Enski boltinn

Setti nýtt heims­met í Liverpool treyjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hér má sjá alla Liverpool búningana í eigu Svisslendingsins Florian Thürler.
Hér má sjá alla Liverpool búningana í eigu Svisslendingsins Florian Thürler. Getty/Harold Cunningham

Stuðningsmenn Englandsmeistara Liverpool eru víðar út um heim en bara í Bítlaborginni eins og við þekkjum vel hér á Íslandi.

Einn sá klikkaðsti býr í Sviss og honum hefur nú tekist að slá heimsmet. Florian Thürler hefur fengið heimsmet sitt staðfest af Heimsmetabók Guinness.

Thürler er samkvæmt henni sá sem á flestar Liverpool treyjur í heiminum.

Svisslendingurinn hélt upp á sextugsafmælið sitt með því að stilla upp öllum Liverpool treyjum sínum á fótboltavelli og það var mögnuð sjón.

Thürler á alls 1047 Liverpool treyjur en hann á treyjur enska félagsins frá því á sjötta áratugnum.

Thürler var sjálfur fótboltamaður og spilaði fyrir lið Young Boys.

Hann notaði fótboltavöll í svissneska þorpinu Magglingen til að sýna alla búningana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×