Fótbolti

Auð­veldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistara­deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Miðað við styrkleika mótherja Arsenal í Meistaradeildinni þá ætti Viktor Gyokeres að geta skorað nóg af mörkum í keppninni í vetur.
Miðað við styrkleika mótherja Arsenal í Meistaradeildinni þá ætti Viktor Gyokeres að geta skorað nóg af mörkum í keppninni í vetur. EPA/ANDY RAIN

Arsenal og Tottenham höfðu heppnina með sér þegar dregið var í leikjaröð í deildarhluta Meistaradeildarinnar í fótbolta.

Tölfræðingarnir hjá Opta reiknuðu út erfiðleikastuðulinn í öllum átta leikjunum á hverju liði á komandi tímabili.

Þar kom í ljós að það eru aðeins tvö lið með léttari leikjadagskrá en nágrannarnir Arsenal og Tottenham.

Þau lið eru Pafos frá Grikklandi og lið FC Kaupmannahöfn frá Danmörku.

Það er heldur ekki langt niður í Liverpool og Chelsea sem eru líka í hópi þeirra átta félaga í Meistaradeildinni sem eru með léttasta prógrammið.

Það er allt aðra sögu að segja af stórliðum Paris Saint Germain og Bayern München. Bayern er með erfiðustu leikjadagskrána og ríkjandi meistarar í PSG eru þar númer tvö.

Newcastle er með langerfiðasta prógrammið af ensku liðunum en liðið er í fimmta sæti á þessum lista.

Það fylgir sögunni að ef við tökum FC Kairat frá Kasakstan út, sem er talið vera langlélagasta liðið í Meistaradeildinni, þá væri Tottenham með léttasta prógrammið.

Hér fyrir neðan má sjá erfiðleikastuðulinn hjá öllum liðunum 36 í Meistaradeildinni 2025-26.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×