Fótbolti

Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Harry Kane skoraði tvö og lagði upp eitt fyrir Bayern í kvöld.
Harry Kane skoraði tvö og lagði upp eitt fyrir Bayern í kvöld. Adam Pretty/Getty Images

Þýskalandsmeistarar Bayern München unnu afar öruggan 5-0 sigur er liðið tók á móti Hamburger SV í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Það varð fljótt ljóst í hvað stefndi því Serge Gnabry kom Bayern yfir strax á þriðju mínútu áður en Aleksandar Pavlovic bætti öðru marki liðsins við sex mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Harry Kane.

Kane var svo sjálfur á ferðinni þegar hann bætti þriðja marki liðsins við af vítapunktinum á 26. mínútu áður en Luis Diaz skoraði fjórða mark liðsins þremur mínútum síðar.

Harry Kane bætti svö öðru marki sínu og þriðja marki Bayern við eftir rétt rúmlega klukkutíma leik og þar við sat.

Niðurstaðan því 5-0 sigur Bayern sem er enn með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, en Hamburger er aðeins með eitt stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×