Handbolti

„Þess vegna unnum við“

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Stefán Arnarson var ánægður með sínar konur.
Stefán Arnarson var ánægður með sínar konur. Vísir/Anton Brink

Haukar sigruðu Íslandsmeistara Vals í dag 21-24. Sara Sif Helgadóttir í marki Hauka átti frábæran dag með 18 vörslur.

„Ég er mjög sáttur með sigurinn og þetta var sterkur sigur. Vörn og markvarsla var frábær í dag, og það skilaði sér,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Hauka, ánægður eftir sigur liðsins í dag.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, leikmaður Hauka, átti stórleik í dag og skoraði átta mörk í fyrri hálfleik og í heildina tólf mörk.

„Frammistaða allra leikmanna var góð, ég horfi alltaf frá liðinu og pikka ekki leikmenn út. En Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var góð í dag og allir leikmennirnir og þess vegna unnum við,“ sagði Stefán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×