalandsmeistara Bayern sem voru í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var í Meistaradeild Evrópu í dag. Getty/Mark Wieland Þrjú Íslendingalið verða með í Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna í vetur, sem nú verður með nýju fyrirkomulagi. Þau fengu að vita í dag hvaða liðum þau mæta, þegar dregið var, og mun Glódís Perla Viggósdóttir mæta þeim Sædísi Rún Heiðarsdóttur og Örnu Eiríksdóttur í München. Meistaradeild kvenna verður nú með sams konar sniði og Meistaradeild karla, þar sem að í stað riðlakeppni munu öll liðin vera saman í einni 18 liða deild. Hvert lið spilar alls sex leiki og safnar stigum, í keppni um að komast áfram í útsláttarkeppnina. Liðin sem enda í 1.-4. sæti deildarinnar fara beint í 8-liða úrslitin. Liðin í 5.-12. sæti fara í umspil um sæti í 8-liða úrslitum. Liðin í 13.-18. sæti falla hins vegar úr keppni. Fyrir dráttinn í dag var liðunum skipt eftir styrkleika í þrjá sex liða flokka og fékk hvert þeirra svo tvo andstæðinga úr hverjum flokki, annan á heimavelli en hinn á útivelli. Glódís og Amanda glíma við meistarana Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Bayern sem mætir báðum liðunum sem léku til úrslita í keppninni á síðustu leiktíð, þegar Arsenal vann Barcelona. Hálfgerður martraðardráttur, ef svo má segja. Leikir Bayern: Arsenal (h), Barcelona (ú), Juventus (h), PSG (ú), Vålerenga (h), Atlético Madrid (ú). Hollenska liðið Twente, með Amöndu Andradóttur innanborðs, þarf að glíma við sjálfa Evrópumeistara Arsenal sem og Englandsmeistara Chelsea. Leikir Twente: Chelsea (h), Arsenal (ú), Real Madrid (h), Benfica (ú), Atlético Madrid (h), OH Leuven (ú). Sædís Rún Heiðarsdóttir og Arna Eiríksdóttir fagna með liðsfélögum sínum eftir að hafa slegið út Ferencváros í Ungverjalandi í gær, og tryggt sér sæti í Meistaradeild Evrópu.vísir/ÓskarÓ Sædís og Arna mæta Man. Utd og Bayern Norsku meistararnir í Vålerenga eru nú með tvo Íslendinga í sínu liði, því Sædís Rún Heiðarsdóttir fékk á dögunum Örnu Eiríksdóttur sem liðsfélaga. Þær mæta Bayern á útivelli og fá annan þýskan risa í heimsókn. Þá mæta þær einnig Manchester United sem er í fyrsta sinn með í aðalkeppni Meistaradeildar kvenna. Leikir Vålerenga: Wolfsburg (h), Bayern (ú), St. Pölten (h), Roma (ú), Paris FC (h), Manchester United (ú). Lokaumferðin í desember Með því að smella hér má sjá allan dráttinn. Leikjadagskráin verður klár á morgun en fyrstu leikir verða 7. og 8. október, og lokaumferðin 17. desember. Hér að neðan eru styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn í dag, sem gerðir voru út frá fyrri árangri liðanna. Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn Flokkur 1 Arsenal (ENG)Barcelona (SPÁ)Lyon (FRA)Chelsea (ENG)Bayern München (ÞÝS)Wolfsburg (ÞÝS) Flokkur 2 Paris Saint-Germain (FRA)Real Madrid (SPÁ)Juventus FC (ÍTA)Benfica (POR)Roma (ÍTA)St. Polten (AUS) Flokkur 3 FC Twente (HOL)Vålerenga (NOR)Paris FC (FRA)Manchester United (ENG)Atlético Madrid (SPÁ)OH Leuven (BEL) Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Sjá meira
