Fótbolti

Mourinho tekur við Benfica

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Mourinho hefur komið víða við og næsti áfangastaður er Benfica. 
Mourinho hefur komið víða við og næsti áfangastaður er Benfica.  Richard Sellers/Sportsphoto/Allstar via Getty Images

José Mourinho mun taka við störfum sem knattspyrnustjóri Benfica í heimalandi hans, Portúgal.

Bruno Lage, þjálfari Benfica var rekinn í morgun, eftir 2-3 tap á heimavelli gegn aserska liðinu Qarabag í gærkvöldi. Þá þegar var Mourinho orðaður við starfið en hann var látinn fara frá Fenerbahce á dögunum.

Mourinho sást svo í Lissabon í dag og var spurður hvort hann myndi taka við af Bruno.

„Hvaða þjálfari segir nei við Benfica? Ekki ég“ svaraði hann fyrir sig.

Samfélagsmiðlaskúbbarinn Fabrizio Romano greindi svo frá því í kvöld að Mourinho hafi samþykkt boð Benfica og muni skrifa undir samning til ársins 2027.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×