Enski boltinn

Potter undir mikilli pressu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
English Premier League - West Ham vs Chelsea epa12317485 Graham Potter manger of West Ham United looks dejected during the English Premier League soccer match between West Ham United vs Chelsea FC, in London, Britain, 22 August 2025.  EPA/VINCE MIGNOTT EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos, 'live' services or NFTs. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
English Premier League - West Ham vs Chelsea epa12317485 Graham Potter manger of West Ham United looks dejected during the English Premier League soccer match between West Ham United vs Chelsea FC, in London, Britain, 22 August 2025. EPA/VINCE MIGNOTT EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos, 'live' services or NFTs. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.

Mikil pressa er á þjálfaranum Graham Potter fyrir leik West Ham og Crystal Palace um helgina.

Hamrarnir eru í fallsæti eftir fyrstu fjóra leikina og hafa tapað báðum heimaleikjum sínum, nágrannaslögum gegn Tottenham og Chelsea, samanlagt 8-1.

Eigendur félagsins eru samkvæmt Sky Sports strax farnir að eygja brottrekstur en Potter fær tækifæri til að sýna að liðið sé á réttri leið þegar Crystal Palace kemur í heimsókn um helgina.

Potter hefur aðeins unnið sex leiki síðan hann tók við störfum fyrir átta mánuðum síðan, þar af eru aðeins þrír deildarleikir. Hann hefur því ekki náð að bæta gengi liðsins eftir að Julen Lopetegui var látinn fara, með aðeins sex sigra eftir sex mánuði í starfi.

Ef góð úrslit fara ekki að detta inn fljótlega er hins vegar von á vondu fyrir Potter. Nokkrir hafa nú þegar verið orðaðir við starfið en þar má telja Slaven Bilic, Frank Lampard, Sean Dyche, Nuno Espirito Santo, Kieran McKenna og Gary O‘Neil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×