Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. ágúst 2025 09:33 André Onana og félagar hans í Manchester United eru úr leik í enska deildabikarnum eftir tap fyrir D-deildarliði Grimsby Town. getty/Jacques Feeney André Onana fékk heldur betur á baukinn eftir að Manchester United féll úr leik gegn D-deildarliði Grimsby Town í 2. umferð enska deildabikarsins í gær. Onana lék ekki fyrstu tvo leiki United í ensku úrvalsdeildinni en stóð á milli stanganna á Blundell Park í gær. Rauðu djöflarnir voru 2-0 undir í hálfleik en Onana leit illa út í báðum mörkunum sem Charles Vernam og Tyrell Warren skoruðu. United tókst að jafna með mörkum frá Bryan Mbeumo og Harry Maguire og úrslit leiksins réðust því í vítakeppni. Bæði lið skoruðu úr fyrstu tveimur spyrnum sínum en Onana varði svo frá Clarke Odour. Það dugði þó ekki til sigurs því Matheus Cunha klúðraði sinni spyrnu í 5. umferð vítakeppninnar. Í 13. umferðinni skaut Mbeumo svo í slá og United því úr leik. Onana var ekki sannfærandi í vítakeppninni en alls fimm sinnum fór hann í rétt horn og snerti boltann en náði bara að verja eina spyrnu. André Onana got a hand to the ball five times during Manchester United’s penalty shootout against Grimsby. Four of those still ended up in the net 😮💨 pic.twitter.com/ZsvPyBldZp— ESPN UK (@ESPNUK) August 27, 2025 Onana skoraði reyndar úr sinni spyrnu í vítakeppninni en ekki er hægt að segja að Kamerúninn hafi verið sannfærandi þegar kom að því að reyna að verja spyrnur Grimsby-manna. Mikið hefur verið rætt og ritað um markvarðastöðuna hjá United. Altay Bayindir spilaði fyrstu tvo leikina í ensku úrvalsdeildinni og var ósannfærandi og Onana greip ekki beint gæsina í gær. Markvörður Antwerp, Senne Lammens, hefur verið orðaður við United sem er með eitt stig í ensku úrvalsdeildinni. Næsti leikur liðsins er gegn Burnley á laugardaginn. Enski boltinn Tengdar fréttir Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Athygli vakti að Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, virtist ekki þora að horfa á vítaspyrnukeppnina í leiknum gegn Grimsby Town í enska deildabikarnum í gær. 28. ágúst 2025 08:01 „Við vorum algjörlega týndir“ Ruben Amorim, stjóri Manchester United, var ekki upplitsdjarfur eftir að liðið datt út úr enska deildabikarnum í kvöld á móti D-deildarliði Grimsby Town. Þetta var skömmustulegt kvöld fyrir stórliðið. 27. ágúst 2025 22:18 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
Onana lék ekki fyrstu tvo leiki United í ensku úrvalsdeildinni en stóð á milli stanganna á Blundell Park í gær. Rauðu djöflarnir voru 2-0 undir í hálfleik en Onana leit illa út í báðum mörkunum sem Charles Vernam og Tyrell Warren skoruðu. United tókst að jafna með mörkum frá Bryan Mbeumo og Harry Maguire og úrslit leiksins réðust því í vítakeppni. Bæði lið skoruðu úr fyrstu tveimur spyrnum sínum en Onana varði svo frá Clarke Odour. Það dugði þó ekki til sigurs því Matheus Cunha klúðraði sinni spyrnu í 5. umferð vítakeppninnar. Í 13. umferðinni skaut Mbeumo svo í slá og United því úr leik. Onana var ekki sannfærandi í vítakeppninni en alls fimm sinnum fór hann í rétt horn og snerti boltann en náði bara að verja eina spyrnu. André Onana got a hand to the ball five times during Manchester United’s penalty shootout against Grimsby. Four of those still ended up in the net 😮💨 pic.twitter.com/ZsvPyBldZp— ESPN UK (@ESPNUK) August 27, 2025 Onana skoraði reyndar úr sinni spyrnu í vítakeppninni en ekki er hægt að segja að Kamerúninn hafi verið sannfærandi þegar kom að því að reyna að verja spyrnur Grimsby-manna. Mikið hefur verið rætt og ritað um markvarðastöðuna hjá United. Altay Bayindir spilaði fyrstu tvo leikina í ensku úrvalsdeildinni og var ósannfærandi og Onana greip ekki beint gæsina í gær. Markvörður Antwerp, Senne Lammens, hefur verið orðaður við United sem er með eitt stig í ensku úrvalsdeildinni. Næsti leikur liðsins er gegn Burnley á laugardaginn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Athygli vakti að Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, virtist ekki þora að horfa á vítaspyrnukeppnina í leiknum gegn Grimsby Town í enska deildabikarnum í gær. 28. ágúst 2025 08:01 „Við vorum algjörlega týndir“ Ruben Amorim, stjóri Manchester United, var ekki upplitsdjarfur eftir að liðið datt út úr enska deildabikarnum í kvöld á móti D-deildarliði Grimsby Town. Þetta var skömmustulegt kvöld fyrir stórliðið. 27. ágúst 2025 22:18 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Athygli vakti að Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, virtist ekki þora að horfa á vítaspyrnukeppnina í leiknum gegn Grimsby Town í enska deildabikarnum í gær. 28. ágúst 2025 08:01
„Við vorum algjörlega týndir“ Ruben Amorim, stjóri Manchester United, var ekki upplitsdjarfur eftir að liðið datt út úr enska deildabikarnum í kvöld á móti D-deildarliði Grimsby Town. Þetta var skömmustulegt kvöld fyrir stórliðið. 27. ágúst 2025 22:18