Fótbolti

Langfljótastur í fimm­tíu mörkin

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Erling Haaland skoraði sitt fimmtugasta mark í Meistaradeildinni gegn Napoli í kvöld. 
Erling Haaland skoraði sitt fimmtugasta mark í Meistaradeildinni gegn Napoli í kvöld.  Molly Darlington/Copa/Getty Images

Erling Haaland spilaði sinn 49. leik en skoraði sitt 50. mark í Meistaradeildinni í kvöld. Hann varð þar með langfljótastur til að rjúfa fimmtíu marka múrinn.

Haaland skoraði fyrra mark Manchester City í 2-0 sigri gegn Napoli, með skalla eftir skemmtilegu sendingu frá Phil Foden.

Með fleiri mörk en leiki spilaða í Meistaradeildinni er ekki furða að Haaland sé sá fljótasti en aðrir hafa þurft töluvert fleiri leiki.

Ruud van Nistelrooy átti metið áður en hann skoraði 50. markið í 62. leiknum í Meistaradeildinni, sem leikmaður Real Madrid eftir að hafa áður verið hjá Manchester United.

Líkt og van Nistelrooy hefur Haaland ekki aðeins skorað fyrir eitt félag, hann setti boltann 15 sinnum í netið fyrir Borussia Dortmund og 8 sinnum fyrir RB Salzburg.

Lionel Messi tók sér aðeins lengri tíma en van Nistelrooy að ná 50 mörkum og gerði það í 66 leikjum fyrir Barcelona.

Næstu menn á listanum tóku sér síðan töluvert lengri tíma, Robert Lewandowski sett sitt í 77. leiknum og Kylian Mbappé tók sér 79 leiki.

Cristiano Ronaldo er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar frá upphafi, með 140 mörk í heildina. Hann skoraði ekki 50. markið fyrr en eftir 96 leiki og hinn 25 ára gamli Haaland er á góðri leið með að ná honum ef svona heldur áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×