Fótbolti

Atlético og UEFA rann­saka mynd­band af hrákanum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mikil læti brutust út eftir að Virgil van Dijk skoraði sigurmark Liverpool gegn Atlético Madrid.
Mikil læti brutust út eftir að Virgil van Dijk skoraði sigurmark Liverpool gegn Atlético Madrid. getty/Marc Atkins

Spænska fótboltafélagið Atlético Madrid mun hefja rannsókn á myndbandi af látunum undir lok leiksins gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu í fyrradag. Starfsmaður Atlético virtist hrækja upp í stúku.

Eftir að Virgil van Dijk skoraði sigurmark Liverpool, 3-2, í uppbótartíma upphófust mikil læti á hliðarlínunni.

Diego Simeone, knattspyrnustjóra Atlético, var heitt í hamsi eftir að hafa lent í orðaskaki við stuðningsmann Liverpool. Argentínumaðurinn fékk að líta rauða spjaldið.

Eftir leikinn sagði Simeone að stuðningsmenn Liverpool hefðu hrópað ókvæðisorð að honum og hann hafi brugðist rangt við.

„Þeir voru að öskra á mig, móðgandi hlutum, allan leikinn. Ég get ekki sagt neitt því ég er þjálfarinn og þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi. Dómarinn sýndi þessu skilning og ég vona að Liverpool bæti úr þessu, þegar þeir finna stuðningsmanninn þarf honum að vera refsað. En ég þarf að halda ró í svona aðstæðum og taka þessu,“ sagði Simeone.

Á myndbandi frá látunum á hliðarlínunni virtist starfsmaður Atlético hrækja upp í stúku. 

Spænska félagið hefur nú greint frá því að það muni taka málið til rannsóknar og sömu sögu er að segja af Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, sem gæti refsað Atlético.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×