Enski boltinn

Neyðar­leg töl­fræði Onana í vítakeppninni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Grimsby Town v Manchester United - Carabao Cup Second Round GRIMSBY, ENGLAND - AUGUST 27: Manchester United goalkeeper Andre Onana reacts during the Carabao Cup Second Round match between Grimsby Town and Manchester United at Blundell Park on August 27, 2025 in Grimsby, England. (Photo by Jacques Feeney/Offside/Offside via Getty Images)
Grimsby Town v Manchester United - Carabao Cup Second Round GRIMSBY, ENGLAND - AUGUST 27: Manchester United goalkeeper Andre Onana reacts during the Carabao Cup Second Round match between Grimsby Town and Manchester United at Blundell Park on August 27, 2025 in Grimsby, England. (Photo by Jacques Feeney/Offside/Offside via Getty Images)

André Onana fékk heldur betur á baukinn eftir að Manchester United féll úr leik gegn D-deildarliði Grimsby Town í 2. umferð enska deildabikarsins í gær.

Onana lék ekki fyrstu tvo leiki United í ensku úrvalsdeildinni en stóð á milli stanganna á Blundell Park í gær. Rauðu djöflarnir voru 2-0 undir í hálfleik en Onana leit illa út í báðum mörkunum sem Charles Vernam og Tyrell Warren skoruðu.

United tókst að jafna með mörkum frá Bryan Mbeumo og Harry Maguire og úrslit leiksins réðust því í vítakeppni.

Bæði lið skoruðu úr fyrstu tveimur spyrnum sínum en Onana varði svo frá Clarke Odour. Það dugði þó ekki til sigurs því Matheus Cunha klúðraði sinni spyrnu í 5. umferð vítakeppninnar og í 13. umferðinni skaut Mbeumo í slá og United því úr leik.

Onana var ekki sannfærandi í vítakeppninni en alls fimm sinnum fór hann í rétt horn og snerti boltann en náði bara að verja eina spyrnu.

Onana skoraði reyndar úr sinni spyrnu í vítakeppninni en ekki er hægt að segja að Kamerúninn hafi verið sannfærandi þegar kom að því að reyna að verja spyrnur Grimsby-manna.

Mikið hefur verið rætt og ritað um markvarðastöðuna hjá United. Altay Bayindir spilaði fyrstu tvo leikina í ensku úrvalsdeildinni og var ósannfærandi og Onana greip ekki beint gæsina í gær.

Markvörður Antwerp, Senne Lammens, hefur verið orðaður við United sem er með eitt stig í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir

„Við vorum algjörlega týndir“

Ruben Amorim, stjóri Manchester United, var ekki upplitsdjarfur eftir að liðið datt út úr enska deildabikarnum í kvöld á móti D-deildarliði Grimsby Town. Þetta var skömmustulegt kvöld fyrir stórliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×