Fótbolti

Amanda spilar í Meistara­deildinni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Amanda Andradóttir mun leika listir sínar í Meistaradeildinni annað tímabilið í röð. 
Amanda Andradóttir mun leika listir sínar í Meistaradeildinni annað tímabilið í röð.  Stan Oosterhof/Soccrates/Getty Images

Amanda Jacobsen Andradóttir og stöllur í hollenska liðinu Twente tryggðu sér sæti í Meistaradeildinni með afar öruggum 8-1 sigri í umspilseinvígi gegn Katowice frá Póllandi.

Fyrri leikurinn vannst 4-0 á útivelli og seinni leikurinn endaði 4-1. Amanda kom ekki við sögu í fyrri leiknum en spilaði tíu mínútur í seinni leiknum í dag.

Hún gekk til liðs við hollensku meistarana á síðasta ári, vann tvöfalt og nú hefur liðið tryggt sér Meistaradeildarsæti fimmta tímabilið í röð.

Þrátt fyrir að hafa lítið spilað í þessu einvígi var Amanda í byrjunarliði Twente í fyrsta deildarleik tímabilsins á dögunum og spilaði tæpar áttatíu mínútur í 3-0 sigri gegn Heerenveen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×