Fótbolti

Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Temirlan Anarbekov stóð sig frábærlega í marki Kairat Almaty í einvíginu á móti Celtic.
Temirlan Anarbekov stóð sig frábærlega í marki Kairat Almaty í einvíginu á móti Celtic. Getty/Robbie Jay Barratt

Skosku meisturunum í Celtic mistókst að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu eftir tap í vítakeppni í Kasakstan í dag.

Kairat frá Kasakstan verður því í Meistaradeildinni í vetur. Liðið vann vítakeppnina 3-2. Þetta er aðeins í annað skiptið sem lið frá Kasakstan komast áfram í aðalhlutann í Evrópukeppni.

Liðin gerðu markalaust jafntefli í Kasakstan í dag alveg eins og í fyrri leiknum í Skotlandi.

210 mínútur án marks og því réðust úrslitin í vítakeppni.

Temirlan Anarbekov, 21 árs gamall markvörður Kairat, var án efa besti maður einvígisins. Hann hélt marki sínu hreinu í báðum leikjunum og varði síðan þrjár vítaspyrnur Skotanna í vítakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×