Lífið

Um­deild mormónadrottning nýja piparjónkan

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Raunveruleikastjarnan Taylor Frankie Paul vakti mikla athygli í The Secret Lives of Mormon Wives.
Raunveruleikastjarnan Taylor Frankie Paul vakti mikla athygli í The Secret Lives of Mormon Wives. Araya Doheny/Getty Images

Raunveruleikastjarnan Taylor Frankie Paul skaust upp á stjörnuhimininn fyrir nokkrum árum í þáttum um mormónaskvísur í Utah fylki í Bandaríkjunum. Nú mun frægðarsól hennar skína enn skærar því hún var nýverið kynnt inn sem nýjasta piparjónkan eða The Bachelorette í samnefndum raunveruleikaþáttum. 

The Bachelorette eru einhverjir vinsælustu ástarþættir sögunnar og hafa verið á skjánum í áratugi þar sem annað hvort piparjónka eða piparsveinn reynir að finna ástina.

Taylor Frankie Paul er hluti af mormónaeiginkonunum í The Secret Lives of Mormon Wives en er þó fráskilin þriggja barna móðir. Hún er óneitanlega aðal stjarnan í kvennahópnum sem samanstendur af níu konum, með lang flesta fylgjendur á samfélagsmiðlum og sú sem hefur hvað mest verið á milli tannanna á fólki.  

Sömuleiðis er Taylor Frankie Paul í raun ástæða þess að raunveruleikaþættirnir um ungu mormónakonurnar fóru af stað. Hún ásamt nokkrum öðrum stofnuðu TikTok aðganginn Mom Tok sem vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum. 

Árið 2022 braut Frankie Paul svo næstum Internetið þegar hún opnaði sig um  „swing“ senuna í mormónasamfélaginu og sagði að nokkrar vinkonur deildu gjarnan mökum og væru oft öll saman í ástarlotum. 

Margar kvennanna væru mjög ósáttar við Frankie Paul og sögðu þetta lygi en þrátt fyrir það varð hópurinn enn frægari og fékk í kjölfarið boð um að gera raunveruleikaþætti. 

Hún átti þriðja barn sitt með Dakota Mortensen sem var áberandi í fyrstu tveimur seríum af Secret Lives. Þá kom í ljós að hann hafði svikið hana og haldið fram hjá henni og fóru þau á endanum í sitt hvora áttina. 

Taylor Frankie Paul mun án efa draga að nýja áhorfendur fyrir The Bachelorette í vetur og vonandi finna ástina ásamt því að sjokkera eins og henni einni er lagið. Hún fer alltaf eigin leiðir og lætur neikvæðar raddir ekki breyta sér og sínu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.