Fótbolti

Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Viktor Gyökeres skoraði eitt fyrir Arsenal í gær.
Viktor Gyökeres skoraði eitt fyrir Arsenal í gær. Stuart MacFarlane/Arsenal FC via Getty Images

Alls fóru fram átta leikir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Erkifjendurnir Arsenal og Tottenham unnu stórsigra og Brentford sótti dramatískt stig gegn Chelsea.

Dagurinn hófst á leik Arsenal og Nottingham Forest, þar sem gestirnir í Forest mættu með nýjan stjóra til leiks. Ange Postecoglou, sem þjálfaði Tottenham á síðasta tímanbili, gat þó ekkert gert gegn ógnarsterku liði Arsenal, sem vann að lokum 3-0 sigur. Marti Zubimendi skoraði tvö fyrir Skytturnar og Viktor Gyökeres eitt.

Þá fór fimm leikir fram klukkan 14:00. Viðureignum Crystal Palace og Sunderland annars vegar, og Everton og Aston Villa hins vegar, lauk með markalausu jafntefli, en við fengum mörk í hinum þremur leikjunum.

Bournemouth vann 2-1 sigur gegn Brighton, Newcastle vann 1-0 sigur gegn Wolves og Fulham vann vægast sagt dramatískan 1-0 sigur gegn Leeds.

Klippa: Öll mörk úr fyrri leikjum laugardagsins

Klukkan 16:30 hófst svo fyrri Lundúnaslagur dagsins þegar West Ham tók á móti Tottenham. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust gestirnir yfir eftir hornspyrnu áður en liðið bætti tveimur mörkum við eftir að Tomas Soucek lét reka sig af velli með beint rautt spjald í liði heimamanna.

Klippa: West Ham - Tottenham 0-3

Þá var einnig dramatík í seinni Lundúnaslag dagsins þegar Brentford tók á móti Chelsea. Moises Caicedo virtist vera búinn að tryggja Chelsea endurkomusigur með marki á 85. mínútu, en Fabio Carvalho var með aðrar hugmyndir.

Klippa: Brentford - Chelsea 2-2

Öll mörk gærdagsins má sjá í spilurunum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×