Handbolti

ÍR komið á blað þökk sé ótrú­legri frammi­stöðu Baldurs Fritz

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Feðgar.
Feðgar. Vísir/Hulda Margrét/ÍR

Afturelding lagði HK með þriggja marka mun í Olís deild karla í handbolta, lokatölur í Kópavogi 26-29. Á sama tíma gerðu ÍR og Selfoss jafntefli þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Bjarnasonar.

Gestirnir úr Mosfellsbæ komu, sáu og sigruðu í kvöld. Þeirra markahæstir voru Harri Halldórsson og Ævar Smári Gunnarsson með 5 mörk hvor. Þar á eftir komu Árni Bragi Eyjólfsson og Kristján Ottó Hjálmsson með 4 mörk hvor. Ágúst Guðmundsson og Andri Þór Helgason voru markahæstir í liði HK með 5 mörk hvor.

Afturelding hefur nú unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu á meðan HK hefur tapað báðum.

Í Breiðholti var Selfoss í heimsókn, lokatölur 33-33 í leik þar sem Baldur Fritz Bjarnason fór á kostum. Baldur Fritz er eins og flest vita sonur Bjarna Fritzsonar, þjálfara ÍR. Það borgaði sig heldur betur að spila syninum í kvöld en Baldur Fritz skoraði 13 mörk og var markahæstur allra á vellinum. Hannes Höskuldsson var markahæstur í liði gestanna með 7 mörk.

Bæði lið eru með eitt stig að loknum tveimur umferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×