Lífið

Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhanna og Magnús að hlúa að kirkjugarðinum við Hvalsneskirkju.
Jóhanna og Magnús að hlúa að kirkjugarðinum við Hvalsneskirkju.

Í Ísland í dag í gærkvöldi heimsótti Magnús Hlynur Hreiðarsson magnaða konu í Sandgerði en hún er að verða 93 ára og hefur séð um að halda kirkjugarðinum við Hvalsneskirkju snyrtilegum í um 30 ár.

Konan heitir Jóhanna Sigurjónsdóttir. Hún er enn að og lætur sig ekkert muna um að fara á hnén eða skríða um garðinn til að halda honum snyrtilegum og fínu. Hún er sannarlega með græna fingur enda er garðurinn hennar mjög fallegur.

„Það var sagt í gamla daga að það væri ekki hægt að rækta neitt hér í sjávarseltunni en við erum búin að afsanna það,“ segir Jóhanna sem passar einnig upp á kirkjugarðinn við Hvalsneskirkju en kirkjan er friðuð og var vígs 1887.

„Ég var einu sinni í fjóra tíma með eitt leiði, eitthvað sem hafði ekki verið gert í mörg ár. Svo var það tekið í gegn af aðstandendum eftir það. Mér finnst þetta svo gaman og gott að geta gert þetta og mega gera þetta,“ segir Jóhanna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.