Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. september 2025 12:31 Kjartan segist orðinn háður því að gera TikTok-sketsa. Vísir/Anton Brink Kjartan Logi Sigurjónsson hefur nýverið vakið mikla athygli fyrir grínsketsa á TikTok og Instagram. Hann birtir daglega nýjan skets og tugþúsundir manna hafa horft á marga þeirra. Kjartan á ekki langt að sækja grínið enda sonur Sigurjóns Kjartansonar. Kjartan hefur sýslað við ýmiss konar grín, haldið úti hlaðvörpum, hrekkt útvarpsmenn og unnið sketsaþættina „Fregnir herma“ þar sem hann setur gamlar fregnir í nýjan búning, útvarpsleikrit um Geira Goldfinger og barnabókina Klukkan slær hákarl með kærustu sinni þar sem þau gerðu létt grín að Garðabæ. Samhliða þessu hefur Kjartan unnið við ýmis hefðbundnari störf og vinnur þessa dagana sem stöðumælavörður. „Núna erum við með skannabíl og hann tekur myndir af stæðum. Þannig ég er í tölvunni að skoða brot og samþykkja þau eða ekki. Þetta er ekki jafn rómantískt og í gamla daga, það er búið að taka mennska þáttinn úr þessu,“ segir Kjartan Logi. „En það eru allir að gera þetta í helstu borgum í heiminum þannig þetta meikar alveg sens,“ bætir hann við. Kjartan hefur verið að gera sketsa í töluverðan tíma en framleiðslan hefur tekið mikinn kipp upp á síðkastið og síðasta mánuðinn hefur hann birt einn skets á dag. Sá vinsælasti er kominn með tvö hundruð þúsund áhorf samanlagt af Instagram og TikTok en tugir þúsunda hafa horft á marga sketsana. „Maður verður háður þessu“ Kjartan hefur lengi gælt við þá tilhugsun að fara út í sketsagerð en formið og ramminn flækst fyrir, TikTok hafi breytt þessu. „Þetta er miklu auðveldari leið til að koma hugmyndum á framfæri. Ég er núna að reyna að gera myndband á hverjum degi, reyna að vera fyndinn á hverjum degi. Þannig þetta lætur hugmyndaflugið fara af stað,“ segir Kjartan. Kjartan hefur fengið mjög góðar viðtökur við sketsunum.Vísir/Anton Brink Þó Kjartan sé í aðalhlutverki í sketsunum stendur hann alls ekki einn að gríngerðinni. „Mig langar svo mikið að segja: ,Af hverju fékk ég þúsund læk? Þetta er bara ég'. En það er ekki þannig,“ segir Kjartan. „Kærastan mín, Íris, hefur komið með flestar hugmyndirnar en hún er ekkert að deyja yfir því að vera fyrir framan myndavélina. Hún leikstýrir, ég klippi og svo gerum við alltaf handrit saman. Það er mjög gott að hafa kærustu sem nennir þessu og er dálítið fyndin,“ segir Kjartan. Kjartan og Íris Eva gera sketsana saman. Áhrifin af því að deila gríni á TikTok eru töluverð að sögn Kjartans. „Þetta er mjög sturlað samfélagslegt dæmi, það er svo ávanabindandi að fá læk, maður verður háður þessu,“ segir hann um . Hann hafi fengið adrenalínskot þegar þau gerðu túristaskets en meira en tvö hundruð þúsund manns hafa horft á hann samanlagt á Instagram og TikTok. Vinsældir sketsanna haldast þó ekki endilega í hendur við tímann sem er lagður í sketsana. „Ef maður skoðar þetta of mikið getur það haft áhrif á tilfinningar manns en maður á alls ekki að gera það,“ segir hann um áhorfstölurnar. Kjartan er óhræddur að takast á við málefni líðandi stundar og ýfir stundum fjaðrir. „Ég gerði grín að Skildi Íslands, það fékk mörg læk og fólki fannst það fyndið. En það var líka fullt af kommentum frá fólki í Íslandi, þvert á flokka,“ segir hann um stöku