Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Stefán Árni Pálsson skrifar 28. ágúst 2025 13:01 Sverrir Guðnason hefur gert það gott á stóra skjánum síðustu tuttugu ár, aðallega í Svíþjóð en líka hérlendis og víðar á Norðurlöndunum, EPA Fjórða mynd Hlyns Pálmasonar, Ástin sem eftir er, hefur verið valin sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026. Í Íslandi í dag var rætt við aðalleikarana og Hlyn Pálmason sem segir myndina eina þá persónulegustu sem hann hefur gert. Sverrir Guðnason segist tengja við umfjöllunarefni myndarinnar en hann á þrjú börn og er í miklum samskiptum við barnsmóður elstu dætra hans. Myndin hefur vakið mikla lukku innan sem utan landsteinanna en hefur þó að einhverju leyti skipt fólki í fylkingar. Við skyggnumst á bak við tjöldin í þessum þætti af Íslandi í dag og ræðum við aðalhlutverkin og leikstjórann sem segja ferlið hafa verið stútfullt af gullkornum. Um er að ræða eina persónulegustu mynd Hlyns til þessa og Sverrir Guðnason tengir við myndina úr sínu eigin lífi. Saga Garðarsdóttir segist hafa átt allt öðruvísi upplifun en Sverrir á Rauða dreglinum á Cannes. 22. janúar kemur í ljós hvort myndin komist inn á Óskarsverðlaunahátíðina sem fer fram í 98. sinn. „Ég held að þetta sé mynd fyrir alla. Hún er fyndin, falleg með ofboðslega fallega ramma og er mjög myndræn. Þannig að þetta er algjör poppkornsræma,“ segir Saga í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi. Alltaf gaman í tökum á Íslandi Saga fer með aðalhlutverkið og þarf vart að kynna en aðra sögu er að segja af mótleikara hennar sem verður að teljast frægari alls staðar annars staðar en innan landsteinanna. Það er hann Sverrir Guðnason sem hefur gert sér gott til glóðarinnar í Svíþjóð og er meðal vinsælustu leikara þar í landi. „Ég hef ekki leikið á íslensku almennilega síðan ég var krakki og að fá að leika á íslensku er bara frábært og ég væri alveg til í að gera það meira. Það er alltaf gaman að vera í tökum á Íslandi,“ segir Sverrir sem tengir vel við myndina sem fjallar að einhverju leyti um skilnað. „Barnsmóðir elstu stelpunnar minnar hún býr hérna fyrir ofan mig í eins íbúð og við umgöngumst mikið og erum vinir, þótt hún sé með nýjan kærasta og ég nýja kærustu,“ segir Sverrir en börnin eru þá bara að hoppa á milli hæða. En Sverrir vakti til að mynda mikla lukku sem tennismeistarinn Björn Borg í mynd um keppni hans við John McEnroe. Þar lék hann á móti fjölda stórstjarna og einnig í myndinni The girl in the Spiders web og þá eru ótalin fjöldinn allur af sænskum verkefnum. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Saga og Sverrir ræða ítarlega um kvikmyndina. Ísland í dag Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaunin Ástin og lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Myndin hefur vakið mikla lukku innan sem utan landsteinanna en hefur þó að einhverju leyti skipt fólki í fylkingar. Við skyggnumst á bak við tjöldin í þessum þætti af Íslandi í dag og ræðum við aðalhlutverkin og leikstjórann sem segja ferlið hafa verið stútfullt af gullkornum. Um er að ræða eina persónulegustu mynd Hlyns til þessa og Sverrir Guðnason tengir við myndina úr sínu eigin lífi. Saga Garðarsdóttir segist hafa átt allt öðruvísi upplifun en Sverrir á Rauða dreglinum á Cannes. 22. janúar kemur í ljós hvort myndin komist inn á Óskarsverðlaunahátíðina sem fer fram í 98. sinn. „Ég held að þetta sé mynd fyrir alla. Hún er fyndin, falleg með ofboðslega fallega ramma og er mjög myndræn. Þannig að þetta er algjör poppkornsræma,“ segir Saga í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi. Alltaf gaman í tökum á Íslandi Saga fer með aðalhlutverkið og þarf vart að kynna en aðra sögu er að segja af mótleikara hennar sem verður að teljast frægari alls staðar annars staðar en innan landsteinanna. Það er hann Sverrir Guðnason sem hefur gert sér gott til glóðarinnar í Svíþjóð og er meðal vinsælustu leikara þar í landi. „Ég hef ekki leikið á íslensku almennilega síðan ég var krakki og að fá að leika á íslensku er bara frábært og ég væri alveg til í að gera það meira. Það er alltaf gaman að vera í tökum á Íslandi,“ segir Sverrir sem tengir vel við myndina sem fjallar að einhverju leyti um skilnað. „Barnsmóðir elstu stelpunnar minnar hún býr hérna fyrir ofan mig í eins íbúð og við umgöngumst mikið og erum vinir, þótt hún sé með nýjan kærasta og ég nýja kærustu,“ segir Sverrir en börnin eru þá bara að hoppa á milli hæða. En Sverrir vakti til að mynda mikla lukku sem tennismeistarinn Björn Borg í mynd um keppni hans við John McEnroe. Þar lék hann á móti fjölda stórstjarna og einnig í myndinni The girl in the Spiders web og þá eru ótalin fjöldinn allur af sænskum verkefnum. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Saga og Sverrir ræða ítarlega um kvikmyndina.
Ísland í dag Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaunin Ástin og lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“