Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2025 10:02 Erling Haaland var fyrirliði í liði Ragnars í síðustu umferð og stóð fyrir sínu. Getty/Vísir Rithöfundinum Ragnari Jónassyni er greinilega margt til lista lagt eins og komið var inn á í nýjum lið í Fantasýn, hlaðvarpsþættinum um fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Í nýjasta þætti þeirra Alberts Þórs Guðmundssonar og Sindra Kamban, sem hlusta má á hér að neðan, er farið yfir allt það helsta fyrir fantasy-spilara landsins eftir fjórar umferðir af deildinni. Meðal annars veltu þeir vöngum yfir því hvað þeir sem ætla að nýta wildcard-möguleikann ættu að gera. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða með því að smella hér. Í anda stjörnulífsfrétta á miðlum landsins ákváðu þeir félagar einnig að brydda upp á nýjung og finna frægt fólk í hópi fantasy-spilara. Einn af þeim er glæpasagnahöfundurinn Ragnar sem er í toppbaráttunni í Sýnar-deildinni, þar sem allir íslenskir fantasy-spilarar eru sjálfkrafa með. Ragnar er þar í 4. sæti og hlaut heil 89 stig í síðustu umferð, með afar öfluga vörn og Erling Haaland sem fyrirliða eins og sjá má. Lið Ragnars í síðustu umferð Fantasy. Bannað að herma eftir.Skjáskot/Fantasy.premierleague.com „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda? Hann er búinn að skrifa bókina, svo kemur lognið á undan storminum, og svo fer jólabókaflóðið af stað,“ spurði Albert léttur, þegar þeir Sindri ræddu um árangur Ragnars. „Jú mögulega, en ég held að það sé nóg að gera,“ sagði Sindri. „Ég hef reyndar engar áhyggjur af því að Ragnar Jónasson hafi ekki nóg að gera, verandi rithöfundur og lögfræðingur í fullu starfi held ég. Og góður fantasy-spilari,“ sagði Albert. Sindri benti auk þess á að Ragnar héldi utan um flotta glæpasagnahátíð í nóvember, Iceland Noir, svo það væri alveg ljóst að hann hefði nóg fyrir stafni annað en að sinna fantasy-liðinu sínu. „Er hann ekki bara fjórði besti glæpasagnahöfundur Norðurlanda líka?“ spurði Albert en sjálfsagt má rökræða um það lengi. Sindri benti hins vegar á að hæfileikar Ragnars nýttust greinilega á fleiri en einu sviði: „Þegar þú ert að setja upp svona glæpasögur… þetta er smá púsluspil. Þú þarft að láta ákveðna þræði ganga upp. Hann er greinilega góður greinandi. Annar maður sem skarar fram úr á sínu sviði, Magnus Carlsen skákmaðurinn knái, er þekktur sem mjög góður fantasy-spilari.“ Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn á tal.is með því að smella hér. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Sjá meira
Í nýjasta þætti þeirra Alberts Þórs Guðmundssonar og Sindra Kamban, sem hlusta má á hér að neðan, er farið yfir allt það helsta fyrir fantasy-spilara landsins eftir fjórar umferðir af deildinni. Meðal annars veltu þeir vöngum yfir því hvað þeir sem ætla að nýta wildcard-möguleikann ættu að gera. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða með því að smella hér. Í anda stjörnulífsfrétta á miðlum landsins ákváðu þeir félagar einnig að brydda upp á nýjung og finna frægt fólk í hópi fantasy-spilara. Einn af þeim er glæpasagnahöfundurinn Ragnar sem er í toppbaráttunni í Sýnar-deildinni, þar sem allir íslenskir fantasy-spilarar eru sjálfkrafa með. Ragnar er þar í 4. sæti og hlaut heil 89 stig í síðustu umferð, með afar öfluga vörn og Erling Haaland sem fyrirliða eins og sjá má. Lið Ragnars í síðustu umferð Fantasy. Bannað að herma eftir.Skjáskot/Fantasy.premierleague.com „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda? Hann er búinn að skrifa bókina, svo kemur lognið á undan storminum, og svo fer jólabókaflóðið af stað,“ spurði Albert léttur, þegar þeir Sindri ræddu um árangur Ragnars. „Jú mögulega, en ég held að það sé nóg að gera,“ sagði Sindri. „Ég hef reyndar engar áhyggjur af því að Ragnar Jónasson hafi ekki nóg að gera, verandi rithöfundur og lögfræðingur í fullu starfi held ég. Og góður fantasy-spilari,“ sagði Albert. Sindri benti auk þess á að Ragnar héldi utan um flotta glæpasagnahátíð í nóvember, Iceland Noir, svo það væri alveg ljóst að hann hefði nóg fyrir stafni annað en að sinna fantasy-liðinu sínu. „Er hann ekki bara fjórði besti glæpasagnahöfundur Norðurlanda líka?“ spurði Albert en sjálfsagt má rökræða um það lengi. Sindri benti hins vegar á að hæfileikar Ragnars nýttust greinilega á fleiri en einu sviði: „Þegar þú ert að setja upp svona glæpasögur… þetta er smá púsluspil. Þú þarft að láta ákveðna þræði ganga upp. Hann er greinilega góður greinandi. Annar maður sem skarar fram úr á sínu sviði, Magnus Carlsen skákmaðurinn knái, er þekktur sem mjög góður fantasy-spilari.“ Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn á tal.is með því að smella hér.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Sjá meira