leiðindakomment. View this post on Instagram A post shared by Kjartan Logi (@kjartanloginn) „Þegar það kemur eitthvað svona, af því þetta er minn aðgangur, þá get ég eytt ummælunum og blokkað viðkomandi. Þetta á bara að vera gaman, ekki nenni ég að fara að svara einhverjum leiðindum,“ segir Kjartan. „Ég eyði þessu og held áfram með lífið,“ bætir hann við. Eini miðillinn þar sem óþekktir geta komið sér á kortið Hluti af því að Kjartan ákvað að spreyta sig á TikTok var að honum fannst ganga illa að koma gríninu sínu á framfæri. „Maður hefur tekið eftir því að það er erfiðara að koma sér á framfæri, eins og í Skapandi sumarstörfum, þegar maður er ekki með þekkt andlit,“ segir Kjartan. Kjartan klæddur upp sem faðir úr framtíðinni.. Það sé ekki eins mikið af stöðum og áður þar sem ungt fólk getur spreytt sig. Fyrir ekki svo löngu hafi ungir grínistar getað gert sketsaþætti og komist að á sjónvarpsstöðvum á borð við Skjáeinn og Popptíví. „Það eru bara ekki til þannig sjónvarpsstöðvar í dag sem hjálpa ungu fólki í gríni að koma sér á framfæri í gríni. TikTok er held ég eini miðillinn þar sem óþekkt fólk getur komið sér á kortið með gríni,“ segir hann. Kjartan viðurkennnir þó að hann hafi verið ansi fordómafullur í garð TikTok í fyrstu. „Pffftt TikTok, hvað er það? Nenni því ekki,“ hafi hann hugsað. „Ég var með fordóma en núna er maður kominn hundrað prósent inn á þetta. Ég er fastur þarna núna, orðinn háður,“ bætir hann við. „Þeir eru skemmtilegir, alveg eins og pabbi sinn“ Þegar rætt er um grín Kjartans er óhjákvæmilegt að nefna föður hans á nafn, Sigurjón Kjartanson, fóstbróður, annan helming Tvíhöfða og gríngoðsögn. Ekki síst vegna þess hve líkir þeir eru útlitslega. Kjartan segist hafa fundið fyrir samanburðinum í gegnum tíðina. „Þeir eru skemmtilegir, alveg eins og pabbi sinn,“ hafi fólk sagt um Kjartan og yngri bróður hans, Egil Gauta sem er tónlistarmaður og sviðshöfundur. Kjartan Logi með bróður sínum, Agli Gauta. „Ég hef fengið meira að heyra þetta en Egill. Líka í kommentum á Instagram og TikTok, komment eins og ,Sigurjón Kjartan-esque'. En við erum náttúrulega með sömu takta enda er hann pabbi minn,“ segir Kjartan. „Þetta er aðallega böggandi þegar fólk spyr hvort pabbi sé fyndinn í matarboðum. Fólk spyr oft að því,“ segir Kjartan. Samanburðurinn sé alveg skiljanlegur. „Þetta er oft verið að bera saman grínið enda er það svipað. Svo erum við mjög líkir í þokkabót. Mér finnst það bara hrós og gaman að því,“ segir hann. Innblásturinn að sketsum Kjartans og Írisar kemur víða að og smekkur þeirra hefur mótast af alls konar gríni í gegnum tíðina. „Auðvitað er maður innblásinn af gríni sem Jón og pabbi gerðu í Tvíhöfða og það er mjög mikið húmorinn okkar,“ segir hann. Kjartan Logi er mikill spaugari og hrekkjalómur.Vísir/Anton Brink „Annað hvort ertu með húmor og nærð að gera grín út frá því eða bara ekki. Ég ætla ekki að vera leiðinlegur við fólk á samfélagsmiðlum, en stundum sé ég eitthvað og mér finnst það bara ekkert fyndið. En svo er maður líka algjört grínsnobb,“ segir Kjartan. „Ég gæti gert þetta betur,“ hugsi hann stundum þegar hann sjái slíkt grín. „Og núna er maður að reyna það. Þannig vonandi nær maður að vera fyndinn fyrir fólkið á samfélagsmiðlum,“ bætir hann við. Kjartan ætlar að halda