Meistaradeild kvenna verður nú með sams konar sniði og Meistaradeild karla, þar sem að í stað riðlakeppni munu öll liðin vera saman í einni 18 liða deild. Hvert lið spilar alls sex leiki og safnar stigum, í keppni um að komast áfram í útsláttarkeppnina. Liðin sem enda í 1.-4. sæti deildarinnar fara beint í 8-liða úrslitin. Liðin í 5.-12. sæti fara í umspil um sæti í 8-liða úrslitum. Liðin í 13.-18. sæti falla hins vegar úr keppni. Fyrir dráttinn í dag var liðunum skipt eftir styrkleika í þrjá sex liða flokka og fékk hvert þeirra svo tvo andstæðinga úr hverjum flokki, annan á heimavelli en hinn á útivelli. Glódís og Amanda glíma við meistarana Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Bayern sem mætir báðum liðunum sem léku til úrslita í keppninni á síðustu leiktíð, þegar Arsenal vann Barcelona. Hálfgerður martraðardráttur, ef svo má segja. Leikir Bayern: Arsenal (h), Barcelona (ú), Juventus (h), PSG (ú), Vålerenga (h), Atlético Madrid (ú). Hollenska liðið Twente, með Amöndu Andradóttur innanborðs, þarf að glíma við sjálfa Evrópumeistara Arsenal sem og Englandsmeistara Chelsea. Leikir Twente: Chelsea (h), Arsenal (ú), Real Madrid (h), Benfica (ú), Atlético Madrid (h), OH Leuven (ú). Sædís Rún Heiðarsdóttir og Arna Eiríksdóttir fagna með liðsfélögum sínum eftir að hafa slegið út Ferencváros í Ungverjalandi í gær, og tryggt sér sæti í Meistaradeild Evrópu.vísir/ÓskarÓ Sædís og Arna mæta Man. Utd og Bayern Norsku meistararnir í Vålerenga eru nú með tvo Íslendinga í sínu liði, því Sædís Rún Heiðarsdóttir fékk á dögunum Örnu Eiríksdóttur sem liðsfélaga. Þær mæta Bayern á útivelli og fá annan þýskan risa í heimsókn. Þá mæta þær einnig Manchester United sem er í fyrsta sinn með í aðalkeppni Meistaradeildar kvenna. Leikir Vålerenga: Wolfsburg (h), Bayern (ú), St. Pölten (h), Roma (ú), Paris FC (h), Manchester United (ú). Lokaumferðin í desember Með því að smella hér má sjá allan dráttinn. Leikjadagskráin verður klár á morgun en fyrstu leikir verða 7. og 8. október, og lokaumferðin 17. desember. Hér að neðan eru styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn í dag, sem gerðir voru út frá fyrri árangri liðanna. Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn Flokkur 1 Arsenal (ENG)Barcelona (SPÁ)Lyon (FRA)Chelsea (ENG)Bayern München (ÞÝS)Wolfsburg (ÞÝS) Flokkur 2 Paris Saint-Germain (FRA)Real Madrid (SPÁ)Juventus FC (ÍTA)Benfica (POR)Roma (ÍTA)St. Polten (AUS) Flokkur 3 FC Twente (HOL)Vålerenga (NOR)Paris FC (FRA)Manchester United (ENG)Atlético Madrid (SPÁ)OH Leuven (BEL)
Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn Flokkur 1 Arsenal (ENG)Barcelona (SPÁ)Lyon (FRA)Chelsea (ENG)Bayern München (ÞÝS)Wolfsburg (ÞÝS) Flokkur 2 Paris Saint-Germain (FRA)Real Madrid (SPÁ)Juventus FC (ÍTA)Benfica (POR)Roma (ÍTA)St. Polten (AUS) Flokkur 3 FC Twente (HOL)Vålerenga (NOR)Paris FC (FRA)Manchester United (ENG)Atlético Madrid (SPÁ)OH Leuven (BEL)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Sjá meira