Fótbolti

Bein út­sending: Dregið í Evrópu- og Sam­bands­deildina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Breiðablik tekur í annað sinn þátt í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu.
Breiðablik tekur í annað sinn þátt í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. vísir/ernir

Vísir er með beina útsendingu frá drættinum í Evrópu- og Sambandsdeildina í fótbolta karla. Breiðablik er í pottinum í Sambandsdeildinni.

Drátturinn hefst klukkan 11:00 en beina útsendingu frá honum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Breiðablik er í 5. potti í Sambandsdeildardrættinum. Íslandsmeistararnir gætu meðal annars dregist gegn Alberti Guðmundssyni og félögum í Fiorentina og ensku bikarmeisturunum í Crystal Palace.

Alls eru 36 lið í pottinum en hvert lið leikur þrjá leiki á heimavelli og þrjá á útivelli. Efstu átta liðin komast beint áfram í sextán liða úrslit en liðin í sætum 9-24 fara í umspil. Liðin í 25.-36. sæti detta út.

Liðin 36 sem eru í pottinum í Sambandsdeild Evrópu.uefa

Í Evrópudeildinni eru einnig 36 lið í pottinum og leikur hvert þeirra þrjá heimaleiki og þrjá útileiki. Eins og í Sambandsdeildinni komast efstu átta liðin beint í sextán liða úrslit, liðin í sætum 9-24 fara í umspil og neðstu átta liðin falla úr leik.

Tvö ensk lið eru í pottinum í Evrópudeildinni; Nottingham Forest og Aston Villa. Meðal annarra liða má nefna Lille frá Frakklandi sem landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson leikur með.

Liðin 36 sem eru í pottinum í Evrópudeildinni.uefa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×