Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. ágúst 2025 09:28 Will Smith kemur næst fram í Lundúnum og Wolverhampton áður en hann heldur til Parísar. Hann hefur verið sakaður um að eiga við myndefni af tónleikum sínum. Youtube/EPA Will Smith hefur verið sakaður um að nota gervigreind til að fjölga aðdáendum sínum í nýju myndbandi af yfirstandandi tónleikaferðalagi hans. Rapparinn og leikarinn er um þessar mundir staddur á tónleikaferðalagi um heiminn vegna nýútkominna plötu hans Based On A True Story, hans fyrstu í tuttugu ár, sem kom út í mars. Fyrir Bretlandshluta ferðalagsins birti Smith myndband á Instagram, Facebook og Youtube af hápunktum túrsins til þessa. Þar má sjá pakkaðar hallir á tónleikum hans og aðdáendur að fagna rapparanum með skiltum eða köllum þegar hann birtist á sviðinu. „Uppáhalds hluti tónleikaferðalagsins fyrir mig er að sjá ykkur svona nálægt. Takk fyrir að koma að sjá mig líka,“ skrifaði hann við færsluna. Hins vegar hefur Smith verið gagnrýndur af netverjum vegna þess að myndbandið virðist innihalda gervigreind. Í nokkrum skotum má sjá tónleikagesti, sem eru margir hverjir grátandi, með óskýr eða afmynduð andlit meðan aðrir virðast vera með undarlegar hendur og aukafingur. Annað skot sýnir mann með skilti sem á stendur „,You Can Make It' hjálpaði mér að sigrast á krabbameini. TKK Will“ en hann heldur bæði utan um skiltið og hönd konunnar fyrir framan sig. Armband þeirrar konu er síðan líka hárband annarrar konu sem stendur fyrir aftan hana. Þá má sjá fjölda afmyndaðra andlita í víðskotum af áhorfendaskaranum sem minna á fyrstu mánuði gervigreindarmyndefnis. Gervigreindarslor smýgur inn í hvern krók og kima Það getur þó verið að Smith beri ekki sjálfur ábyrgð á gervigreindarfiktinu. Tímaritið The Atlantic birti frétt í síðustu viku þar sem Youtube-arinn Rhett Shull sagðist telja Youtube nota gervigreindar-uppskölun á myndböndunum hans, þ.e.a.s. nota gervigreind til að auka upplausn þeirra. „Ég held það muni leiða til þess að fólk haldi að ég sé að nota gervigreind. Eða þau hafi verið djúpfölsuð. Eða ég sé að stytta mér leið einhvern veginn,“ sagði Shull við miðilinn. Hugsanlega hefur Youtube gert það sama við myndband Smith. Eða þá Smith og félagar hafa viljað láta áhorfendaskarann líta aðeins betur út. Það er erfitt að segja þangað til annað hvort Smith eða Youtube tjá sig um málið. Hvorugur aðilinn hefur gert það. Í öllu falli verða mörk raunveruleika og blekkingar sífellt óskýrari eftir því sem gervigreindar-slorið heldur áfram að flæða um netið. Nýlega birti Rod Stewart myndefni af tónleikum sínum þar sem mátti sjá gervigreindarsmíðaðan Ozzy Osbourne í himnaríki með öðrum tónlistarmönnum. Þá fékk gervigreindarhljómsveitin The Velvet Sundown mikla umfjöllun eftir að hún birtist skyndilega á Spotify-spilunarlistum. Margir lesendur Vogue supu sömuleiðis hveljur þegar gervigreindarfyrirsæta birtist í auglýsingu blaðsins í síðasta mánuði. Gervigreind Tónlist Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Gervigreindin teygir anga sína sífellt víðar og nú síðast inn í heim hátískunnar. Lesendur Vogue ráku nýverið upp stór augu þegar ein opna tímaritsins innihélt fagra ljóshærða fyrirsætu sem reyndist eintómt gervigreindarfals. 26. júlí 2025 15:17 Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Stofnendur gervigreindartólsins Interlink segja körfuboltastjörnuna LeBron James hafa sigað lögfræðiteymi sínu á fyrirtæki þeirra vegna gervigreindarmyndbanda af James þar sem má sjá hann bæði óléttan og í hafmeyjulíki. 25. júlí 2025 10:58 Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
Rapparinn og leikarinn er um þessar mundir staddur á tónleikaferðalagi um heiminn vegna nýútkominna plötu hans Based On A True Story, hans fyrstu í tuttugu ár, sem kom út í mars. Fyrir Bretlandshluta ferðalagsins birti Smith myndband á Instagram, Facebook og Youtube af hápunktum túrsins til þessa. Þar má sjá pakkaðar hallir á tónleikum hans og aðdáendur að fagna rapparanum með skiltum eða köllum þegar hann birtist á sviðinu. „Uppáhalds hluti tónleikaferðalagsins fyrir mig er að sjá ykkur svona nálægt. Takk fyrir að koma að sjá mig líka,“ skrifaði hann við færsluna. Hins vegar hefur Smith verið gagnrýndur af netverjum vegna þess að myndbandið virðist innihalda gervigreind. Í nokkrum skotum má sjá tónleikagesti, sem eru margir hverjir grátandi, með óskýr eða afmynduð andlit meðan aðrir virðast vera með undarlegar hendur og aukafingur. Annað skot sýnir mann með skilti sem á stendur „,You Can Make It' hjálpaði mér að sigrast á krabbameini. TKK Will“ en hann heldur bæði utan um skiltið og hönd konunnar fyrir framan sig. Armband þeirrar konu er síðan líka hárband annarrar konu sem stendur fyrir aftan hana. Þá má sjá fjölda afmyndaðra andlita í víðskotum af áhorfendaskaranum sem minna á fyrstu mánuði gervigreindarmyndefnis. Gervigreindarslor smýgur inn í hvern krók og kima Það getur þó verið að Smith beri ekki sjálfur ábyrgð á gervigreindarfiktinu. Tímaritið The Atlantic birti frétt í síðustu viku þar sem Youtube-arinn Rhett Shull sagðist telja Youtube nota gervigreindar-uppskölun á myndböndunum hans, þ.e.a.s. nota gervigreind til að auka upplausn þeirra. „Ég held það muni leiða til þess að fólk haldi að ég sé að nota gervigreind. Eða þau hafi verið djúpfölsuð. Eða ég sé að stytta mér leið einhvern veginn,“ sagði Shull við miðilinn. Hugsanlega hefur Youtube gert það sama við myndband Smith. Eða þá Smith og félagar hafa viljað láta áhorfendaskarann líta aðeins betur út. Það er erfitt að segja þangað til annað hvort Smith eða Youtube tjá sig um málið. Hvorugur aðilinn hefur gert það. Í öllu falli verða mörk raunveruleika og blekkingar sífellt óskýrari eftir því sem gervigreindar-slorið heldur áfram að flæða um netið. Nýlega birti Rod Stewart myndefni af tónleikum sínum þar sem mátti sjá gervigreindarsmíðaðan Ozzy Osbourne í himnaríki með öðrum tónlistarmönnum. Þá fékk gervigreindarhljómsveitin The Velvet Sundown mikla umfjöllun eftir að hún birtist skyndilega á Spotify-spilunarlistum. Margir lesendur Vogue supu sömuleiðis hveljur þegar gervigreindarfyrirsæta birtist í auglýsingu blaðsins í síðasta mánuði.
Gervigreind Tónlist Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Gervigreindin teygir anga sína sífellt víðar og nú síðast inn í heim hátískunnar. Lesendur Vogue ráku nýverið upp stór augu þegar ein opna tímaritsins innihélt fagra ljóshærða fyrirsætu sem reyndist eintómt gervigreindarfals. 26. júlí 2025 15:17 Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Stofnendur gervigreindartólsins Interlink segja körfuboltastjörnuna LeBron James hafa sigað lögfræðiteymi sínu á fyrirtæki þeirra vegna gervigreindarmyndbanda af James þar sem má sjá hann bæði óléttan og í hafmeyjulíki. 25. júlí 2025 10:58 Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Gervigreindin teygir anga sína sífellt víðar og nú síðast inn í heim hátískunnar. Lesendur Vogue ráku nýverið upp stór augu þegar ein opna tímaritsins innihélt fagra ljóshærða fyrirsætu sem reyndist eintómt gervigreindarfals. 26. júlí 2025 15:17
Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Stofnendur gervigreindartólsins Interlink segja körfuboltastjörnuna LeBron James hafa sigað lögfræðiteymi sínu á fyrirtæki þeirra vegna gervigreindarmyndbanda af James þar sem má sjá hann bæði óléttan og í hafmeyjulíki. 25. júlí 2025 10:58