Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2025 17:16 Nicolas Jackson var ánægður með að komast til Bayern. Getty/M. Donato Aðeins sextán dögum eftir að hafa loks fengið það í gegn að komast að láni frá Chelsea til Bayern München gæti Nicolas Jackson gert félaginu sem á hann grikk í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Framherjinn virtist reyndar hafa verið sviptur tækifærinu til að komast til Bayern þegar Liam Delap meiddist, en á lokadegi félagaskiptagluggans komst skriður á málið að nýju og Jackson fékk ósk sína uppfyllta. BBC segir í grein sinni að Jackson hafi á þessum tíma sagst hlakka til að mæta og vonandi skora gegn Chelsea, í Meistaradeildinni. Það tækifæri gefst í München í kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma, í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay. Fylgst er með öllum leikjum í Meistaradeildarmessunni með Gumma Ben á Sýn Sport. Just 16 days after leaving on loan, Nicolas Jackson could play against Chelsea with Bayern Munich in the Champions League.Unlike Premier League rules, on-loan players are eligible to face their parent clubs in UEFA competitions.We will be there 🍿 pic.twitter.com/gkbaludruw— ESPN UK (@ESPNUK) September 17, 2025 Hinn 24 ára Jackson náði aldrei að slá almennilega í gegn hjá Chelsea og stuðningsmenn liðsins bauluðu til að mynda á hann þegar liðið var undir stjórn Mauricio Pochettino. Hann virtist svo farinn að missa traust Enzo Maresca eftir rauðu spjöldin gegn Newcastle í lok síðustu leiktíðar og Flamengo á HM félagsliða í sumar. Eftir komu Delap og Joao Pedro var minna pláss fyrir Jackson og hann endaði að lokum hjá þýska stórveldinu Bayern en þó aðeins að láni. Lánsupphæðin var reyndar mjög há, eða 14,3 milljónir punda, en vistaskiptin verða ekki varanleg nema að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. Samkvæmt þýskum miðlum þyrfti Jackson að spila minnst 40 leiki, í að lágmarki 45 mínútur hvern, til að Bayern verði að kaupa hann fyrir 56,2 milljónir punda. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Framherjinn virtist reyndar hafa verið sviptur tækifærinu til að komast til Bayern þegar Liam Delap meiddist, en á lokadegi félagaskiptagluggans komst skriður á málið að nýju og Jackson fékk ósk sína uppfyllta. BBC segir í grein sinni að Jackson hafi á þessum tíma sagst hlakka til að mæta og vonandi skora gegn Chelsea, í Meistaradeildinni. Það tækifæri gefst í München í kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma, í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay. Fylgst er með öllum leikjum í Meistaradeildarmessunni með Gumma Ben á Sýn Sport. Just 16 days after leaving on loan, Nicolas Jackson could play against Chelsea with Bayern Munich in the Champions League.Unlike Premier League rules, on-loan players are eligible to face their parent clubs in UEFA competitions.We will be there 🍿 pic.twitter.com/gkbaludruw— ESPN UK (@ESPNUK) September 17, 2025 Hinn 24 ára Jackson náði aldrei að slá almennilega í gegn hjá Chelsea og stuðningsmenn liðsins bauluðu til að mynda á hann þegar liðið var undir stjórn Mauricio Pochettino. Hann virtist svo farinn að missa traust Enzo Maresca eftir rauðu spjöldin gegn Newcastle í lok síðustu leiktíðar og Flamengo á HM félagsliða í sumar. Eftir komu Delap og Joao Pedro var minna pláss fyrir Jackson og hann endaði að lokum hjá þýska stórveldinu Bayern en þó aðeins að láni. Lánsupphæðin var reyndar mjög há, eða 14,3 milljónir punda, en vistaskiptin verða ekki varanleg nema að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. Samkvæmt þýskum miðlum þyrfti Jackson að spila minnst 40 leiki, í að lágmarki 45 mínútur hvern, til að Bayern verði að kaupa hann fyrir 56,2 milljónir punda.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira