Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Atli Ísleifsson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 9. september 2025 09:00 VÆB-bræður voru fulltrúar Íslands í Eurovision fyrr á þessu ári. Vísir/Hulda Margrét Ríkisútvarpið hefur staðfest þátttöku Íslands í Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki í maí á næsta ári. Það er þó gert með fyrirvara um niðurstöðu yfirstandandi samráðsferils innan EBU, vegna þátttöku ísraelska ríkissjónvarpsins KAN í keppninni. Í tilkynningu frá RÚV segir að á vettvangi EBU hafi RÚV þegar gert athugasemdir við þátttöku KAN í keppninni, muni fylgjast náið með þróun þeirra mála á vettvangi EBU og hafi áskilið sér rétt til að hætta við þátttöku í henni ef ekki verður brugðist við með fullnægjandi hætti af hálfu EBU. „Opnað hefur verið fyrir innsendingar laga í Söngvakeppnina 2026 á slóðinni songvakeppnin.is. Eins og áður verða tíu lög valin til keppni hér heima og sigurlagið verður framlag Íslands í Eurovision sem fram fer í Vínarborg í Austurríki í maí á næsta ári, með þeim fyrirvara sem um ræðir hér að ofan,“ segir í tilkynningunni. Söngvakeppnin 2026 verður afar glæsileg, að sögn framleiðenda keppninnar, en fjörutíu ár verða liðin frá því að Ísland tók fyrst þátt í Eurovision, þegar ICY-tríóið hélt til Bergen í Noregi með Gleðibankann og verður þeim tímamótum fagnað í keppninni í ár. „Við ætlum að fagna þessu 40 ára þátttökuafmæli með veglegum hætti,“ er haft eftir Rúnari Frey Gíslasyni, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar. „Söngvakeppnin hefur heldur betur glatt fjölskyldur í landinu í gegnum tíðina. Hún hefur laðað að frábært tónlistarfólk og mótað tónlistarsögu landsins með ógleymanlegum lagaperlum. Við hlökkum til að halda áfram á þeirri braut. Við reynum alltaf að toppa okkur,“ segir hann. Bræðurnir í VÆB sigruðu í Söngvakeppninni 2025 með lagið RÓA og tóku þátt í Eurovision í Basel í Sviss. Lagið hefur síðan verið spilað yfir 25 milljón sinnum á Spotify; þeir hafa komið fram hér á landi allar helgar; og halda í tónleikaferð um Evrópu í byrjun næsta árs. Það má því með sanni segja að Söngvakeppnin og Eurovision opni margar dyr fyrir íslenskt tónlistarfólk. RÚV hvetur alla laga- og textahöfunda landsins til að senda inn lag. Söngvakeppnin fagnar fjölbreytileikanum eins og alltaf og tekið verður á móti öllum tegundum af tónlist. Öllum lagahöfundum er frjálst að senda inn lög á songvakeppnin.is og mun valnefnd Söngvakeppninnar taka allar innsendingar til umfjöllunar. Niðurstöður verða senda höfundum í síðasta lagi 1. desember 2025. Frestur til að senda inn lag rennur út á miðnætti miðvikudaginn 8. október. Íslendingar meðal þjóða sem vildu Ísraeli burt Vísir greindi frá því í gær að stjórn Rúv hefði gert fyrirvara um þátttöku Íslands í Eurovision á næsta ári og sagði stjórnarformaður Rúv að það lægi ekki fyrir hvort Ísland yrði með. Ástæðan væri samráðsvinna á vettvangi EBU sem lýtur að þátttöku Ísraels í keppninni. Í gær kom jafnframt fram að tekin yrði endanleg ákvörðun um þátttöku Íslands þegar niðurstaða lægi fyrir hvað varðar þátttöku Ísraels, en frestur til að staðfesta hana hefur verið framlengdur fram í desember. „Það var aðalfundur hjá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, í júlí og þar komu fram, meðal annars frá okkur, gagnrýnisraddir um að Ísrael fengi að vera með. Það var ákveðið á þeim fundi að hefja eins konar samráðsferli á milli sjónvarpsstöðvanna,“ sagði Stefán Jón Hafstein, stjórnarformaður Rúv, í samtali við Vísi í gær. „Það var skipaður erindreki sem átti að ræða við stöðvarnar. Þegar svo kemur í ljós núna að það var að renna út tilkynningarfresturinn um þátttöku á næsta ári, þá sögðum við nei, við erum ekki tilbúin í það nema með fyrirvara. Og fyrirvarinn er um að þetta samráðsferli um Ísrael verði viðunandi, leiði til viðunandi niðurstöðu fyrir okkur,“ sagði Stefán. Þegar samráðsferli innan EBU er lokið muni stjórn Rúv taka endanlega ákvörðun í stjórninni. Eurovision 2025 Eurovision Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tónlist Tengdar fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Stefán Jón Hafstein, stjórnarformaður Ríkisútvarpsins, vill að Ísrael verði meinuð þátttaka í Eurovision á meðan verið er að rannsaka stríðsrekstur Ísraela á Gasa. Hann vísar í fordæmi þar sem ákveðið var að vísa Rússum og Hvít-Rússum úr keppni vegna innrásarstríðsins í Úkraínu. 