Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. ágúst 2025 12:44 Serena er byrjuð að auglýsa þyngdarstjórnunarlyf fyrir fyrirtækið Ro en sjálf hefur hún misst fjórtán kíló á slíku lyfi. Serena Williams, einn besti tennisspilari allra tíma, hefur opnað sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja á sama tíma og hún er byrjuð að auglýsa slík lyf fyrir lyfjafyrirtækið Ro. Hún segir lyfin hafa verið afarkost þegar ekkert annað gekk. Hin 43 ára Williams er einn sigursælasti tennisspilari allra tíma, vann 23 stóra titla á ferli sínum og var óstöðvandi afl þegar hún var upp á sitt besta. Eftir að hafa eignast dætur sínar tvær, Olympiu árið 2017 og Adiru árið 2023, segir hún að sér hafi gengið illa að losna við aukakílóin. Williams ræddi um þyngdarstjórnunarlyf í flokki GLP-1 viðtakaörva í sjónvarpsþættinum Today Show á NBC á fimmtudag. Þar lýsti hún því að hún hefði lést um fjórtán kíló frá því hún hóf að nota lyfin fyrir ári síðan en hún hefur ekki greint frá því hvers konar lyf það væru. Hafi prófað allt þar til hún fór á lyfin „Þetta byrjaði allt sem eftir að ég eignaðist [fyrsta] barnið mitt,“ sagði hún í viðtalinu. „Sem kona ferðu í gegnum ólík skeið í lífi þínu... Sama hvað ég gerði, hljóp, gekk - ég gekk í marga klukkutíma því þau segja að það sé gott, ég bókstaflega keppti sem atvinnumaður - og ég komst aldrei aftur þangað sem ég þurfti að vera fyrir heilsuna mína. Síðan, eftir annað barnið mitt, varð það bara erfiðara,“ sagði hún. Hún hafi þá hugsað með sér að hún þyrfti að gera eitthvað nýtt. „Það er það sem leiddi til þessa ferðalags... Vil ég velja heilsu? Hvað vil ég gera?“ Hún segist líka hafa prófað að vera vegan, grænmetisæta og borða prótínríkan mat. Í ofanálag hafi hún reglulega farið yfir 20 þúsund skref á dag. Margir af vinum hennar hafi verið á GLP-1-lyfjum og hún hafi því ákveðið að prófa þau. Eiginmaðurinn fjárfestir í fyrirtækinu Frá því hún byrjaði á lyfjunum segist hún þegar hafa fundið fyrir batnandi heilsu. Í nýlegri læknisheimsókn hafi henni verið sagt að blóðsykurinn hafi náð betra jafnvægi og hún segir liðböndin sín virka léttari. „Ég glímdi við mikil hnévandræði... sérstaklega eftir að ég eignaðist barnið [og] gat aldrei náð aftur venjulegri þyngd minni. Og það, satt að segja, hafði pottþétt áhrif á suma sigrana sem ég hefði getað unnið á ferlinum mínum,“ sagði hún. Serena Williams er byrjuð að auglýsa þyngdarstjórnunarlyf fyrir lyfjafyrirtækið Ro. Hún hefur sjálf verið á slíku lyfi síðastliðið ár. Williams segist ekki hafa fundið fyrir neinum aukaverkunum til þessa þó hún væri meðvituð um að margir upplifðu slíkt. Hún tekur jafnframt fram að með lyfjunum sé hún ekki að stytta sér leið, þetta hafi verið eina leiðin. Williams segist hafa viljað stíga fram til að opna umræðuna og minnka skömmina fyrir þá sem nota slík lyf. Margir hafa lýst yfir efasemdum með yfirlýsingar Williams í ljósi þess að hún er nýorðin talsmaður fyrir lyfjafyrirtækið Ro, sem selur GLP-1-lyf á borð við Wegovy og Zepbound. Eiginmaður Williams, Alexix Ohanian, hefur jafnframt fjárfest töluvert í Ro og situr í stjórn þess. Williams sagðist jafnframt vel geta hugsað sér að halda áfram á lyfjunum til langs tíma, henni líði aftur eins og eðlilegri eftir notkun þeirra. Þyngdarstjórnunarlyf Tennis Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Rannsókn er hafin í Bretlandi á því hvort notkun þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy geti valdið alvarlegum aukaverkunum í brisi. Heilbrigðisyfirvöldum þar í landi hafa borist mörg hundruð ábendingar um brisbólgu, þar af tíu dauðsföll þess vegna, eftir notkun þyngdarstjórnunarlyfja. 30. júlí 2025 16:25 Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Fleiri fréttir Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Sjá meira
