„Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. ágúst 2025 10:31 Hólmar Örn spilar sinn fyrsta úrslitaleik á Laugardalsvelli í kvöld. sýn sport skjáskot „Minn fyrsti bikarúrslitaleikur hérna heima, þannig að menn eru spenntir“ segir Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals fyrir úrslitaleikinn gegn Vestra sem fer fram á Laugardalsvelli í kvöld. Hann stefnir á að lyfta báðum titlunum sem eru í boði í íslenska boltanum og vonar að skellurinn gegn ÍBV í síðasta leik lyfti liðinu upp á tærnar. Mikil eftirvænting Valur hefur ellefu sinnum áður orðið bikarmeistari en ekki spilað úrslitaleik síðan 2016. „Þetta hefur mikla þýðingu fyrir klúbb eins og Val. Það er alltaf stefnt á báða titlana og við erum á réttri leið með það“ segir Hólmar en Valur situr einmitt í efsta sæti Bestu deildarinnar og á góðan möguleika á því að vinna tvöfalt. Eftirvæntingin er mikil fyrir bikarúrslitaleiknum og Hólmar segist finna fyrir því á æfingum. „Það er óhjákvæmilegt að það verði aðeins meiri spenningur en það þarf líka að passa að spennustigið verði ekki of mikið, halda ákveðnu jafnvægi í þessu og spila okkar leik.“ Spark í rassinn í Vestmannaeyjum Valur fékk slæman skell í síðasta deildarleik og tapaði 4-1 fyrir ÍBV í Vestmannaeyjum, eftir að hafa farið taplaust í gegnum sjö leiki á undan. Hólmar segir það ekki hafa áhrif. „Þetta eru tvær mismunandi keppnir og við höfum nú áður fengið svona skell á þessu tímabili, eftir það komum við virkilega sterkir til baka. Þurfum að nota það sem alvöru spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta.“ Gríðarlega vel skipulagt Vestralið Vestri er að spila bikarúrslitaleik í fyrsta sinn í sögu félagsins en liðið hefur áður leikið á Laugardalsvelli, þegar það tryggði sér sæti í Bestu deildinni í úrslitaleik gegn Aftureldingu. „Vestri er lið sem er gott að setja upp einstaka leiki. Gríðarlega vel skipulagðir og hafa sýnt það í allt sumar. Erfitt að brjóta þá niður og erfitt að skapa færi á móti þeim. Við þurfum að finna leiðir til að brjóta þá aftur og vera klárir gegn skyndisóknunum hjá þeim.“ Góð stemning og verður vonandi betri Stuðningsmenn Vals hafa fjölmennt á leiki undanfarið og liðið hefur lagt mikið upp úr því að fá fólk til að klappa og hvetja. „Búin að vera mikil stemning hjá okkur á leikjum undanfarið og verður vonandi bara enn meiri á Laugardalsvellinum“ segir Hólmar en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Hólmar Örn fyrir bikarúrslitaleikinn Bikarúrslitaleikur Vals og Vestra hefst klukkan sjö í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mjólkurbikar karla Valur Vestri Tengdar fréttir „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Ég trúi ekki öðru en að fólk nýti þetta tækifæri,“ segir Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, fyrir stærsta leik í sögu félagsins en í kvöld mætir Vestri liði Vals í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fótbolta. 22. ágúst 2025 08:59 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport Fleiri fréttir Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Sjá meira
Mikil eftirvænting Valur hefur ellefu sinnum áður orðið bikarmeistari en ekki spilað úrslitaleik síðan 2016. „Þetta hefur mikla þýðingu fyrir klúbb eins og Val. Það er alltaf stefnt á báða titlana og við erum á réttri leið með það“ segir Hólmar en Valur situr einmitt í efsta sæti Bestu deildarinnar og á góðan möguleika á því að vinna tvöfalt. Eftirvæntingin er mikil fyrir bikarúrslitaleiknum og Hólmar segist finna fyrir því á æfingum. „Það er óhjákvæmilegt að það verði aðeins meiri spenningur en það þarf líka að passa að spennustigið verði ekki of mikið, halda ákveðnu jafnvægi í þessu og spila okkar leik.“ Spark í rassinn í Vestmannaeyjum Valur fékk slæman skell í síðasta deildarleik og tapaði 4-1 fyrir ÍBV í Vestmannaeyjum, eftir að hafa farið taplaust í gegnum sjö leiki á undan. Hólmar segir það ekki hafa áhrif. „Þetta eru tvær mismunandi keppnir og við höfum nú áður fengið svona skell á þessu tímabili, eftir það komum við virkilega sterkir til baka. Þurfum að nota það sem alvöru spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta.“ Gríðarlega vel skipulagt Vestralið Vestri er að spila bikarúrslitaleik í fyrsta sinn í sögu félagsins en liðið hefur áður leikið á Laugardalsvelli, þegar það tryggði sér sæti í Bestu deildinni í úrslitaleik gegn Aftureldingu. „Vestri er lið sem er gott að setja upp einstaka leiki. Gríðarlega vel skipulagðir og hafa sýnt það í allt sumar. Erfitt að brjóta þá niður og erfitt að skapa færi á móti þeim. Við þurfum að finna leiðir til að brjóta þá aftur og vera klárir gegn skyndisóknunum hjá þeim.“ Góð stemning og verður vonandi betri Stuðningsmenn Vals hafa fjölmennt á leiki undanfarið og liðið hefur lagt mikið upp úr því að fá fólk til að klappa og hvetja. „Búin að vera mikil stemning hjá okkur á leikjum undanfarið og verður vonandi bara enn meiri á Laugardalsvellinum“ segir Hólmar en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Hólmar Örn fyrir bikarúrslitaleikinn Bikarúrslitaleikur Vals og Vestra hefst klukkan sjö í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Mjólkurbikar karla Valur Vestri Tengdar fréttir „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Ég trúi ekki öðru en að fólk nýti þetta tækifæri,“ segir Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, fyrir stærsta leik í sögu félagsins en í kvöld mætir Vestri liði Vals í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fótbolta. 22. ágúst 2025 08:59 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport Fleiri fréttir Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Sjá meira
„Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Ég trúi ekki öðru en að fólk nýti þetta tækifæri,“ segir Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, fyrir stærsta leik í sögu félagsins en í kvöld mætir Vestri liði Vals í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fótbolta. 22. ágúst 2025 08:59