„Það er æfing á morgun“ Andri Már Eggertsson skrifar 22. ágúst 2025 22:20 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var strax kominn með hugann við næsta leik gegn Víkingi Vísir/Ernir Davíð Smári Lamude var í skýjunum eftir að hafa unnið Val 0-1 í úrslitum Mjólkurbikarsins. Þetta var fyrsti bikarmeistaratitill í sögu Vestra og Davíð var afar ánægður með að vera hluti af þeirri sögu. „Þetta var ólýsanleg stund. Ég er hrikalega stoltur og það er hrikalega gaman að fá að taka þátt í þessu með þessu fólki og þessum stuðningsmönnum. Þetta var stórkostlegt,“ sagði Davíð Smári og hélt áfram. „Mér fannst við byrja leikinn stressaðir. Við náðum ekki að tengja sendingar og héldum illa í boltann en svo kom tuttugu mínútna kafli þar sem við vorum frábærir. Varnarleikurinn var á köflum stórkostlegur og markið sem Jeppe Pedersen skoraði var úr efstu hillu. Við þurftum einhverja töfra til að brjóta Valsmenn því þeir eru skipulagðir varnarlega.“ Aðspurður út í varnarleik liðsins verandi einu marki yfir var Davíð Smári mjög sáttur með hvernig liðið barðist fyrir öllum boltum sem skilaði því að Valsmönnum tókst ekki að skora. „Mér fannst leikplan Vals vera eins og við reiknuðum með þeir ætluðu að reyna að finna vasana fyrir framan varnarlínuna okkar en við vorum grimmir og gáfum þeim fá tækifæri. Síðan fóru þeir að gefa boltann fyrir markið og þeir fengu aðeins of margar fyrirgjafir fyrir minn smekk. Síðan endaði leikurinn þannig að það var farið í langa bolta fyrir aftan varnarlínu okkar og það er okkar lifibrauð að eiga við það.“ Davíð Smári hafði lítið pælt í því hvaða þýðingu þessi bikarmeistaratitill hafi fyrir hann persónulega sem þjálfara. „Ég hef ekki hugsað svo langt. Ég legg mig allan fram við það sem ég geri og það er orðið sem fer af mér og liðið stendur fyrir það sama. Ég er mjög stoltur að fá að skrifa nafn Vestra og mitt nafn á þennan bikar með stórum nöfnum og félögum. Þjálfararnir sem eru þarna eru stór nöfn og það gleður mig og ég er stoltur að fá að vera í þeirra hópi.“ Aðspurður út í hvernig leikmenn Vestra fái að fagna bikarmeistaratitlinum hugsandi til þess að næsti leikur væri á þriðjudaginn gegn Víkingi sagði Davíð að það væri æfing á morgun. „Þeir fá að fagna þessu stutt. Það er æfing á morgun og leikur gegn Víkingi á þriðjudaginn. Deildin er að spilast þannig að hver leikur er úrslitaleikur og við verðum að horfa á þennan leik gegn Víkingi sem úrslitaleik,“ sagði Davíð að lokum. Vestri Mjólkurbikar karla Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ Sjá meira
„Þetta var ólýsanleg stund. Ég er hrikalega stoltur og það er hrikalega gaman að fá að taka þátt í þessu með þessu fólki og þessum stuðningsmönnum. Þetta var stórkostlegt,“ sagði Davíð Smári og hélt áfram. „Mér fannst við byrja leikinn stressaðir. Við náðum ekki að tengja sendingar og héldum illa í boltann en svo kom tuttugu mínútna kafli þar sem við vorum frábærir. Varnarleikurinn var á köflum stórkostlegur og markið sem Jeppe Pedersen skoraði var úr efstu hillu. Við þurftum einhverja töfra til að brjóta Valsmenn því þeir eru skipulagðir varnarlega.“ Aðspurður út í varnarleik liðsins verandi einu marki yfir var Davíð Smári mjög sáttur með hvernig liðið barðist fyrir öllum boltum sem skilaði því að Valsmönnum tókst ekki að skora. „Mér fannst leikplan Vals vera eins og við reiknuðum með þeir ætluðu að reyna að finna vasana fyrir framan varnarlínuna okkar en við vorum grimmir og gáfum þeim fá tækifæri. Síðan fóru þeir að gefa boltann fyrir markið og þeir fengu aðeins of margar fyrirgjafir fyrir minn smekk. Síðan endaði leikurinn þannig að það var farið í langa bolta fyrir aftan varnarlínu okkar og það er okkar lifibrauð að eiga við það.“ Davíð Smári hafði lítið pælt í því hvaða þýðingu þessi bikarmeistaratitill hafi fyrir hann persónulega sem þjálfara. „Ég hef ekki hugsað svo langt. Ég legg mig allan fram við það sem ég geri og það er orðið sem fer af mér og liðið stendur fyrir það sama. Ég er mjög stoltur að fá að skrifa nafn Vestra og mitt nafn á þennan bikar með stórum nöfnum og félögum. Þjálfararnir sem eru þarna eru stór nöfn og það gleður mig og ég er stoltur að fá að vera í þeirra hópi.“ Aðspurður út í hvernig leikmenn Vestra fái að fagna bikarmeistaratitlinum hugsandi til þess að næsti leikur væri á þriðjudaginn gegn Víkingi sagði Davíð að það væri æfing á morgun. „Þeir fá að fagna þessu stutt. Það er æfing á morgun og leikur gegn Víkingi á þriðjudaginn. Deildin er að spilast þannig að hver leikur er úrslitaleikur og við verðum að horfa á þennan leik gegn Víkingi sem úrslitaleik,“ sagði Davíð að lokum.
Vestri Mjólkurbikar karla Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ Sjá meira