áfram að birta daglega sketsa á næstunni og hver veit hvert það leiðir hann í kjölfarið. Kannski í sjónvarpið? TikTok Grín og gaman Samfélagsmiðlar Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Kjartan hefur sýslað við ýmiss konar grín, haldið úti hlaðvörpum, hrekkt útvarpsmenn og unnið sketsaþættina „Fregnir herma“ þar sem hann setur gamlar fregnir í nýjan búning, útvarpsleikrit um Geira Goldfinger og barnabókina Klukkan slær hákarl með kærustu sinni þar sem þau gerðu létt grín að Garðabæ. Samhliða þessu hefur Kjartan unnið við ýmis hefðbundnari störf og vinnur þessa dagana sem stöðumælavörður. „Núna erum við með skannabíl og hann tekur myndir af stæðum. Þannig ég er í tölvunni að skoða brot og samþykkja þau eða ekki. Þetta er ekki jafn rómantískt og í gamla daga, það er búið að taka mennska þáttinn úr þessu,“ segir Kjartan Logi. „En það eru allir að gera þetta í helstu borgum í heiminum þannig þetta meikar alveg sens,“ bætir hann við. Kjartan hefur verið að gera sketsa í töluverðan tíma en framleiðslan hefur tekið mikinn kipp upp á síðkastið og síðasta mánuðinn hefur hann birt einn skets á dag. Sá vinsælasti er kominn með tvö hundruð þúsund áhorf samanlagt af Instagram og TikTok en tugir þúsunda hafa horft á marga sketsana. „Maður verður háður þessu“ Kjartan hefur lengi gælt við þá tilhugsun að fara út í sketsagerð en formið og ramminn flækst fyrir, TikTok hafi breytt þessu. „Þetta er miklu auðveldari leið til að koma hugmyndum á framfæri. Ég er núna að reyna að gera myndband á hverjum degi, reyna að vera fyndinn á hverjum degi. Þannig þetta lætur hugmyndaflugið fara af stað,“ segir Kjartan. Kjartan hefur fengið mjög góðar viðtökur við sketsunum.Vísir/Anton Brink Þó Kjartan sé í aðalhlutverki í sketsunum stendur hann alls ekki einn að gríngerðinni. „Mig langar svo mikið að segja: ,Af hverju fékk ég þúsund læk? Þetta er bara ég'. En það er ekki þannig,“ segir Kjartan. „Kærastan mín, Íris, hefur komið með flestar hugmyndirnar en hún er ekkert að deyja yfir því að vera fyrir framan myndavélina. Hún leikstýrir, ég klippi og svo gerum við alltaf handrit saman. Það er mjög gott að hafa kærustu sem nennir þessu og er dálítið fyndin,“ segir Kjartan. Kjartan og Íris Eva gera sketsana saman. Áhrifin af því að deila gríni á TikTok eru töluverð að sögn Kjartans. „Þetta er mjög sturlað samfélagslegt dæmi, það er svo ávanabindandi að fá læk, maður verður háður þessu,“ segir hann um . Hann hafi fengið adrenalínskot þegar þau gerðu túristaskets en meira en tvö hundruð þúsund manns hafa horft á hann samanlagt á Instagram og TikTok. Vinsældir sketsanna haldast þó ekki endilega í hendur við tímann sem er lagður í sketsana. „Ef maður skoðar þetta of mikið getur það haft áhrif á tilfinningar manns en maður á alls ekki að gera það,“ segir hann um áhorfstölurnar. Kjartan er óhræddur að takast á við málefni líðandi stundar og ýfir stundum fjaðrir. „Ég gerði grín að Skildi Íslands, það fékk mörg læk og fólki fannst það fyndið. En það var líka fullt af kommentum frá fólki í Íslandi, þvert á flokka,“ segir hann um stöku leiðindakomment. View this post on Instagram A post shared by Kjartan Logi (@kjartanloginn) „Þegar það kemur eitthvað svona, af því þetta er minn aðgangur, þá get ég eytt ummælunum og blokkað viðkomandi. Þetta