„Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. september 2025 15:22 Líkt og aðrir leikmenn Íslands átti Tryggvi lakan leik gegn Frakklandi. vísir / hulda margrét Tryggvi Hlinason stóð sig manna best hjá íslenska landsliðinu á EM í körfubolta og gengur stoltur frá borði þrátt fyrir að enginn sigur hafi skilað sér. Hann sýndi þó þreytumerki í leiknum gegn Frakklandi, eðlilega kannski eftir að hafa spilað nánast allar mínútur á mótinu. Klippa: Tryggvi Hlinason eftir lokaleikinn á EM „Menn voru búnir að gefa allt sitt í síðustu fjórum leikjum og þó hausinn vilji vera til staðar þá kallar líkaminn líka á mann og segir að hlutirnir séu ekki alveg þannig. Frakkar eru með hörkugott og mjög líkamlega sterkt lið, því miður þá bognuðum við undan því, en ef við horfum á allt mótið í heild sinni er ég mjög stoltur af öllu sem við erum búnir að gera“ sagði Tryggvi fljótlega eftir leik. Frakkar voru algjörlega við völd í dag og komnir með fimmtíu stig á töfluna eftir aðeins þrettán mínútur, þeir virtust hreinlega hitta úr öllum sínum skotum. „Já við þurfum að treysta á að svona lið eigi slæman dag á móti okkur en í dag settu þeir bara allt niður. Við reyndum að setja í svæðisvörn og sjá hvort þeir gætu skotið en þeir bara hittu öllu og ef þeir hittu ekki þá náðu þeir í frákast“ segir Tryggvi og tekur ýmislegt jákvætt úr leiknum líka. „Eins og alltaf var stúkan alltaf til staðar og stóð með okkur í gegnum þetta allt. Flott að ungu strákarnir fengu líka aðeins að spreyta sig, sýna hvað þeir geta gert og lært af þessu því við ætlum að halda áfram í þessu og menn þurfa að venjast því að spila við svona lið.“ Tryggvi skoraði átta stig og greip fimm fráköst.vísir / hulda margrét Íslandi tókst ekki að vinna sinn fyrsta stórmótssigur á mótinu þrátt fyrir að hafa oft hangið vel í andstæðingunum. Tryggvi segist stoltur af liðinu og vonar að fyrsti sigurinn skili sér á næsta EM. „Ég er bara ótrúlega stoltur af öllu sem við erum búnir að gera. Ótrúlega lítill munur hefði getað gert það að verkum að við vinnum þrjá leiki, sem er kannski skrítið að segja þegar við náðum ekki að vinna neinn, en við vorum alltaf í bullandi séns. Nema kannski í þessum eina leik gegn Frakklandi núna, en eins og ég segi, heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki. Það er ótrúlega erfitt að komast áfram á EuroBasket og að ná í sigur hefur verið áskorun, en við ætlum að ná honum.“ Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
Klippa: Tryggvi Hlinason eftir lokaleikinn á EM „Menn voru búnir að gefa allt sitt í síðustu fjórum leikjum og þó hausinn vilji vera til staðar þá kallar líkaminn líka á mann og segir að hlutirnir séu ekki alveg þannig. Frakkar eru með hörkugott og mjög líkamlega sterkt lið, því miður þá bognuðum við undan því, en ef við horfum á allt mótið í heild sinni er ég mjög stoltur af öllu sem við erum búnir að gera“ sagði Tryggvi fljótlega eftir leik. Frakkar voru algjörlega við völd í dag og komnir með fimmtíu stig á töfluna eftir aðeins þrettán mínútur, þeir virtust hreinlega hitta úr öllum sínum skotum. „Já við þurfum að treysta á að svona lið eigi slæman dag á móti okkur en í dag settu þeir bara allt niður. Við reyndum að setja í svæðisvörn og sjá hvort þeir gætu skotið en þeir bara hittu öllu og ef þeir hittu ekki þá náðu þeir í frákast“ segir Tryggvi og tekur ýmislegt jákvætt úr leiknum líka. „Eins og alltaf var stúkan alltaf til staðar og stóð með okkur í gegnum þetta allt. Flott að ungu strákarnir fengu líka aðeins að spreyta sig, sýna hvað þeir geta gert og lært af þessu því við ætlum að halda áfram í þessu og menn þurfa að venjast því að spila við svona lið.“ Tryggvi skoraði átta stig og greip fimm fráköst.vísir / hulda margrét Íslandi tókst ekki að vinna sinn fyrsta stórmótssigur á mótinu þrátt fyrir að hafa oft hangið vel í andstæðingunum. Tryggvi segist stoltur af liðinu og vonar að fyrsti sigurinn skili sér á næsta EM. „Ég er bara ótrúlega stoltur af öllu sem við erum búnir að gera. Ótrúlega lítill munur hefði getað gert það að verkum að við vinnum þrjá leiki, sem er kannski skrítið að segja þegar við náðum ekki að vinna neinn, en við vorum alltaf í bullandi séns. Nema kannski í þessum eina leik gegn Frakklandi núna, en eins og ég segi, heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki. Það er ótrúlega erfitt að komast áfram á EuroBasket og að ná í sigur hefur verið áskorun, en við ætlum að ná honum.“
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira