Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2025 08:30 Kjartan Henry Finnbogason fór aðeins yfir vítamál FH-liðisns í nýjasta þættinum af Big Ben. Sýn Sport Aron Pálmarsson var gestur í síðasta þætti Big Ben og hann fékk Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfara karlaliðs FH í fótbolta, til að viðurkenna eitt í þættinum. Aron er mikill FH-ingur eins og flestir vita og góður vinur Björns Daníels Sverrissonar, fyrirliði fótboltaliðs FH. Aron hefur því góða innsýn í hvað er að gerast á bak við tjöldin hjá liðinu. Aron fór að ræða um leikinn á móti Skagamönnum á dögunum þegar FH-ingar klikkuðu á tveimur vítaspyrnum í sama leiknum. Fékk spurningar í hálfleik „Við lentum nú í því í Krikanum á dögunum að okkar allra sterkasti, Kjartan Kári [Halldórsson], hann klikkaði. Ég fékk nú heldur betur spurningarnar í hálfleik þar sem ég og Björn Daníel [Sverrisson] erum nú æskuvinir,“ sagði Aron. Klippa: Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann „Hvað af hverju fer ekki Björná punktinn? Ég er alveg sammála þér sagði ég. Hvað gerist? Við fáum víti í seinni hálfleik. Hann [Björn Daníel] fer á punktinn og það gekk ekki alveg það sem minn maður ætlaði að gera ,“ sagði Aron og brosti. „Hann fékk frábæra hugmynd,“ skaut Kjartan inn í. „Hann fékk frábæra hugmynd en framkvæmdin var ekki alveg nógu góð. Svo hitti ég þig eftir leik. Þá segir þú það við mig og Björn að þú sért að sjá um vítaskytturnar,“ sagði Aron. „Jú, ég ákveð hver tekur vítin,“ sagði Kjartan Henry. Finnst að níurnar eigi að fara á punktinn „Ég hef alltaf verið þannig. Nú er ég enginn sérfræðingur í fótbolta en mér finnst alltaf að níurnar eigi að fara á punktinn,“ sagði Aron. Kjartan sagði þá frá fyrirkomulaginu með vítin og því að leikmenn FH hlusta greinilega ekkert á hann. „Ég sagði við þig og Björn: Af hverju gerir þig ekki það sem stendur á blaðinu? Björn ákvað þetta eftir að Kjartan var búinn að klúðra víti fyrr á tímabilinu. Hann ætlað að koma honum yfir það að hafa klúðrað,“ sagði Kjartan. „Það fór illa og svo ákvað Bjössi að taka svona fyrirliðatýpuna. Hann vippaði og markvörðurinn stóð. Vandræðalegt en við unnum leikinn,“ sagði Kjartan. Hvernig var listinn? „Það sem er ekki fyndið er að strákarnir taka ekki meira mark á mér en það að þeir taka bara sínar eigin ákvarðanir þarna inn á vellinum,“ sagði Kjartan. „Hvernig var listinn,“ spurði Aron. „Siggi var fyrstur sem er nían,“ sagði Kjartan og var þar að tala um Sigurð Bjart Hallsson. „Þú ræður ekkert við þá,“ sagði Edda Sif Pálsdóttir sem var líka gestur í þættinum. „Það er það sem ég tók út úr þessu. Alveg sama hvað ég segir því þeir gera bara eitthvað annað. Við unnum leikinn og allt það en ég held að það muni ekki koma neinum á óvart hver tekur næsta víti,“ sagði Kjartan. Það má horfa á þetta skemmtilega spjall hér fyrir ofan. Það má einnig sjá svipmyndir frá umræddum leik. Gummi Ben stýrir Big Ben, spjallþætti þar sem rauð spjöld og rauðvín eru jafn líkleg umræðuefni. Þátturinn er á fimmtudögum klukkan 22.10. Guðmundur fær til sín áhugaverða gesti sem ræða stundum um fótbolta… og stundum bara um lífið sjálft. Hjálmar Örn kíkir reglulega við og hristir aðeins upp í hlutunum, eins og honum einum er lagið. Besta deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