Hin 43 ára Williams er einn sigursælasti tennisspilari allra tíma, vann 23 stóra titla á ferli sínum og var óstöðvandi afl þegar hún var upp á sitt besta. Eftir að hafa eignast dætur sínar tvær, Olympiu árið 2017 og Adiru árið 2023, segir hún að sér hafi gengið illa að losna við aukakílóin. Williams ræddi um þyngdarstjórnunarlyf í flokki GLP-1 viðtakaörva í sjónvarpsþættinum Today Show á NBC á fimmtudag. Þar lýsti hún því að hún hefði lést um fjórtán kíló frá því hún hóf að nota lyfin fyrir ári síðan en hún hefur ekki greint frá því hvers konar lyf það væru. Hafi prófað allt þar til hún fór á lyfin „Þetta byrjaði allt sem eftir að ég eignaðist [fyrsta] barnið mitt,“ sagði hún í viðtalinu. „Sem kona ferðu í gegnum ólík skeið í lífi þínu... Sama hvað ég gerði, hljóp, gekk - ég gekk í marga klukkutíma því þau segja að það sé gott, ég bókstaflega keppti sem atvinnumaður - og ég komst aldrei aftur þangað sem ég þurfti að vera fyrir heilsuna mína. Síðan, eftir annað barnið mitt, varð það bara erfiðara,“ sagði hún. Hún hafi þá hugsað með sér að hún þyrfti að gera eitthvað nýtt. „Það er það sem leiddi til þessa ferðalags... Vil ég velja heilsu? Hvað vil ég gera?“ Hún segist líka hafa prófað að vera vegan, grænmetisæta og borða prótínríkan mat. Í ofanálag hafi hún reglulega farið yfir 20 þúsund skref á dag. Margir af vinum hennar hafi verið á GLP-1-lyfjum og hún hafi því ákveðið að prófa þau. Eiginmaðurinn fjárfestir í fyrirtækinu Frá því hún byrjaði á lyfjunum segist hún þegar hafa fundið fyrir batnandi heilsu. Í nýlegri læknisheimsókn hafi henni verið sagt að blóðsykurinn hafi náð betra jafnvægi og hún segir liðböndin sín virka léttari. „Ég glímdi við mikil hnévandræði... sérstaklega eftir að ég eignaðist barnið [og] gat aldrei náð aftur venjulegri þyngd minni. Og það, satt að segja, hafði pottþétt áhrif á suma sigrana sem ég hefði getað unnið á ferlinum mínum,“ sagði hún. Serena Williams er byrjuð að auglýsa þyngdarstjórnunarlyf fyrir lyfjafyrirtækið Ro. Hún hefur sjálf verið á slíku lyfi síðastliðið ár. Williams segist ekki hafa fundið fyrir neinum aukaverkunum til þessa þó hún væri meðvituð um að margir upplifðu slíkt. Hún tekur jafnframt fram að með lyfjunum sé hún ekki að stytta sér leið, þetta hafi verið eina leiðin. Williams segist hafa viljað stíga fram til að opna umræðuna og minnka skömmina fyrir þá sem nota slík lyf. Margir hafa lýst yfir efasemdum með yfirlýsingar Williams í ljósi þess að hún er nýorðin talsmaður fyrir lyfjafyrirtækið Ro, sem selur GLP-1-lyf á borð við Wegovy og Zepbound. Eiginmaður Williams, Alexix Ohanian, hefur jafnframt fjárfest töluvert í Ro og situr í stjórn þess. Williams sagðist jafnframt vel geta hugsað sér að halda áfram á lyfjunum til langs tíma, henni líði aftur eins og eðlilegri eftir notkun þeirra.
Þyngdarstjórnunarlyf Tennis Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Rannsókn er hafin í Bretlandi á því hvort notkun þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy geti valdið alvarlegum aukaverkunum í brisi. Heilbrigðisyfirvöldum þar í landi hafa borist mörg hundruð ábendingar um brisbólgu, þar af tíu dauðsföll þess vegna, eftir notkun þyngdarstjórnunarlyfja. 30. júlí 2025 16:25 Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Fleiri fréttir Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Sjá meira
Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Rannsókn er hafin í Bretlandi á því hvort notkun þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy geti valdið alvarlegum aukaverkunum í brisi. Heilbrigðisyfirvöldum þar í landi hafa borist mörg hundruð ábendingar um brisbólgu, þar af tíu dauðsföll þess vegna, eftir notkun þyngdarstjórnunarlyfja. 30. júlí 2025 16:25