Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. september 2025 23:30 Franco Mastantuono þykir mjög efnilegur. Franklin Jacome/Getty Images Franco Mastantuono er nafnið á allra vörum í Argentínu. Ungstirnið efnilega sem Real Madrid keypti í sumar spilaði sinn fyrsta landsleik í gærkvöldi, fékk treyju númer 10 lánaða frá Lionel Messi og sló í leiðinni met Diego Maradona. Mastantuono kom inn á fyrir Argentínu um miðjan seinni hálfleik í gærkvöldi og gerðist þar með yngsti leikmaður Argentínu til að klæðast treyju númer 10. Mastantuono er 18 ára og 23 daga gamall og tók metið af Maradona, sem var 18 ára og rúmlega 9 mánaða gamall þegar hann klæddist treyju númer 10 í fyrsta sinn árið 1979. What a week for Franco Mastantuono 🤩💎Last week, he saw his dream come true - making his first start for Argentina and playing alongside his idol Lionel Messi: ‘It was incredible to play with him. Honestly, it was the dream of my life.’ 💭Today, he had the honour of wearing… pic.twitter.com/tFG1sFl5a1— 433 (@433) September 10, 2025 Spilamennska Mastantuono heillaði líka mikið, hann þótti árásargjarn og öruggur með sig, en tókst ekki að jafna leikinn og Argentína tapaði nokkuð óvænt 1-0 gegn Ekvador. Leikurinn skipti þó ekki öllu máli þar sem Argentína hafði nú þegar tryggt sér sæti á HM. Lionel Messi klæðist alla jafnan treyju númer 10 hjá Argentínu, en var hvíldur í gær. Þá átti Thiago Almada að taka tíuna en landsliðsþjálfarinn Lionel Scaloni ákvað að hvíla hann einnig og leyfa stráknum að spreyta sig. „Franco stóð sig vel, hann er með mikinn persónuleika. Er öruggur á boltanum og biður um hann. Vandamálið er að hann kom inn á þegar Ekvador var að verja forystuna og hann hafði lítið pláss til að vinna með. Mikilvægast er þó að hann reynir alltaf að sækja“ sagði Scaloni um frammistöðu Mastantuono. Landsleikjahlénu er nú lokið og Mastantuono mun halda aftur til Spánar að undirbúa sig fyrir næsta leik með Real Madrid, sem keypti hann í sumar frá uppeldisfélaginu River Plate fyrir tæpar fimmtíu milljónir evra. HM 2026 í fótbolta Argentína Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Sjá meira
Mastantuono kom inn á fyrir Argentínu um miðjan seinni hálfleik í gærkvöldi og gerðist þar með yngsti leikmaður Argentínu til að klæðast treyju númer 10. Mastantuono er 18 ára og 23 daga gamall og tók metið af Maradona, sem var 18 ára og rúmlega 9 mánaða gamall þegar hann klæddist treyju númer 10 í fyrsta sinn árið 1979. What a week for Franco Mastantuono 🤩💎Last week, he saw his dream come true - making his first start for Argentina and playing alongside his idol Lionel Messi: ‘It was incredible to play with him. Honestly, it was the dream of my life.’ 💭Today, he had the honour of wearing… pic.twitter.com/tFG1sFl5a1— 433 (@433) September 10, 2025 Spilamennska Mastantuono heillaði líka mikið, hann þótti árásargjarn og öruggur með sig, en tókst ekki að jafna leikinn og Argentína tapaði nokkuð óvænt 1-0 gegn Ekvador. Leikurinn skipti þó ekki öllu máli þar sem Argentína hafði nú þegar tryggt sér sæti á HM. Lionel Messi klæðist alla jafnan treyju númer 10 hjá Argentínu, en var hvíldur í gær. Þá átti Thiago Almada að taka tíuna en landsliðsþjálfarinn Lionel Scaloni ákvað að hvíla hann einnig og leyfa stráknum að spreyta sig. „Franco stóð sig vel, hann er með mikinn persónuleika. Er öruggur á boltanum og biður um hann. Vandamálið er að hann kom inn á þegar Ekvador var að verja forystuna og hann hafði lítið pláss til að vinna með. Mikilvægast er þó að hann reynir alltaf að sækja“ sagði Scaloni um frammistöðu Mastantuono. Landsleikjahlénu er nú lokið og Mastantuono mun halda aftur til Spánar að undirbúa sig fyrir næsta leik með Real Madrid, sem keypti hann í sumar frá uppeldisfélaginu River Plate fyrir tæpar fimmtíu milljónir evra.
HM 2026 í fótbolta Argentína Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Sjá meira