1. júlí 2025 08:06 Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Omam gerir góðverk Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Í tilkynningu frá RÚV segir að á vettvangi EBU hafi RÚV þegar gert athugasemdir við þátttöku KAN í keppninni, muni fylgjast náið með þróun þeirra mála á vettvangi EBU og hafi áskilið sér rétt til að hætta við þátttöku í henni ef ekki verður brugðist við með fullnægjandi hætti af hálfu EBU. „Opnað hefur verið fyrir innsendingar laga í Söngvakeppnina 2026 á slóðinni songvakeppnin.is. Eins og áður verða tíu lög valin til keppni hér heima og sigurlagið verður framlag Íslands í Eurovision sem fram fer í Vínarborg í Austurríki í maí á næsta ári, með þeim fyrirvara sem um ræðir hér að ofan,“ segir í tilkynningunni. Söngvakeppnin 2026 verður afar glæsileg, að sögn framleiðenda keppninnar, en fjörutíu ár verða liðin frá því að Ísland tók fyrst þátt í Eurovision, þegar ICY-tríóið hélt til Bergen í Noregi með Gleðibankann og verður þeim tímamótum fagnað í keppninni í ár. „Við ætlum að fagna þessu 40 ára þátttökuafmæli með veglegum hætti,“ er haft eftir Rúnari Frey Gíslasyni, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar. „Söngvakeppnin hefur heldur betur glatt fjölskyldur í landinu í gegnum tíðina. Hún hefur laðað að frábært tónlistarfólk og mótað tónlistarsögu landsins með ógleymanlegum lagaperlum. Við hlökkum til að halda áfram á þeirri braut. Við reynum alltaf að toppa okkur,“ segir hann. Bræðurnir í VÆB sigruðu í Söngvakeppninni 2025 með lagið RÓA og tóku þátt í Eurovision í Basel í Sviss. Lagið hefur síðan verið spilað yfir 25 milljón sinnum á Spotify; þeir hafa komið fram hér á landi allar helgar; og halda í tónleikaferð um Evrópu í byrjun næsta árs. Það má því með sanni segja að Söngvakeppnin og Eurovision opni margar dyr fyrir íslenskt tónlistarfólk. RÚV hvetur alla laga- og textahöfunda landsins til að senda inn lag. Söngvakeppnin fagnar fjölbreytileikanum eins og alltaf og tekið verður á móti öllum tegundum af tónlist. Öllum lagahöfundum er frjálst að senda inn lög á songvakeppnin.is og mun valnefnd Söngvakeppninnar taka allar innsendingar til umfjöllunar. Niðurstöður verða senda höfundum í síðasta lagi 1. desember 2025. Frestur til að senda inn lag rennur út á miðnætti miðvikudaginn 8. október. Íslendingar meðal þjóða sem vildu Ísraeli burt Vísir greindi frá því í gær að stjórn Rúv hefði gert fyrirvara um þátttöku Íslands í Eurovision á næsta ári og sagði stjórnarformaður Rúv að það lægi ekki fyrir hvort Ísland yrði með. Ástæðan væri samráðsvinna á vettvangi EBU sem lýtur að þátttöku Ísraels í keppninni. Í gær kom jafnframt fram að tekin yrði endanleg ákvörðun um þátttöku Íslands þegar niðurstaða lægi fyrir hvað varðar þátttöku Ísraels, en frestur til að staðfesta hana hefur verið framlengdur fram í desember. „Það var aðalfundur hjá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, í júlí og þar komu fram, meðal annars frá okkur, gagnrýnisraddir um að Ísrael fengi að vera með. Það var ákveðið á þeim fundi að hefja eins konar samráðsferli á milli sjónvarpsstöðvanna,“ sagði Stefán Jón Hafstein, stjórnarformaður Rúv, í samtali við Vísi í gær. „Það var skipaður erindreki sem átti að ræða við stöðvarnar. Þegar svo kemur í ljós núna að það var að renna út tilkynningarfresturinn um þátttöku á næsta ári, þá sögðum við nei, við erum ekki tilbúin í það nema með fyrirvara. Og fyrirvarinn er um að þetta samráðsferli um Ísrael verði viðunandi, leiði til viðunandi niðurstöðu fyrir okkur,“ sagði Stefán. Þegar samráðsferli innan EBU er lokið muni stjórn Rúv taka endanlega ákvörðun í stjórninni.
Eurovision 2025 Eurovision Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tónlist Tengdar fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Stefán Jón Hafstein, stjórnarformaður Ríkisútvarpsins, vill að Ísrael verði meinuð þátttaka í Eurovision á meðan verið er að rannsaka stríðsrekstur Ísraela á Gasa. Hann vísar í fordæmi þar sem ákveðið var að vísa Rússum og Hvít-Rússum úr keppni vegna innrásarstríðsins í Úkraínu. 1. júlí 2025 08:06 Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Omam gerir góðverk Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Stefán Jón Hafstein, stjórnarformaður Ríkisútvarpsins, vill að Ísrael verði meinuð þátttaka í Eurovision á meðan verið er að rannsaka stríðsrekstur Ísraela á Gasa. Hann vísar í fordæmi þar sem ákveðið var að vísa Rússum og Hvít-Rússum úr keppni vegna innrásarstríðsins í Úkraínu. 1. júlí 2025 08:06
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“