Íslenski boltinn

Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti

Ágúst Orri Arnarson skrifar
FH - FHL
FH - FHL

FHL sótti stig gegn Þrótti í gær, sitt fjórða stig í allt sumar. Mörkin úr 2-2 jafntefli liðanna má sjá hér fyrir neðan. 

Klippa: Þróttur - FHL 2-2

Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugar­dalnum

Björg Gunnlaugsdóttir kom FHL yfir á 27. mínútu með góðu slútti hægra megin í teignum eftir þversendingu frá Calliste Brookshire.

Jöfnunarmarkið Þróttar kom rétt fyrir hálfleik. Aðdragandinn var töluverður, þ.e. Katie Cousins tók aukaspyrnu sem fór í slána, þar barst boltinn út og stuttu síðar skallar Kayla Robbins í innanverða stöngina eftir fyrirgjöf frá hægri. Sierra Lelii var fyrst að átta sig og skoraði af stuttu færi.

Staðan 1-1 í hálfleik.

María Eva kom Þrótti yfir snemma í seinni hálfleik. Einhverjir kynnu að halda að þarna væri björninn unninn og FHL myndu leggja árar í bát, en það var síður en svo. Taylor Marie jafnaði leikinn fyrir FHL á 61. mínútu með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá hægri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×