Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. september 2025 11:03 Marco Bizot eða He's sold? Þar liggur efinn. getty/Harry Murphy Unai Emery, knattspyrnustjóri Aston Villa, fór í afar sérstakt viðtal fyrir leikinn gegn Crystal Palace á Villa Park í gær. Hann svaraði öllum spurningum blaðamanns með nafni markvarðar Villa. Emiliano Martínez var ekki í leikmannahópi Villa í gær en argentínski heimsmeistarinn er sterklega orðaður við Manchester United. Marco Bizot stóð á milli stanganna hjá Villa í leiknum gegn Palace. Strákarnir hans Emerys töpuðu leiknum, 0-3, og eru aðeins með eitt stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni. Fyrir leikinn á Villa Park í gær var Emery spurður út í markvarðamálin hjá Villa. Og hann svaraði öllum spurningunum á sama hátt; með nafni Marcos Bizot. Emery ruglaði þó mennina bak við tjöldin í Sunnudagsmessunni því þeir héldu að Emery hefði sagt: He's sold. Og töldu þar með að Martínez hefði verið seldur til United. Þeir Albert Brynjar Ingason og Bjarni Guðjónsson höfðu gaman að þessum misskilningi. „Þetta er mjög sérstakt en hann er náttúrulega að segja Bizot. Það er mjög sérstakt að hann skuli ekki reyna að nálgast konuna sem er að tala við hann og spyrja hann út í hvað sé að frétta því þetta er eðlileg spurning. Heimsmeistaramarkvörður hjá þér og hann er ekki í hóp. Það hlýtur að koma spurning og hann verður að vanda sig betur,“ sagði Bjarni í Sunnudagsmessunni í gær. Klippa: Sunnudagsmessan - stórundarlegt viðtal við Emery „Þetta er líka út úr karakter. Hann er mikill herramaður. En í þessum fyrstu tveimur viðtölum sem hann hefur farið í hefur hann verið beittur og pirraður,“ sagði Albert. Villa er eina lið ensku úrvalsdeildarinnar sem á eftir að skora á tímabilinu. Næsti leikur liðsins er gegn Everton á Hill Dickinson laugardaginn 13. september. Innslagið úr Sunnudagsmessunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Eftir tvö jafntefli í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins vann Crystal Palace öruggan 0-3 sigur er liðið heimsótti Aston Villa í síðasta leik þriðju umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. 31. ágúst 2025 19:59 Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sjá meira
Emiliano Martínez var ekki í leikmannahópi Villa í gær en argentínski heimsmeistarinn er sterklega orðaður við Manchester United. Marco Bizot stóð á milli stanganna hjá Villa í leiknum gegn Palace. Strákarnir hans Emerys töpuðu leiknum, 0-3, og eru aðeins með eitt stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni. Fyrir leikinn á Villa Park í gær var Emery spurður út í markvarðamálin hjá Villa. Og hann svaraði öllum spurningunum á sama hátt; með nafni Marcos Bizot. Emery ruglaði þó mennina bak við tjöldin í Sunnudagsmessunni því þeir héldu að Emery hefði sagt: He's sold. Og töldu þar með að Martínez hefði verið seldur til United. Þeir Albert Brynjar Ingason og Bjarni Guðjónsson höfðu gaman að þessum misskilningi. „Þetta er mjög sérstakt en hann er náttúrulega að segja Bizot. Það er mjög sérstakt að hann skuli ekki reyna að nálgast konuna sem er að tala við hann og spyrja hann út í hvað sé að frétta því þetta er eðlileg spurning. Heimsmeistaramarkvörður hjá þér og hann er ekki í hóp. Það hlýtur að koma spurning og hann verður að vanda sig betur,“ sagði Bjarni í Sunnudagsmessunni í gær. Klippa: Sunnudagsmessan - stórundarlegt viðtal við Emery „Þetta er líka út úr karakter. Hann er mikill herramaður. En í þessum fyrstu tveimur viðtölum sem hann hefur farið í hefur hann verið beittur og pirraður,“ sagði Albert. Villa er eina lið ensku úrvalsdeildarinnar sem á eftir að skora á tímabilinu. Næsti leikur liðsins er gegn Everton á Hill Dickinson laugardaginn 13. september. Innslagið úr Sunnudagsmessunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Eftir tvö jafntefli í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins vann Crystal Palace öruggan 0-3 sigur er liðið heimsótti Aston Villa í síðasta leik þriðju umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. 31. ágúst 2025 19:59 Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sjá meira
Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Eftir tvö jafntefli í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins vann Crystal Palace öruggan 0-3 sigur er liðið heimsótti Aston Villa í síðasta leik þriðju umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. 31. ágúst 2025 19:59