á bara að vera gaman, ekki nenni ég að fara að svara einhverjum leiðindum,“ segir Kjartan. „Ég eyði þessu og held áfram með lífið,“ bætir hann við. Eini miðillinn þar sem óþekktir geta komið sér á kortið Hluti af því að Kjartan ákvað að spreyta sig á TikTok var að honum fannst ganga illa að koma gríninu sínu á framfæri. „Maður hefur tekið eftir því að það er erfiðara að koma sér á framfæri, eins og í Skapandi sumarstörfum, þegar maður er ekki með þekkt andlit,“ segir Kjartan. Kjartan klæddur upp sem faðir úr framtíðinni.. Það sé ekki eins mikið af stöðum og áður þar sem ungt fólk getur spreytt sig. Fyrir ekki svo löngu hafi ungir grínistar getað gert sketsaþætti og komist að á sjónvarpsstöðvum á borð við Skjáeinn og Popptíví. „Það eru bara ekki til þannig sjónvarpsstöðvar í dag sem hjálpa ungu fólki í gríni að koma sér á framfæri í gríni. TikTok er held ég eini miðillinn þar sem óþekkt fólk getur komið sér á kortið með gríni,“ segir hann. Kjartan viðurkennnir þó að hann hafi verið ansi fordómafullur í garð TikTok í fyrstu. „Pffftt TikTok, hvað er það? Nenni því ekki,“ hafi hann hugsað. „Ég var með fordóma en núna er maður kominn hundrað prósent inn á þetta. Ég er fastur þarna núna, orðinn háður,“ bætir hann við. „Þeir eru skemmtilegir, alveg eins og pabbi sinn“ Þegar rætt er um grín Kjartans er óhjákvæmilegt að nefna föður hans á nafn, Sigurjón Kjartanson, fóstbróður, annan helming Tvíhöfða og gríngoðsögn. Ekki síst vegna þess hve líkir þeir eru útlitslega. Kjartan segist hafa fundið fyrir samanburðinum í gegnum tíðina. „Þeir eru skemmtilegir, alveg eins og pabbi sinn,“ hafi fólk sagt um Kjartan og yngri bróður hans, Egil Gauta sem er tónlistarmaður og sviðshöfundur. Kjartan Logi með bróður sínum, Agli Gauta. „Ég hef fengið meira að heyra þetta en Egill. Líka í kommentum á Instagram og TikTok, komment eins og ,Sigurjón Kjartan-esque'. En við erum náttúrulega með sömu takta enda er hann pabbi minn,“ segir Kjartan. „Þetta er aðallega böggandi þegar fólk spyr hvort pabbi sé fyndinn í matarboðum. Fólk spyr oft að því,“ segir Kjartan. Samanburðurinn sé alveg skiljanlegur. „Þetta er oft verið að bera saman grínið enda er það svipað. Svo erum við mjög líkir í þokkabót. Mér finnst það bara hrós og gaman að því,“ segir hann. Innblásturinn að sketsum Kjartans og Írisar kemur víða að og smekkur þeirra hefur mótast af alls konar gríni í gegnum tíðina. „Auðvitað er maður innblásinn af gríni sem Jón og pabbi gerðu í Tvíhöfða og það er mjög mikið húmorinn okkar,“ segir hann. Kjartan Logi er mikill spaugari og hrekkjalómur.Vísir/Anton Brink „Annað hvort ertu með húmor og nærð að gera grín út frá því eða bara ekki. Ég ætla ekki að vera leiðinlegur við fólk á samfélagsmiðlum, en stundum sé ég eitthvað og mér finnst það bara ekkert fyndið. En svo er maður líka algjört grínsnobb,“ segir Kjartan. „Ég gæti gert þetta betur,“ hugsi hann stundum þegar hann sjái slíkt grín. „Og núna er maður að reyna það. Þannig vonandi nær maður að vera fyndinn fyrir fólkið á samfélagsmiðlum,“ bætir hann við. Kjartan ætlar að halda áfram að birta daglega sketsa á næstunni og hver veit hvert það leiðir hann í kjölfarið. Kannski í sjónvarpið?
TikTok Grín og gaman Samfélagsmiðlar Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira