Fótbolti

Guð­laugur Victor til Dan­merkur á ný

Siggeir Ævarsson skrifar
Guðlaugur Victor gekk til liðs við Plymouth í fyrra en liðið féll úr ensku B-deildinni vor.
Guðlaugur Victor gekk til liðs við Plymouth í fyrra en liðið féll úr ensku B-deildinni vor. Getty/Alex Pantling

Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson er að ganga til liðs við Horsens í dönsku B-deildinni en hann hefur undanfarin misseri leikið með Plymouth Argyle í Englandi.

Það var Wayne Rooney sem fékk Guðlaug til Plymouth í fyrra en síðan þá hefur Rooney horfið á braut og félagið féll úr B-deildinni í vor. Guðlaugur tók við fyrirliðabandinu fyrir tímabilið en hefur engu að síður ákveðið að söðla um. 

Hann ætti að þekkja ágætlega til í Danmörku þar sem hann lék með unglingaliði AGF og síðar lék hann tvö tímabil með Esbjerg á árunum 2015-2017.

Danski fjölmiðillinn Tipsbladet greinar frá félagaskiptunum en þar segir að hinn 34 ára Guðlaugur Victor hafi samið við Horsens til tveggja ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×