Fótbolti

Skraut­legar að­stæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valskonur stungu sér bókstaflega til sunds á æfingunni.
Valskonur stungu sér bókstaflega til sunds á æfingunni. @valurfotbolti

Valskonur mæta ítalska liðinu Internazionale í fyrrmálið í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Valsliðið þurfti að æfa við afar skrautlegar aðstæður til að undirbúa sig fyrir leikinn.

Mikið rigndi í Mílanó og grasvöllurinn breyttist í hálfgerða sundlaug. Valsstelpurnar létu það ekkert á sig fá og æfðu þrátta fyrir hellirigningu og að allt væri rennandi blautt.

Valsmenn settu inn myndband frá æfingu liðsins sem má sjá hér fyrir neðan.

Leikurinn hefst klukkan 11.00 að staðartíma eða klukkan 9.00 að íslenskum tíma.

Í liði Internazionale spila íslensku landsliðskonurnar Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.

Bæði liðin töpuðu í undanúrslitum riðilsins og eiga því ekki lengur möguleika á því að komast áfram í næstu umferð undankeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×