Aron er mikill FH-ingur eins og flestir vita og góður vinur Björns Daníels Sverrissonar, fyrirliði fótboltaliðs FH. Aron hefur því góða innsýn í hvað er að gerast á bak við tjöldin hjá liðinu. Aron fór að ræða um leikinn á móti Skagamönnum á dögunum þegar FH-ingar klikkuðu á tveimur vítaspyrnum í sama leiknum. Fékk spurningar í hálfleik „Við lentum nú í því í Krikanum á dögunum að okkar allra sterkasti, Kjartan Kári [Halldórsson], hann klikkaði. Ég fékk nú heldur betur spurningarnar í hálfleik þar sem ég og Björn Daníel [Sverrisson] erum nú æskuvinir,“ sagði Aron. Klippa: Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann „Hvað af hverju fer ekki Björná punktinn? Ég er alveg sammála þér sagði ég. Hvað gerist? Við fáum víti í seinni hálfleik. Hann [Björn Daníel] fer á punktinn og það gekk ekki alveg það sem minn maður ætlaði að gera ,“ sagði Aron og brosti. „Hann fékk frábæra hugmynd,“ skaut Kjartan inn í. „Hann fékk frábæra hugmynd en framkvæmdin var ekki alveg nógu góð. Svo hitti ég þig eftir leik. Þá segir þú það við mig og Björn að þú sért að sjá um vítaskytturnar,“ sagði Aron. „Jú, ég ákveð hver tekur vítin,“ sagði Kjartan Henry. Finnst að níurnar eigi að fara á punktinn „Ég hef alltaf verið þannig. Nú er ég enginn sérfræðingur í fótbolta en mér finnst alltaf að níurnar eigi að fara á punktinn,“ sagði Aron. Kjartan sagði þá frá fyrirkomulaginu með vítin og því að leikmenn FH hlusta greinilega ekkert á hann. „Ég sagði við þig og Björn: Af hverju gerir þig ekki það sem stendur á blaðinu? Björn ákvað þetta eftir að Kjartan var búinn að klúðra víti fyrr á tímabilinu. Hann ætlað að koma honum yfir það að hafa klúðrað,“ sagði Kjartan. „Það fór illa og svo ákvað Bjössi að taka svona fyrirliðatýpuna. Hann vippaði og markvörðurinn stóð. Vandræðalegt en við unnum leikinn,“ sagði Kjartan. Hvernig var listinn? „Það sem er ekki fyndið er að strákarnir taka ekki meira mark á mér en það að þeir taka bara sínar eigin ákvarðanir þarna inn á vellinum,“ sagði Kjartan. „Hvernig var listinn,“ spurði Aron. „Siggi var fyrstur sem er nían,“ sagði Kjartan og var þar að tala um Sigurð Bjart Hallsson. „Þú ræður ekkert við þá,“ sagði Edda Sif Pálsdóttir sem var líka gestur í þættinum. „Það er það sem ég tók út úr þessu. Alveg sama hvað ég segir því þeir gera bara eitthvað annað. Við unnum leikinn og allt það en ég held að það muni ekki koma neinum á óvart hver tekur næsta víti,“ sagði Kjartan. Það má horfa á þetta skemmtilega spjall hér fyrir ofan. Það má einnig sjá svipmyndir frá umræddum leik. Gummi Ben stýrir Big Ben, spjallþætti þar sem rauð spjöld og rauðvín eru jafn líkleg umræðuefni. Þátturinn er á fimmtudögum klukkan 22.10. Guðmundur fær til sín áhugaverða gesti sem ræða stundum um fótbolta… og stundum bara um lífið sjálft. Hjálmar Örn kíkir reglulega við og hristir aðeins upp í hlutunum, eins og honum einum er lagið.
Besta deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira