„Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2025 11:03 Steven Caulker ásamt Jökli Elísabetarsyni, þjálfara Stjörnunnar. Caulker er spilandi aðstoðarmaður Jökuls. stjarnan Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir að Steven Caulker hafi haft góð áhrif á lið Stjörnunnar. Caulker hefur spilað síðustu fjóra leiki Stjörnumanna en í þeim hafa þeir fengið tíu stig af tólf mögulegum. Stjarnan er sex stigum á eftir toppliði Vals í Bestu deild karla. Stjarnan sigraði KR, 1-2, á mánudaginn og Ólafur hreifst af frammistöðu Caulkers í leiknum á Meistaravöllum. „Mér finnst hafa gefið Stjörnuliðinu varnarleik með stóru vaffi. Hvernig get ég útskýrt það? Það var á köflum í gær [í fyrradag] að mér leið eins og KR væri ekkert endilega að fara að skora á Stjörnuna,“ sagði Ólafur í Stúkunni í gær. „Það var ákveðin festa, stýring sem við höfum aðeins séð skorta á hjá Stjörnunni. Gummi [Guðmundur Kristjánsson] getur spilað sinn einstaklingsvarnarleik, dottið inn í samspilið með Caulker og það var þéttur bragur á varnarleiknum.“ Klippa: Stúkan - umræða um Steven Caulker Ólafur segir að það henti Caulker vel þegar Stjarnan er frekar aftarlega á vellinum. „Þegar þeir spila varnarleikinn eins og þeir spiluðu að megninu til í gær [í fyrradag], aftarlega þar sem hann getur verið að stuða upp í svæðið fyrir framan sig, vinna skallabolta, dekka og stýra, þá er hann öflugur. Hvernig hann er á stærra svæði að verjast, eigum við eftir að sjá; þegar þeir eru að fikra sig framar og fá á sig skyndisóknir,“ sagði Ólafur. „En Caulker hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar.“ Caulker hefur komið víða við á ferlinum og meðal annars leikið með Tottenham og Liverpool. Hann skoraði í sínum eina landsleik fyrir England 2012 en hefur frá 2022 leikið með landsliði Síerra Leóne. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Stjarnan Stúkan Tengdar fréttir „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Patrick Pedersen, markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar í fótbolta, spilar ekki meira með Val á þessari leiktíð eftir að hafa slitið hásin í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Stúkumenn ræddu um hvað Valsmenn gætu gert án Danans. 27. ágúst 2025 09:04 Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Stjarnan sigraði KR 2-1 á Meistaravöllum í 20. umferð Bestu deildar karla í dag. Stjarnan var hreint út sagt þó ekki sannfærandi með frammistöðu sinni í dag. 25. ágúst 2025 20:56 Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Stjarnan sigraði KR á Meistaravöllum í 20. umferð Bestu deildar karla í dag. Örvar Eggertsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar eftir föst leikatriði. 25. ágúst 2025 20:37 Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Örvar Eggertsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar í 2-1 sigri á KR í Vesturbænum í kvöld þegar liðið mættust í Bestu deild karla í fótbolta. Stjarnan er fyrir vikið aðeins þremur stigum á eftir toppliði Vals en þetta var þriðji deildarsigur Garðabæjarliðsins í röð og sá fjórði í síðustu fimm leikjum. 25. ágúst 2025 20:00 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Fótbolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Sjá meira
Caulker hefur spilað síðustu fjóra leiki Stjörnumanna en í þeim hafa þeir fengið tíu stig af tólf mögulegum. Stjarnan er sex stigum á eftir toppliði Vals í Bestu deild karla. Stjarnan sigraði KR, 1-2, á mánudaginn og Ólafur hreifst af frammistöðu Caulkers í leiknum á Meistaravöllum. „Mér finnst hafa gefið Stjörnuliðinu varnarleik með stóru vaffi. Hvernig get ég útskýrt það? Það var á köflum í gær [í fyrradag] að mér leið eins og KR væri ekkert endilega að fara að skora á Stjörnuna,“ sagði Ólafur í Stúkunni í gær. „Það var ákveðin festa, stýring sem við höfum aðeins séð skorta á hjá Stjörnunni. Gummi [Guðmundur Kristjánsson] getur spilað sinn einstaklingsvarnarleik, dottið inn í samspilið með Caulker og það var þéttur bragur á varnarleiknum.“ Klippa: Stúkan - umræða um Steven Caulker Ólafur segir að það henti Caulker vel þegar Stjarnan er frekar aftarlega á vellinum. „Þegar þeir spila varnarleikinn eins og þeir spiluðu að megninu til í gær [í fyrradag], aftarlega þar sem hann getur verið að stuða upp í svæðið fyrir framan sig, vinna skallabolta, dekka og stýra, þá er hann öflugur. Hvernig hann er á stærra svæði að verjast, eigum við eftir að sjá; þegar þeir eru að fikra sig framar og fá á sig skyndisóknir,“ sagði Ólafur. „En Caulker hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar.“ Caulker hefur komið víða við á ferlinum og meðal annars leikið með Tottenham og Liverpool. Hann skoraði í sínum eina landsleik fyrir England 2012 en hefur frá 2022 leikið með landsliði Síerra Leóne. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Stjarnan Stúkan Tengdar fréttir „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Patrick Pedersen, markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar í fótbolta, spilar ekki meira með Val á þessari leiktíð eftir að hafa slitið hásin í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Stúkumenn ræddu um hvað Valsmenn gætu gert án Danans. 27. ágúst 2025 09:04 Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Stjarnan sigraði KR 2-1 á Meistaravöllum í 20. umferð Bestu deildar karla í dag. Stjarnan var hreint út sagt þó ekki sannfærandi með frammistöðu sinni í dag. 25. ágúst 2025 20:56 Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Stjarnan sigraði KR á Meistaravöllum í 20. umferð Bestu deildar karla í dag. Örvar Eggertsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar eftir föst leikatriði. 25. ágúst 2025 20:37 Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Örvar Eggertsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar í 2-1 sigri á KR í Vesturbænum í kvöld þegar liðið mættust í Bestu deild karla í fótbolta. Stjarnan er fyrir vikið aðeins þremur stigum á eftir toppliði Vals en þetta var þriðji deildarsigur Garðabæjarliðsins í röð og sá fjórði í síðustu fimm leikjum. 25. ágúst 2025 20:00 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Fótbolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Sjá meira
„Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Patrick Pedersen, markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar í fótbolta, spilar ekki meira með Val á þessari leiktíð eftir að hafa slitið hásin í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Stúkumenn ræddu um hvað Valsmenn gætu gert án Danans. 27. ágúst 2025 09:04
Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Stjarnan sigraði KR 2-1 á Meistaravöllum í 20. umferð Bestu deildar karla í dag. Stjarnan var hreint út sagt þó ekki sannfærandi með frammistöðu sinni í dag. 25. ágúst 2025 20:56
Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Stjarnan sigraði KR á Meistaravöllum í 20. umferð Bestu deildar karla í dag. Örvar Eggertsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar eftir föst leikatriði. 25. ágúst 2025 20:37
Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Örvar Eggertsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar í 2-1 sigri á KR í Vesturbænum í kvöld þegar liðið mættust í Bestu deild karla í fótbolta. Stjarnan er fyrir vikið aðeins þremur stigum á eftir toppliði Vals en þetta var þriðji deildarsigur Garðabæjarliðsins í röð og sá fjórði í síðustu fimm leikjum. 25. ágúst 2025 20:00